Auroracoin dreift til allra Íslendinga Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 16:35 Mynd/Auroracoin.org Allir Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. Um 330.000 Íslendingar mun fá 31,8 AUR, eins og myntin er skammstöfuð, á mann. Á heimasíðu Auroracoin segir að myntin geti nýst sem leið til að komast undan gjaldeyrishöftunum og íslensku krónunni og gengisfellingu hennar. Undir pistil á heimasíðu myntarinnar skrifar Baldur Friggjar Odinsson, sem er vísun í norræna goðafræði. Vísir var í tölvupóstsamskiptum við Baldur sem ekki vill koma fram undir nafni. Baldur segir Auroracoin vera mjög líkt Bitcoin, enda keyri myntirnar á mjög svipuðu kerfi, sem þó eru aðskilin. Myntin er byggð á Litecoin, sem er svo byggð á Bitcoin. „Þessi kerfi hafa það sameiginlegt að þau eru hönnuð til að varðbveita og viðhalda færsluskjali yfir allar mynteiningar og allar færslur í kerfinu. Þetta færsluskjal er kallað "blockchain" og er í grunninn aðal tækninýjungin við Bitcoin tæknina.“ Helmingur alls mögulegs peningamagns í kerfinu, sem mestu getur orðið 21 milljón, er í vörslu Baldur þar til hann nær að millifæra myntina til þeirra sem vilja nálgast hana. „Ég mun á næstu vikum kynna kerfið sem mun sjá um að útdeila myntinni. Það mun felast í því að hver og einn íslendingur sannar á sér deili með einföldum hætti og óskar eftir að fá myntina millifærða í sína tölvu.“ „Nú þegar eru um 170 manns að „minea“ myntina, þ.e. þeir keyra í raun kerfið og sjá um færsluhirslu í því. Þessir aðilar skipta á milli sín þeim 25 Auroracoin sem verða til á um það bil 10 mínútna fresti. Eftir c.a. 4 ár lækkar þessi upphæð um helming, og svo aftur um helming að fjórum árum liðnum frá þeim tíma og svo framvegis, þar til öll myntin hefur orðið til einhverntíma langt í framtíðinni,“ segir Baldur. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Allir Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. Um 330.000 Íslendingar mun fá 31,8 AUR, eins og myntin er skammstöfuð, á mann. Á heimasíðu Auroracoin segir að myntin geti nýst sem leið til að komast undan gjaldeyrishöftunum og íslensku krónunni og gengisfellingu hennar. Undir pistil á heimasíðu myntarinnar skrifar Baldur Friggjar Odinsson, sem er vísun í norræna goðafræði. Vísir var í tölvupóstsamskiptum við Baldur sem ekki vill koma fram undir nafni. Baldur segir Auroracoin vera mjög líkt Bitcoin, enda keyri myntirnar á mjög svipuðu kerfi, sem þó eru aðskilin. Myntin er byggð á Litecoin, sem er svo byggð á Bitcoin. „Þessi kerfi hafa það sameiginlegt að þau eru hönnuð til að varðbveita og viðhalda færsluskjali yfir allar mynteiningar og allar færslur í kerfinu. Þetta færsluskjal er kallað "blockchain" og er í grunninn aðal tækninýjungin við Bitcoin tæknina.“ Helmingur alls mögulegs peningamagns í kerfinu, sem mestu getur orðið 21 milljón, er í vörslu Baldur þar til hann nær að millifæra myntina til þeirra sem vilja nálgast hana. „Ég mun á næstu vikum kynna kerfið sem mun sjá um að útdeila myntinni. Það mun felast í því að hver og einn íslendingur sannar á sér deili með einföldum hætti og óskar eftir að fá myntina millifærða í sína tölvu.“ „Nú þegar eru um 170 manns að „minea“ myntina, þ.e. þeir keyra í raun kerfið og sjá um færsluhirslu í því. Þessir aðilar skipta á milli sín þeim 25 Auroracoin sem verða til á um það bil 10 mínútna fresti. Eftir c.a. 4 ár lækkar þessi upphæð um helming, og svo aftur um helming að fjórum árum liðnum frá þeim tíma og svo framvegis, þar til öll myntin hefur orðið til einhverntíma langt í framtíðinni,“ segir Baldur.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira