Lífeyristryggingar sem séreignarsparnaður Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa (allt að 4%) og mótframlagi frá vinnuveitanda (2%) til séreignarsparnaðar eða viðbótarlífeyrissparnaðar. Heimilt er að ráðstafa iðgjaldi til séreignarsparnaðar á tvo ólíka vegu. Annars vegar með samningi um lífeyrissparnað og hins vegar með kaupum á lífeyristryggingu. Á þessu tvennu er umtalsverður munur sem vert er að kynna sér vel.Lífeyrissparnaður Samningar um lífeyrissparnað, sem gerðir eru við viðskiptabanka, sparisjóð eða lífeyrissjóð, kveða á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi, á fjárvörslureikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið í tilviki lífeyrissjóða. Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Fylgjast má með þróun inneignar frá degi til dags í netbanka eða á sjóðfélagavef. Samningi má segja upp með tveggja mánaða fyrirvara.Lífeyristryggingar Lífeyristrygging er annars eðlis. Hún er trygging en ekki sparnaður eða sjóðssöfnun. Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Samningur um kaup á lífeyristryggingu er í eðli sínu tryggingarsamningur, en slíkir samningar eru jafnan yfirgripsmiklir og flóknir. Lífeyristryggingar erlendra aðila sem seldar eru hér á landi lúta þýskri tryggingalöggjöf. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt. Þó ber að hafa í huga að í mörgum tilvikum tekur kaupandinn á sig afföll vegna ákvæða um endurkaupsvirði sem rýra áunnin réttindi. Kaupendur lífeyristrygginga þurfa jafnframt að huga að upplýsingum um þróun réttinda sinna. Í mörgum tilvikum afhenda tryggingafélög aðeins yfirlit yfir inngreiðslur, en þau sýna að jafnaði ekki samanburð á innborgunum og áunnum réttindum. Þá geta réttindi tapast ef greiðslur falla niður, t.d. vegna atvinnuleysis eða náms.Mikilvægt að kynna sér málin Við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru ólík sparnaðarform (lífeyrissparnaður og lífeyristrygging) oft lögð að jöfnu. Af framangreindum samanburði er hins vegar ljóst að verulegur munur er á þessu tvennu, bæði að efni og uppbyggingu. Á meðan lífeyrissparnaður er bein söfnun fjármuna á reikning eða í sjóð, þar sem upplýsingar um inneign liggja ávallt skýrt fyrir, byggir lífeyristrygging á flóknu regluverki og ítarlegum tryggingaskilmálum. Samningur um kaup á lífeyristryggingu getur falið í sér skuldbindingu til margra ára. Með slíkum samningi er kaupandi í raun að ráðstafa hluta tekna sinna um langa framtíð. Það eitt ætti að vera nægt tilefni til að kynna sér málin vel áður en ákvörðun er tekin um með hvaða hætti best sé að varðveita séreignarsparnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa (allt að 4%) og mótframlagi frá vinnuveitanda (2%) til séreignarsparnaðar eða viðbótarlífeyrissparnaðar. Heimilt er að ráðstafa iðgjaldi til séreignarsparnaðar á tvo ólíka vegu. Annars vegar með samningi um lífeyrissparnað og hins vegar með kaupum á lífeyristryggingu. Á þessu tvennu er umtalsverður munur sem vert er að kynna sér vel.Lífeyrissparnaður Samningar um lífeyrissparnað, sem gerðir eru við viðskiptabanka, sparisjóð eða lífeyrissjóð, kveða á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi, á fjárvörslureikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið í tilviki lífeyrissjóða. Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Fylgjast má með þróun inneignar frá degi til dags í netbanka eða á sjóðfélagavef. Samningi má segja upp með tveggja mánaða fyrirvara.Lífeyristryggingar Lífeyristrygging er annars eðlis. Hún er trygging en ekki sparnaður eða sjóðssöfnun. Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Samningur um kaup á lífeyristryggingu er í eðli sínu tryggingarsamningur, en slíkir samningar eru jafnan yfirgripsmiklir og flóknir. Lífeyristryggingar erlendra aðila sem seldar eru hér á landi lúta þýskri tryggingalöggjöf. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt. Þó ber að hafa í huga að í mörgum tilvikum tekur kaupandinn á sig afföll vegna ákvæða um endurkaupsvirði sem rýra áunnin réttindi. Kaupendur lífeyristrygginga þurfa jafnframt að huga að upplýsingum um þróun réttinda sinna. Í mörgum tilvikum afhenda tryggingafélög aðeins yfirlit yfir inngreiðslur, en þau sýna að jafnaði ekki samanburð á innborgunum og áunnum réttindum. Þá geta réttindi tapast ef greiðslur falla niður, t.d. vegna atvinnuleysis eða náms.Mikilvægt að kynna sér málin Við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru ólík sparnaðarform (lífeyrissparnaður og lífeyristrygging) oft lögð að jöfnu. Af framangreindum samanburði er hins vegar ljóst að verulegur munur er á þessu tvennu, bæði að efni og uppbyggingu. Á meðan lífeyrissparnaður er bein söfnun fjármuna á reikning eða í sjóð, þar sem upplýsingar um inneign liggja ávallt skýrt fyrir, byggir lífeyristrygging á flóknu regluverki og ítarlegum tryggingaskilmálum. Samningur um kaup á lífeyristryggingu getur falið í sér skuldbindingu til margra ára. Með slíkum samningi er kaupandi í raun að ráðstafa hluta tekna sinna um langa framtíð. Það eitt ætti að vera nægt tilefni til að kynna sér málin vel áður en ákvörðun er tekin um með hvaða hætti best sé að varðveita séreignarsparnað.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun