Um aðalnámskrá og úrtölur Hilmar Hilmarsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í grein Henrys Alexanders Henryssonar í Fréttablaðinu 31. janúar er því haldið fram að ýmsir þeir sem látið hafa í sér heyra um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla hafi takmarkaðan skilning á lykilhugtökum í námskránni. Mér finnst ég hafa ástæðu til að taka þessa sneið til mín. Ástæðan er sú að þann 22. janúar var eitt og annað haft eftir mér um námsmat og einkunnagjöf eins og því er lýst í námskránni. Vissulega var sú umfjöllun takmörkuð. Mig langar í þessu greinarkorni til að skýra eilítið betur viðhorf mín til námskrárinnar þótt til þess þyrfti lengra mál en hér er pláss fyrir. Ég hygg að það sé rétt hjá Henry að engum hafi dottið í hug að nemendur yrðu flokkaðir siðferðilega hæfir eða óhæfir í grunnskólum. En að halda því fram að hvergi sé ýjað að slíku í námskránni er að mínu viti hæpið. Á bls. 55 í aðalnámskránni segir m.a.: „Vissa þætti í menntun í grunnskóla er erfitt að meta. Dæmi um slíka þætti eru siðgæði og siðferðileg viðhorf, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, borgaravitund, sjálfbærni og heilbrigði. Skólar skulu sjálfir móta leiðir til að meta slíka þætti….“ Ég skil þetta þannig að skólar skuli móta leiðir til að meta siðgæði og siðferðileg viðhorf nemenda. Kannski má bera mér á brýn takmarkaðan skilning á þessari málsgrein en með tilliti til þess sem áður sagði, að það hafi trúlega aldrei verið ætlun eins eða neins að flokka nemendur eftir siðferði þá held ég að nær sé áfellast þá, sem senda frá sér þessu lík fyrirmæli til grunnskólanna, fyrir takmarkaða nákvæmni í orðavali. Önnur dæmi mætti nefna þar sem gert virðist ráð fyrir að þættir sem telja verður persónuleikabundna, s.s. sjálfsmynd, eigi að vera viðfang námsmats í grunnskólum. Eyða verður öllum vafa um að einkunnir eða annars konar vitnisburðir fyrir þess háttar rati ekki inn á útskriftarskírteini. En síst af öllu vil ég gerast úrtölumaður þess að skólar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að efla borgaravitund og styrkja sjálfsmynd nemenda sinna og kenna þeim sæmilega siði.Marki skýra og færa leið Ég, líkt og allt annað skólafólk sem ég hef rætt við um hina nýju námskrá, fagna þeirri áherslubreytingu sem í henni er að finna og kristallast í hugmyndinni um framsetningu hæfniviðmiða og ég þykist hafa talsverðan skilning á því að hæfnin sé ofin úr þekkingu og leikni. Ég tel hins vegar að útfærsla þessara hugmynda sé ekki sem skyldi (og hugtakanotkun reyndar ekki heldur) og ég tel að námskráin gegni ekki vel því hlutverki sem lýst er í henni sjálfri og er m.a. að tryggja samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu sameiginlegrar menntastefnu. (bls. 11). Til dæmis er sú þekking sem stefnt er að einatt fremur flausturslega skilgreind. Hugmyndin á bakvið fjórskiptan einkunnakvarða er líka illa rökstudd en þar með er svo sem ekki sagt að hún sé slæm. Þá má nefna að hæfni sem lýst er og sagt að nemendur eigi að geta náð er á köflum svo stórfengleg að höfundum getur varla verið sjálfrátt. Þegar stjórnvöld senda frá sér aðalnámskrá sem ætlað er að stýra námi og stuðla að sem bestri menntun barna í skyldunámi er afar brýnt að þau segi það sem þau meina og meini það sem þau segja. Hugtakanotkun verður að vera markviss og vafaatriði eins fá og kostur er. Markmið og hugmyndir verða að vera í samræmi við þann vettvang þar sem útfærsla þeirra á sér stað og þann tíma sem til ráðstöfunar er. Aðalnámskrá má nefnilega ekki bara vera skólapólitískt manífestó – hún verður líka að marka kennurum skýra og færa leið við skipulagningu daglegs skólastarfs. Því miður er erfitt að halda því fram að fyrirliggjandi aðalnámskrá uppfylli þær kröfur nægilega vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Henrys Alexanders Henryssonar í Fréttablaðinu 31. janúar er því haldið fram að ýmsir þeir sem látið hafa í sér heyra um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla hafi takmarkaðan skilning á lykilhugtökum í námskránni. Mér finnst ég hafa ástæðu til að taka þessa sneið til mín. Ástæðan er sú að þann 22. janúar var eitt og annað haft eftir mér um námsmat og einkunnagjöf eins og því er lýst í námskránni. Vissulega var sú umfjöllun takmörkuð. Mig langar í þessu greinarkorni til að skýra eilítið betur viðhorf mín til námskrárinnar þótt til þess þyrfti lengra mál en hér er pláss fyrir. Ég hygg að það sé rétt hjá Henry að engum hafi dottið í hug að nemendur yrðu flokkaðir siðferðilega hæfir eða óhæfir í grunnskólum. En að halda því fram að hvergi sé ýjað að slíku í námskránni er að mínu viti hæpið. Á bls. 55 í aðalnámskránni segir m.a.: „Vissa þætti í menntun í grunnskóla er erfitt að meta. Dæmi um slíka þætti eru siðgæði og siðferðileg viðhorf, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, borgaravitund, sjálfbærni og heilbrigði. Skólar skulu sjálfir móta leiðir til að meta slíka þætti….“ Ég skil þetta þannig að skólar skuli móta leiðir til að meta siðgæði og siðferðileg viðhorf nemenda. Kannski má bera mér á brýn takmarkaðan skilning á þessari málsgrein en með tilliti til þess sem áður sagði, að það hafi trúlega aldrei verið ætlun eins eða neins að flokka nemendur eftir siðferði þá held ég að nær sé áfellast þá, sem senda frá sér þessu lík fyrirmæli til grunnskólanna, fyrir takmarkaða nákvæmni í orðavali. Önnur dæmi mætti nefna þar sem gert virðist ráð fyrir að þættir sem telja verður persónuleikabundna, s.s. sjálfsmynd, eigi að vera viðfang námsmats í grunnskólum. Eyða verður öllum vafa um að einkunnir eða annars konar vitnisburðir fyrir þess háttar rati ekki inn á útskriftarskírteini. En síst af öllu vil ég gerast úrtölumaður þess að skólar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að efla borgaravitund og styrkja sjálfsmynd nemenda sinna og kenna þeim sæmilega siði.Marki skýra og færa leið Ég, líkt og allt annað skólafólk sem ég hef rætt við um hina nýju námskrá, fagna þeirri áherslubreytingu sem í henni er að finna og kristallast í hugmyndinni um framsetningu hæfniviðmiða og ég þykist hafa talsverðan skilning á því að hæfnin sé ofin úr þekkingu og leikni. Ég tel hins vegar að útfærsla þessara hugmynda sé ekki sem skyldi (og hugtakanotkun reyndar ekki heldur) og ég tel að námskráin gegni ekki vel því hlutverki sem lýst er í henni sjálfri og er m.a. að tryggja samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu sameiginlegrar menntastefnu. (bls. 11). Til dæmis er sú þekking sem stefnt er að einatt fremur flausturslega skilgreind. Hugmyndin á bakvið fjórskiptan einkunnakvarða er líka illa rökstudd en þar með er svo sem ekki sagt að hún sé slæm. Þá má nefna að hæfni sem lýst er og sagt að nemendur eigi að geta náð er á köflum svo stórfengleg að höfundum getur varla verið sjálfrátt. Þegar stjórnvöld senda frá sér aðalnámskrá sem ætlað er að stýra námi og stuðla að sem bestri menntun barna í skyldunámi er afar brýnt að þau segi það sem þau meina og meini það sem þau segja. Hugtakanotkun verður að vera markviss og vafaatriði eins fá og kostur er. Markmið og hugmyndir verða að vera í samræmi við þann vettvang þar sem útfærsla þeirra á sér stað og þann tíma sem til ráðstöfunar er. Aðalnámskrá má nefnilega ekki bara vera skólapólitískt manífestó – hún verður líka að marka kennurum skýra og færa leið við skipulagningu daglegs skólastarfs. Því miður er erfitt að halda því fram að fyrirliggjandi aðalnámskrá uppfylli þær kröfur nægilega vel.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun