Viðskipti innlent

Auroracoin dreift til allra Íslendinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Auroracoin.org
Allir Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. Um 330.000 Íslendingar mun fá 31,8 AUR, eins og myntin er skammstöfuð, á mann. Á heimasíðu Auroracoin segir að myntin geti nýst sem leið til að komast undan gjaldeyrishöftunum og íslensku krónunni og gengisfellingu hennar.

Undir pistil á heimasíðu myntarinnar skrifar Baldur Friggjar Odinsson, sem er vísun í norræna goðafræði. Vísir var í tölvupóstsamskiptum við Baldur sem ekki vill koma fram undir nafni.

Baldur segir Auroracoin vera mjög líkt Bitcoin, enda keyri myntirnar á mjög svipuðu kerfi, sem þó eru aðskilin. Myntin er byggð á Litecoin, sem er svo byggð á Bitcoin. „Þessi kerfi hafa það sameiginlegt að þau eru hönnuð til að varðbveita og viðhalda færsluskjali yfir allar mynteiningar og allar færslur í kerfinu. Þetta færsluskjal er kallað "blockchain" og er í grunninn aðal tækninýjungin við Bitcoin tæknina.“

Helmingur alls mögulegs peningamagns í kerfinu, sem mestu getur orðið 21 milljón, er í vörslu Baldur þar til hann nær að millifæra myntina til þeirra sem vilja nálgast hana. „Ég mun á næstu vikum kynna kerfið sem mun sjá um að útdeila myntinni. Það mun felast í því að hver og einn íslendingur sannar á sér deili með einföldum hætti og óskar eftir að fá myntina millifærða í sína tölvu.“

„Nú þegar eru um 170 manns að „minea“ myntina, þ.e. þeir keyra í raun kerfið og sjá um færsluhirslu í því. Þessir aðilar skipta á milli sín þeim 25 Auroracoin sem verða til á um það bil 10 mínútna fresti. Eftir c.a. 4 ár lækkar þessi upphæð um helming, og svo aftur um helming að fjórum árum liðnum frá þeim tíma og svo framvegis, þar til öll myntin hefur orðið til einhverntíma langt í framtíðinni,“ segir Baldur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.