Innlent

Segir gjaldskrár kæfa dagforeldrakerfið

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Borgin greiðir mun meira með hverju barni á ungbarnaleikskóla en barni hjá dagforeldri.
Borgin greiðir mun meira með hverju barni á ungbarnaleikskóla en barni hjá dagforeldri. vísir/vilhelm
„Foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í fyrradag.

Áslaug friðriksdóttir
Þar með var Áslaug að gagnrýna þann mikla mun sem er á gjaldskrám dagforeldra og ungbarnaleikskóla, en hvor starfsemin um sig er niðurgreidd af borginni en þó rekin af öðrum. 



Áslaug bendir á að dagforeldrakerfið sé mun ódýrara úrræði en að reka leikskóla. Með hverju barni á ungbarnaleikskóla greiði borgin 110-140 þúsund krónur en 46 þúsund hjá dagforeldrum. Þannig er mun dýrara að hafa barn hjá dagforeldri. 



„Það er hægt að lækka kostnað foreldra og borgarinnar með því að styrkja dagforeldrakerfið,“ segir Áslaug en hún hefur áhyggjur af dagforeldrastéttinni vegna fækkunar barna sem hljóti að tengjast gjaldskránni. 

sóley tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, segist ekki geta útskýrt núverandi gjaldskrá.

„Það er sjálfsagt og eðlilegt að við skoðum þetta. Ég veit ekki af hverju fyrirkomulagið er eins og það er, því ég tók ekki ákvörðun um það. En meirihlutinn hyggst skoða allar gjaldskrár borgarinnar og þetta verður hluti af þeirri vinnu,“ segir Sóley. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×