Lífeyristryggingar sem séreignarsparnaður Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 2. október 2014 07:00 Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa (allt að 4%) og mótframlagi frá vinnuveitanda (2%) til séreignarsparnaðar eða viðbótarlífeyrissparnaðar. Heimilt er að ráðstafa iðgjaldi til séreignarsparnaðar á tvo ólíka vegu. Annars vegar með samningi um lífeyrissparnað og hins vegar með kaupum á lífeyristryggingu. Á þessu tvennu er umtalsverður munur sem vert er að kynna sér vel.Lífeyrissparnaður Samningar um lífeyrissparnað, sem gerðir eru við viðskiptabanka, sparisjóð eða lífeyrissjóð, kveða á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi, á fjárvörslureikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið í tilviki lífeyrissjóða. Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Fylgjast má með þróun inneignar frá degi til dags í netbanka eða á sjóðfélagavef. Samningi má segja upp með tveggja mánaða fyrirvara.Lífeyristryggingar Lífeyristrygging er annars eðlis. Hún er trygging en ekki sparnaður eða sjóðssöfnun. Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Samningur um kaup á lífeyristryggingu er í eðli sínu tryggingarsamningur, en slíkir samningar eru jafnan yfirgripsmiklir og flóknir. Lífeyristryggingar erlendra aðila sem seldar eru hér á landi lúta þýskri tryggingalöggjöf. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt. Þó ber að hafa í huga að í mörgum tilvikum tekur kaupandinn á sig afföll vegna ákvæða um endurkaupsvirði sem rýra áunnin réttindi. Kaupendur lífeyristrygginga þurfa jafnframt að huga að upplýsingum um þróun réttinda sinna. Í mörgum tilvikum afhenda tryggingafélög aðeins yfirlit yfir inngreiðslur, en þau sýna að jafnaði ekki samanburð á innborgunum og áunnum réttindum. Þá geta réttindi tapast ef greiðslur falla niður, t.d. vegna atvinnuleysis eða náms.Mikilvægt að kynna sér málin Við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru ólík sparnaðarform (lífeyrissparnaður og lífeyristrygging) oft lögð að jöfnu. Af framangreindum samanburði er hins vegar ljóst að verulegur munur er á þessu tvennu, bæði að efni og uppbyggingu. Á meðan lífeyrissparnaður er bein söfnun fjármuna á reikning eða í sjóð, þar sem upplýsingar um inneign liggja ávallt skýrt fyrir, byggir lífeyristrygging á flóknu regluverki og ítarlegum tryggingaskilmálum. Samningur um kaup á lífeyristryggingu getur falið í sér skuldbindingu til margra ára. Með slíkum samningi er kaupandi í raun að ráðstafa hluta tekna sinna um langa framtíð. Það eitt ætti að vera nægt tilefni til að kynna sér málin vel áður en ákvörðun er tekin um með hvaða hætti best sé að varðveita séreignarsparnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er geta launþegar valið að verja hluta launa (allt að 4%) og mótframlagi frá vinnuveitanda (2%) til séreignarsparnaðar eða viðbótarlífeyrissparnaðar. Heimilt er að ráðstafa iðgjaldi til séreignarsparnaðar á tvo ólíka vegu. Annars vegar með samningi um lífeyrissparnað og hins vegar með kaupum á lífeyristryggingu. Á þessu tvennu er umtalsverður munur sem vert er að kynna sér vel.Lífeyrissparnaður Samningar um lífeyrissparnað, sem gerðir eru við viðskiptabanka, sparisjóð eða lífeyrissjóð, kveða á um að iðgjald skuli varðveitt á bundnum innlánsreikningi, á fjárvörslureikningi eða í sérstakri fjárfestingarleið í tilviki lífeyrissjóða. Slíkir samningar byggja á sjóðssöfnun. Helstu einkenni slíks sparnaðar eru að hægt er að taka inneign út að hluta eða í heild eftir sextugt. Unnt er að flytja inneign á milli vörsluaðila með litlum eða engum tilkostnaði. Þá skerðist inneign ekki þótt greiðslur falli niður í lengri eða skemmri tíma. Fylgjast má með þróun inneignar frá degi til dags í netbanka eða á sjóðfélagavef. Samningi má segja upp með tveggja mánaða fyrirvara.Lífeyristryggingar Lífeyristrygging er annars eðlis. Hún er trygging en ekki sparnaður eða sjóðssöfnun. Samningur um kaup á lífeyristryggingu felur í sér langtímaskuldbindingu – oft til margra ára eða áratuga – af hálfu kaupandans. Samningur um kaup á lífeyristryggingu er í eðli sínu tryggingarsamningur, en slíkir samningar eru jafnan yfirgripsmiklir og flóknir. Lífeyristryggingar erlendra aðila sem seldar eru hér á landi lúta þýskri tryggingalöggjöf. Inntak slíkra samninga er eðli máls samkvæmt annað en samninga um lífeyrissparnað. Heimilt er að flytja réttindi sem byggja á lífeyristryggingu til annarra vörsluaðila og taka réttindi út eftir sextugt. Þó ber að hafa í huga að í mörgum tilvikum tekur kaupandinn á sig afföll vegna ákvæða um endurkaupsvirði sem rýra áunnin réttindi. Kaupendur lífeyristrygginga þurfa jafnframt að huga að upplýsingum um þróun réttinda sinna. Í mörgum tilvikum afhenda tryggingafélög aðeins yfirlit yfir inngreiðslur, en þau sýna að jafnaði ekki samanburð á innborgunum og áunnum réttindum. Þá geta réttindi tapast ef greiðslur falla niður, t.d. vegna atvinnuleysis eða náms.Mikilvægt að kynna sér málin Við markaðssetningu og kynningu á séreignarsparnaði eru ólík sparnaðarform (lífeyrissparnaður og lífeyristrygging) oft lögð að jöfnu. Af framangreindum samanburði er hins vegar ljóst að verulegur munur er á þessu tvennu, bæði að efni og uppbyggingu. Á meðan lífeyrissparnaður er bein söfnun fjármuna á reikning eða í sjóð, þar sem upplýsingar um inneign liggja ávallt skýrt fyrir, byggir lífeyristrygging á flóknu regluverki og ítarlegum tryggingaskilmálum. Samningur um kaup á lífeyristryggingu getur falið í sér skuldbindingu til margra ára. Með slíkum samningi er kaupandi í raun að ráðstafa hluta tekna sinna um langa framtíð. Það eitt ætti að vera nægt tilefni til að kynna sér málin vel áður en ákvörðun er tekin um með hvaða hætti best sé að varðveita séreignarsparnað.