Kaupa fimm ný skip fyrir 14 milljarða Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. júní 2014 20:00 HB Grandi mun að öllum líkindum fá fimm ný skip afhent á næstu þremur árum. Skipin fimm kosta alls um 14 milljarða króna. Um er að ræða eina mestu fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi um áratugaskeið. HB Grandi tilkynnti í gær að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ganga til samninga við tyrkneska skipasmíðastöð um smíði á þrem ísfisktogurum. Gangi allt að óskum þá verða skipin þrjú afhent 2016 og 2017. Hjá HB Granda starfa um 950 manns. Kostnaður við skipin þrjú er um 7 milljarðar króna en fyrir er skipasmíðastöðin með tvö uppsjávarskip í smíðum fyrir aðra 7 milljarða. Alls er fjárfestingin um 14 milljarðar króna - sú mesta í sögu HB Granda. „Við teljum þetta ágætis tímapunkt í að fara í þetta verkefni,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. „Við erum með traustan og góðan efnahag. Auk þess fáum við góða fjármögnun. Það er verkefnaskortur í skipasmíðastöðum og fengum hagstætt tilboð.“Ísfiskstogarar hannaðir af Íslendingum Leita þarf langt aftur í tímann til að finna viðlíka endurnýjun á skipaflota líkt og HB Grandi er núna að ganga í gegnum. Sífellt fleiri sjávarútvegsfyrirtæki veðja nú á að fjárfesta í ísfisktogurum sem eru að stórum hluta hannaðir af Íslendingum. „Við erum að horfa til framtíðar með þessi skip. Þau koma með allan afla að landi og sjáum fram á orkusparnað. Við erum með mengunarvarnarbúnað um borð í þessum skipum og þau eyða minna af olíu. Þessi skip eru á allan hátt hönnuð með það fyrir augum að raska umhverfi sem minnst,“ segir Vilhjálmur. Talsverðar breytingar eru að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Uppsjávarskip hafa verið seld úr landi og sjómönnum sagt upp störfum. Störf hafa á ný verið að færast í land. Er HB Grandi að hverfa frá útgerð á uppsjávarskipum? „Aldeilis ekki,“ svarar Vilhjálmur. „Þessi tvö uppsjávarskip sem við erum með í smíðum eru mjög öflug og góð. Þau eru mun afkastameiri en skipin sem við erum með í dag.“ Tengdar fréttir Íhuga smíði þriggja nýrra ísfisktogara HB Grandi hf. og tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að samkomulagi um að Celiktrans fullhanni og smíði líkan af ískfisktogara til skoðunar í tanki. Alfreð Tulinius og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingar hjá Nautic ehf. munu annast hönnunina. 13. mars 2014 13:52 HB Grandi gekk frá kaupum í Brussel Tvö íslensk fyrirtæki hafa keypt vélar Marel á sjávarútvegssýningu í Belgíu. 7. maí 2014 10:36 HB Grandi kaupir Norðanfisk Kaupverðið er 580 milljónir króna. 21. maí 2014 14:52 HB Grandi lætur smíða þrjá nýja ísfisktogara í Tyrklandi Heildarsamningsupphæð um 6,8 milljarðar króna. 24. júní 2014 15:25 Hljóðlát bylting í sjávarútvegi Stór sjávarútvegsfyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á fullnýtingu hráefnis. Stór frystiskip eru seld úr landi eða þeim breytt til að koma með fiskinn óunninn að landi. Ástæðan er að hluta til ytri skilyrði greinarinnar en ekki síður hugarfarsbreyting um nýtingu hráefnis. 30. desember 2013 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
HB Grandi mun að öllum líkindum fá fimm ný skip afhent á næstu þremur árum. Skipin fimm kosta alls um 14 milljarða króna. Um er að ræða eina mestu fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi um áratugaskeið. HB Grandi tilkynnti í gær að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ganga til samninga við tyrkneska skipasmíðastöð um smíði á þrem ísfisktogurum. Gangi allt að óskum þá verða skipin þrjú afhent 2016 og 2017. Hjá HB Granda starfa um 950 manns. Kostnaður við skipin þrjú er um 7 milljarðar króna en fyrir er skipasmíðastöðin með tvö uppsjávarskip í smíðum fyrir aðra 7 milljarða. Alls er fjárfestingin um 14 milljarðar króna - sú mesta í sögu HB Granda. „Við teljum þetta ágætis tímapunkt í að fara í þetta verkefni,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. „Við erum með traustan og góðan efnahag. Auk þess fáum við góða fjármögnun. Það er verkefnaskortur í skipasmíðastöðum og fengum hagstætt tilboð.“Ísfiskstogarar hannaðir af Íslendingum Leita þarf langt aftur í tímann til að finna viðlíka endurnýjun á skipaflota líkt og HB Grandi er núna að ganga í gegnum. Sífellt fleiri sjávarútvegsfyrirtæki veðja nú á að fjárfesta í ísfisktogurum sem eru að stórum hluta hannaðir af Íslendingum. „Við erum að horfa til framtíðar með þessi skip. Þau koma með allan afla að landi og sjáum fram á orkusparnað. Við erum með mengunarvarnarbúnað um borð í þessum skipum og þau eyða minna af olíu. Þessi skip eru á allan hátt hönnuð með það fyrir augum að raska umhverfi sem minnst,“ segir Vilhjálmur. Talsverðar breytingar eru að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Uppsjávarskip hafa verið seld úr landi og sjómönnum sagt upp störfum. Störf hafa á ný verið að færast í land. Er HB Grandi að hverfa frá útgerð á uppsjávarskipum? „Aldeilis ekki,“ svarar Vilhjálmur. „Þessi tvö uppsjávarskip sem við erum með í smíðum eru mjög öflug og góð. Þau eru mun afkastameiri en skipin sem við erum með í dag.“
Tengdar fréttir Íhuga smíði þriggja nýrra ísfisktogara HB Grandi hf. og tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að samkomulagi um að Celiktrans fullhanni og smíði líkan af ískfisktogara til skoðunar í tanki. Alfreð Tulinius og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingar hjá Nautic ehf. munu annast hönnunina. 13. mars 2014 13:52 HB Grandi gekk frá kaupum í Brussel Tvö íslensk fyrirtæki hafa keypt vélar Marel á sjávarútvegssýningu í Belgíu. 7. maí 2014 10:36 HB Grandi kaupir Norðanfisk Kaupverðið er 580 milljónir króna. 21. maí 2014 14:52 HB Grandi lætur smíða þrjá nýja ísfisktogara í Tyrklandi Heildarsamningsupphæð um 6,8 milljarðar króna. 24. júní 2014 15:25 Hljóðlát bylting í sjávarútvegi Stór sjávarútvegsfyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á fullnýtingu hráefnis. Stór frystiskip eru seld úr landi eða þeim breytt til að koma með fiskinn óunninn að landi. Ástæðan er að hluta til ytri skilyrði greinarinnar en ekki síður hugarfarsbreyting um nýtingu hráefnis. 30. desember 2013 07:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íhuga smíði þriggja nýrra ísfisktogara HB Grandi hf. og tyrkneska skipasmíðastöðin Celiktrans Denis Insaat Ltd. hafa komist að samkomulagi um að Celiktrans fullhanni og smíði líkan af ískfisktogara til skoðunar í tanki. Alfreð Tulinius og Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingar hjá Nautic ehf. munu annast hönnunina. 13. mars 2014 13:52
HB Grandi gekk frá kaupum í Brussel Tvö íslensk fyrirtæki hafa keypt vélar Marel á sjávarútvegssýningu í Belgíu. 7. maí 2014 10:36
HB Grandi lætur smíða þrjá nýja ísfisktogara í Tyrklandi Heildarsamningsupphæð um 6,8 milljarðar króna. 24. júní 2014 15:25
Hljóðlát bylting í sjávarútvegi Stór sjávarútvegsfyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á fullnýtingu hráefnis. Stór frystiskip eru seld úr landi eða þeim breytt til að koma með fiskinn óunninn að landi. Ástæðan er að hluta til ytri skilyrði greinarinnar en ekki síður hugarfarsbreyting um nýtingu hráefnis. 30. desember 2013 07:00