Kaupa fimm ný skip fyrir 14 milljarða Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. júní 2014 20:00 HB Grandi mun að öllum líkindum fá fimm ný skip afhent á næstu þremur árum. Skipin fimm kosta alls um 14 milljarða króna. Um er að ræða eina mestu fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi um áratugaskeið. HB Grandi tilkynnti í gær að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ganga til samninga við tyrkneska skipasmíðastöð um smíði á þrem ísfisktogurum. Gangi allt að óskum þá verða skipin þrjú afhent 2016 og 2017. Hjá HB Granda starfa um 950 manns. Kostnaður við skipin þrjú er um 7 milljarðar króna en fyrir er skipasmíðastöðin með tvö uppsjávarskip í smíðum fyrir aðra 7 milljarða. Alls er fjárfestingin um 14 milljarðar króna - sú mesta í sögu HB Granda. „Við teljum þetta ágætis tímapunkt í að fara í þetta verkefni,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. „Við erum með traustan og góðan efnahag. Auk þess fáum við góða fjármögnun. Það er verkefnaskortur í skipasmíðastöðum og fengum hagstætt tilboð.“Ísfiskstogarar hannaðir af Íslendingum Leita þarf langt aftur í tímann til að finna viðlíka endurnýjun á skipaflota líkt og HB Grandi er núna að ganga í gegnum. Sífellt fleiri sjávarútvegsfyrirtæki veðja nú á að fjárfesta í ísfisktogurum sem eru að stórum hluta hannaðir af Íslendingum. „Við erum að horfa til framtíðar með þessi skip. Þau koma með allan afla að landi og sjáum fram á orkusparnað. Við erum með mengunarvarnarbúnað um borð í þessum skipum og þau eyða minna af olíu. Þessi skip eru á allan hátt hönnuð með það fyrir augum að raska umhverfi sem minnst,“ segir Vilhjálmur. Talsverðar breytingar eru að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Uppsjávarskip hafa verið seld úr landi og sjómönnum sagt upp störfum. Störf hafa á ný verið að færast í land. Er HB Grandi að hverfa frá útgerð á uppsjávarskipum? „Aldeilis ekki,“ svarar Vilhjálmur. „Þessi tvö uppsjávarskip sem við erum með í smíðum eru mjög öflug og góð. Þau eru mun afkastameiri en skipin sem við erum með í dag.“ Tengdar fréttir Íhuga smíði þriggja nýrra ísfisktogara HB Grandi hf. og tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að samkomulagi um að Celiktrans fullhanni og smíði líkan af ískfisktogara til skoðunar í tanki. Alfreð Tulinius og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingar hjá Nautic ehf. munu annast hönnunina. 13. mars 2014 13:52 HB Grandi gekk frá kaupum í Brussel Tvö íslensk fyrirtæki hafa keypt vélar Marel á sjávarútvegssýningu í Belgíu. 7. maí 2014 10:36 HB Grandi kaupir Norðanfisk Kaupverðið er 580 milljónir króna. 21. maí 2014 14:52 HB Grandi lætur smíða þrjá nýja ísfisktogara í Tyrklandi Heildarsamningsupphæð um 6,8 milljarðar króna. 24. júní 2014 15:25 Hljóðlát bylting í sjávarútvegi Stór sjávarútvegsfyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á fullnýtingu hráefnis. Stór frystiskip eru seld úr landi eða þeim breytt til að koma með fiskinn óunninn að landi. Ástæðan er að hluta til ytri skilyrði greinarinnar en ekki síður hugarfarsbreyting um nýtingu hráefnis. 30. desember 2013 07:00 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
HB Grandi mun að öllum líkindum fá fimm ný skip afhent á næstu þremur árum. Skipin fimm kosta alls um 14 milljarða króna. Um er að ræða eina mestu fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi um áratugaskeið. HB Grandi tilkynnti í gær að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ganga til samninga við tyrkneska skipasmíðastöð um smíði á þrem ísfisktogurum. Gangi allt að óskum þá verða skipin þrjú afhent 2016 og 2017. Hjá HB Granda starfa um 950 manns. Kostnaður við skipin þrjú er um 7 milljarðar króna en fyrir er skipasmíðastöðin með tvö uppsjávarskip í smíðum fyrir aðra 7 milljarða. Alls er fjárfestingin um 14 milljarðar króna - sú mesta í sögu HB Granda. „Við teljum þetta ágætis tímapunkt í að fara í þetta verkefni,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. „Við erum með traustan og góðan efnahag. Auk þess fáum við góða fjármögnun. Það er verkefnaskortur í skipasmíðastöðum og fengum hagstætt tilboð.“Ísfiskstogarar hannaðir af Íslendingum Leita þarf langt aftur í tímann til að finna viðlíka endurnýjun á skipaflota líkt og HB Grandi er núna að ganga í gegnum. Sífellt fleiri sjávarútvegsfyrirtæki veðja nú á að fjárfesta í ísfisktogurum sem eru að stórum hluta hannaðir af Íslendingum. „Við erum að horfa til framtíðar með þessi skip. Þau koma með allan afla að landi og sjáum fram á orkusparnað. Við erum með mengunarvarnarbúnað um borð í þessum skipum og þau eyða minna af olíu. Þessi skip eru á allan hátt hönnuð með það fyrir augum að raska umhverfi sem minnst,“ segir Vilhjálmur. Talsverðar breytingar eru að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Uppsjávarskip hafa verið seld úr landi og sjómönnum sagt upp störfum. Störf hafa á ný verið að færast í land. Er HB Grandi að hverfa frá útgerð á uppsjávarskipum? „Aldeilis ekki,“ svarar Vilhjálmur. „Þessi tvö uppsjávarskip sem við erum með í smíðum eru mjög öflug og góð. Þau eru mun afkastameiri en skipin sem við erum með í dag.“
Tengdar fréttir Íhuga smíði þriggja nýrra ísfisktogara HB Grandi hf. og tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að samkomulagi um að Celiktrans fullhanni og smíði líkan af ískfisktogara til skoðunar í tanki. Alfreð Tulinius og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingar hjá Nautic ehf. munu annast hönnunina. 13. mars 2014 13:52 HB Grandi gekk frá kaupum í Brussel Tvö íslensk fyrirtæki hafa keypt vélar Marel á sjávarútvegssýningu í Belgíu. 7. maí 2014 10:36 HB Grandi kaupir Norðanfisk Kaupverðið er 580 milljónir króna. 21. maí 2014 14:52 HB Grandi lætur smíða þrjá nýja ísfisktogara í Tyrklandi Heildarsamningsupphæð um 6,8 milljarðar króna. 24. júní 2014 15:25 Hljóðlát bylting í sjávarútvegi Stór sjávarútvegsfyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á fullnýtingu hráefnis. Stór frystiskip eru seld úr landi eða þeim breytt til að koma með fiskinn óunninn að landi. Ástæðan er að hluta til ytri skilyrði greinarinnar en ekki síður hugarfarsbreyting um nýtingu hráefnis. 30. desember 2013 07:00 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Íhuga smíði þriggja nýrra ísfisktogara HB Grandi hf. og tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að samkomulagi um að Celiktrans fullhanni og smíði líkan af ískfisktogara til skoðunar í tanki. Alfreð Tulinius og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingar hjá Nautic ehf. munu annast hönnunina. 13. mars 2014 13:52
HB Grandi gekk frá kaupum í Brussel Tvö íslensk fyrirtæki hafa keypt vélar Marel á sjávarútvegssýningu í Belgíu. 7. maí 2014 10:36
HB Grandi lætur smíða þrjá nýja ísfisktogara í Tyrklandi Heildarsamningsupphæð um 6,8 milljarðar króna. 24. júní 2014 15:25
Hljóðlát bylting í sjávarútvegi Stór sjávarútvegsfyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á fullnýtingu hráefnis. Stór frystiskip eru seld úr landi eða þeim breytt til að koma með fiskinn óunninn að landi. Ástæðan er að hluta til ytri skilyrði greinarinnar en ekki síður hugarfarsbreyting um nýtingu hráefnis. 30. desember 2013 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun