BHM blæs til sóknar í Háskólabíói í dag Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2014 13:00 Formaður BHM segir launahækkanir í kjarasamningum á almennum markaði ekki duga félögum í BHM. Ísland sé ekki samkeppnishæft í launum við Norðurlöndin og mikilvægt sé að halda í háskólamenntað fólk. vísir/gva Ísland er ekki samkeppnishæft í launakjörum háskólamenntaðs fólks við Norðurlöndin að mati formanns Bandalags háskólamanna, sem boðar til fjöldafundar í Háskólabíói í dag. Formaðurinn segir launahækkanir á almennum vinnumarkaði ekki samningsgrundvöll fyrir BHM. Kjarasamningar um átta þúsund BHM félaga urðu lausir um síðustu helgi og boðar félagið til félagsfundar í Háskólabíói klukkan þrjú í dag til að kynna kröfugerðina fyrir gerð nýs kjarasamnngs.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir nýjan samning varða um 4.600 starfsmenn hjá ríkinu en restin vinnur hjá sveitarfélögum og hálfopinberum stofnunum. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna í okkar kjaramálum. Þróunina hingað til, kröfurnar okkar núna og rökstuðninginn með þeim. Leggja mat á stöðuna og næstu skref,“ segir Guðlaug. Hún segir þær launahækkanir sem samið var um á almenna markaðanum í desember ekki duga BHM félögum. „Það er ekki umræðugrundvöllur í okkar samningum. Það eru óskaplega ólíkar aðstæður sem þessir hópar eru í. Kjör okkar hafa staðið kjurr frá hruni og tekið afturförum og við höfum áhyggjur af stöðu háskólamenntunar á íslenskum vinnumarkaði,“ segir formaðurinn. Áherslurnar séu því allt aðrar en hjá Alþýðusambandinu. Frá hruni hafi háskólamenntað fólk rétt eins og iðnaðrmenn flúið land og þá sérstaklega til Norðurlandanna. „Ísland er illa samkepnnisfært um menntað vinnuafl. Við erum með fjölmargt ungt fólk í námi og við þurfum á því að halda. Það þarf að byggja upp íslenskan vinnumarkað og sérstaklega þekkingargeirana á næstu árum ef við eigum að efla hérna hagsæld,“ segir Guðlaug. Það þurfi að setja þennan hóp í forgang og sjá til þess að hann standi ekki í stað eða færist aftur á bak í kjörum. Hagtölur haldi ekki utan um menntun þeirra sem flytja úr landi, en mun fleiri hafi flutt frá landinu undanfarin ár en til þess. „Við vitum hins vegar og félögin okkar finna fyrir því að það eru að verða til stórar deildir af þeirra fólki í nágranalöndunum. Þar er næga vinnu að fá virðist vera fyrir marga af okkar fólki og kjörin margfalt betri. Þannig að við verðum vissulega mjög vel vör við þetta,“ segir Guðlaug.Þá er Ísland ekki samkeppnishæft við Norðurlöndin?„Nei alls ekki. Svo verðum við að muna að það eru erfiðleikar hér á húsnæðismarkaði, það eru hér lánavandræði og fleira og fleira. Þannig að við stöndum höllum fæti með ýmsa hluti og við þurfum að standa okkur í launamálunum,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ísland er ekki samkeppnishæft í launakjörum háskólamenntaðs fólks við Norðurlöndin að mati formanns Bandalags háskólamanna, sem boðar til fjöldafundar í Háskólabíói í dag. Formaðurinn segir launahækkanir á almennum vinnumarkaði ekki samningsgrundvöll fyrir BHM. Kjarasamningar um átta þúsund BHM félaga urðu lausir um síðustu helgi og boðar félagið til félagsfundar í Háskólabíói klukkan þrjú í dag til að kynna kröfugerðina fyrir gerð nýs kjarasamnngs.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM segir nýjan samning varða um 4.600 starfsmenn hjá ríkinu en restin vinnur hjá sveitarfélögum og hálfopinberum stofnunum. „Við erum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna í okkar kjaramálum. Þróunina hingað til, kröfurnar okkar núna og rökstuðninginn með þeim. Leggja mat á stöðuna og næstu skref,“ segir Guðlaug. Hún segir þær launahækkanir sem samið var um á almenna markaðanum í desember ekki duga BHM félögum. „Það er ekki umræðugrundvöllur í okkar samningum. Það eru óskaplega ólíkar aðstæður sem þessir hópar eru í. Kjör okkar hafa staðið kjurr frá hruni og tekið afturförum og við höfum áhyggjur af stöðu háskólamenntunar á íslenskum vinnumarkaði,“ segir formaðurinn. Áherslurnar séu því allt aðrar en hjá Alþýðusambandinu. Frá hruni hafi háskólamenntað fólk rétt eins og iðnaðrmenn flúið land og þá sérstaklega til Norðurlandanna. „Ísland er illa samkepnnisfært um menntað vinnuafl. Við erum með fjölmargt ungt fólk í námi og við þurfum á því að halda. Það þarf að byggja upp íslenskan vinnumarkað og sérstaklega þekkingargeirana á næstu árum ef við eigum að efla hérna hagsæld,“ segir Guðlaug. Það þurfi að setja þennan hóp í forgang og sjá til þess að hann standi ekki í stað eða færist aftur á bak í kjörum. Hagtölur haldi ekki utan um menntun þeirra sem flytja úr landi, en mun fleiri hafi flutt frá landinu undanfarin ár en til þess. „Við vitum hins vegar og félögin okkar finna fyrir því að það eru að verða til stórar deildir af þeirra fólki í nágranalöndunum. Þar er næga vinnu að fá virðist vera fyrir marga af okkar fólki og kjörin margfalt betri. Þannig að við verðum vissulega mjög vel vör við þetta,“ segir Guðlaug.Þá er Ísland ekki samkeppnishæft við Norðurlöndin?„Nei alls ekki. Svo verðum við að muna að það eru erfiðleikar hér á húsnæðismarkaði, það eru hér lánavandræði og fleira og fleira. Þannig að við stöndum höllum fæti með ýmsa hluti og við þurfum að standa okkur í launamálunum,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira