Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Haraldur Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Bruggsmiðjan hefur framleitt Kalda frá árinu 2006. „Við stefnum að því að auka framleiðsluna um 36 prósent á næstu tveimur árum og opna hér bjórspa og lítinn veitingastað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði. Agnes segir framkvæmdir vegna framleiðsluaukningarinnar þegar hafnar. Þeim eigi að ljúka árið 2016. „Við erum að stækka örlítið núna og erum að byggja 50 fermetra hús og láta smíða fyrir okkur þrjá nýja fjögur þúsund lítra tanka. Við sjáum svo fyrir okkur að geta bætt aðstöðuna fyrir átöppun og róbóta og farið í örlitla stækkun í tönkum á næsta ári. Við ætlum svo að klára þessu stækkun árið 2016 og þá vil ég fara í bjórspa-ið,“ segir Agnes.Agnes Anna SigurðardóttirBruggsmiðjan framleiðir nú um 550 þúsund lítra af bjórnum Kalda á ári. Framleiðslugetan eykst um 200 þúsund lítra með stækkuninni. „Við teljum að það sé markaður fyrir það. Síðasta sumar var allt að þriggja vikna biðlisti eftir því að fá Kalda á veitingastaði.“ Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékklandi. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís.“ Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“ Íslenskur bjór Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Við stefnum að því að auka framleiðsluna um 36 prósent á næstu tveimur árum og opna hér bjórspa og lítinn veitingastað,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði. Agnes segir framkvæmdir vegna framleiðsluaukningarinnar þegar hafnar. Þeim eigi að ljúka árið 2016. „Við erum að stækka örlítið núna og erum að byggja 50 fermetra hús og láta smíða fyrir okkur þrjá nýja fjögur þúsund lítra tanka. Við sjáum svo fyrir okkur að geta bætt aðstöðuna fyrir átöppun og róbóta og farið í örlitla stækkun í tönkum á næsta ári. Við ætlum svo að klára þessu stækkun árið 2016 og þá vil ég fara í bjórspa-ið,“ segir Agnes.Agnes Anna SigurðardóttirBruggsmiðjan framleiðir nú um 550 þúsund lítra af bjórnum Kalda á ári. Framleiðslugetan eykst um 200 þúsund lítra með stækkuninni. „Við teljum að það sé markaður fyrir það. Síðasta sumar var allt að þriggja vikna biðlisti eftir því að fá Kalda á veitingastaði.“ Bjórspö eru að sögn Agnesar vel þekkt í Tékklandi. Hugmynd eigenda Bruggsmiðjunnar gengur út á að sjór og Kaldi séu hitaðir í þar til gerðu kari. „Bjórinn er svo gríðarlega hollur fyrir húðina, og brugghúsið er við sjóinn, þannig að við munum nota hreinsaðan sjó og Kalda til að búa til spa-paradís.“ Agnes tekur fram að fyrirtækið hafi alltaf verið byggt upp í smáum skrefum og að skynsemin verði áfram höfð að leiðarljósi. Bruggsmiðjan var stofnuð í desember 2005 og hagnaður af rekstri hennar nam tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. „Við fáum hingað gríðarlega mikið af gestum en það vantar meiri afþreyingu á staðinn og því ætlum við að fara í þessar framkvæmdir.“
Íslenskur bjór Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira