Setti ríkið tóninn fyrir launaleiðréttingu lækna? Reynir Arngrímsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í upphafi árs 2014 um það leyti sem kjarasamningur Læknafélags Íslands rann sitt skeið birti fjármálaráðuneytið/RSK auglýsingu um viðmiðunarupphæðir reiknaðs endurgjalds vegna sjálfstætt starfandi lækna. Voru læknar þá fluttir upp um flokk og færðir úr flokki annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og viðmiðunarupphæðir hækkaðar. Þar er gert er ráð fyrir að lágmarkslaun lækna séu 850.000 kr. á mánuði. Áður hafði verið samsvörun milli launaliðar kjarasamnings LÍ og hins reiknaða endurgjalds sjálfstætt starfandi lækna. Miðað við núverandi launaliði í kjarasamningi LÍ og ráðuneytisins þurfa grunnlaun lækna að hækka umtalsvert svo þessari viðmiðun sé náð. Halda ber til haga að læknar á kjarasamningi LÍ greiða ekki í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og njóta því lakari lífeyristrygginga en aðrir opinberir starfsmenn.Óviðunandi staða Það þarf ekki lengi að skoða launaþróun og kjör hinna ýmsu starfsstétta, þó ekki skuli gert lítið úr mikilvægi þeirra eða ábyrgð, til að sjá óviðunandi stöðu sem læknum er búin og geta ekki lengur setið undir. Grunnlaun nýútskrifaðs læknis eru um 340.000 kr. og læknis með lækningaleyfi 370.000 kr. Byrjunargrunnlaun sérfræðilæknis er 530.000 kr. og fara hæst í 595.000 kr. eftir 14 ára starf. Þetta eru þau launakjör sem í boði eru á heilbrigðisstofnunum ríkisins á Íslandi. Heildartekjur einstaklinga geta verið breytilegar og hærri en þar ræður mestu um fjöldi sólarhringsvakta sem viðkomandi tekur í hverjum mánuði. Vaktafyrirkomulag byggist í flestum tilfellum á gæsluvöktum og vinnulotum samfellt í 24 klst. eða jafnvel lengri. Vinnudagar lækna eru oft langir og viðfangsefnin flókin og ekki í alla staði auðveld. Kröfur um þekkingu, reynslu og nákvæmni í vinnubrögðum eru gífurleg og mistök dýrkeypt og ekki liðin.Stjórnvöld daufheyrast Til samanburðar má skoða þróun meðallauna ýmissa starfstétta hjá VR í launakönnun þess 2014 sem aðgengileg eru á heimasíðu félagsins. Þar má sjá að meðaltalsgrunnlaun bílstjóra eru nú 304.000 kr., móttökuritara við símavörslu 335.000 kr., gjaldkera við innheimtustörf 411.000 kr. Bókarar hafa 465.000 kr., sérhæfðir tryggingastarfsmenn 500.000 kr., fjármálastjórar 682.000 kr. og hag- og viðskiptafræðingar 620.000 kr. Himinn og haf er milli menntunarkostnaðar og tímalengdar náms lækna og þessara ágætu starfsstétta sem einnig þjóna mikilvægu hlutverki í klukkuverki samfélagsins. Starfsævi lækna er stutt í samanburði við allar aðrar stéttir. Algengt er að sérfræðingar snúi heim til starfa á fertugsaldri eftir að hafa verið í framhaldsnámi erlendis. Læknir lýkur námi 26-27 ára, fær lækningaleyfi 28-30 ára og sérfræðiviðurkenningu fjórum til sex árum síðar. Læknar hafa nú í fyrsta sinn nýtt sér verkfallsrétt. Aðgerðir eru boðaðar fram í desember hafi samningar ekki náðst. Það þykir læknum miður og þeir sinna öllum bráða- og neyðartilvikum þrátt fyrir að vera í verkfalli. Ástæða aðgerðanna er að núverandi launakjör eru ekki það dráttarafl sem dugar til að standa að endurnýjun í röðum sérmenntaðra lækna. Undanfarin misseri heyrir til undantekninga ef sérfræðilæknir flyst heim. Straumurinn er út. Mönnunarvandinn er raunverulegur. Með óviðunandi vinnuálagi og skertu aðgengi þurfandi sjúklinga. Þessu þarf að snúa við. Samtök lækna geta ekki horft aðgerðarlaus á þessa þróun. Stjórnvöld daufheyrast og sinna í engu aðvörunarorðum. Læknar eru orðvör stétt en enginn skyldi ætla að þeim sé ekki fullkomin alvara í aðgerðum sínum. Læknar vænta leiðréttinga á grunnlaunum í núverandi kjaradeilu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í upphafi árs 2014 um það leyti sem kjarasamningur Læknafélags Íslands rann sitt skeið birti fjármálaráðuneytið/RSK auglýsingu um viðmiðunarupphæðir reiknaðs endurgjalds vegna sjálfstætt starfandi lækna. Voru læknar þá fluttir upp um flokk og færðir úr flokki annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og viðmiðunarupphæðir hækkaðar. Þar er gert er ráð fyrir að lágmarkslaun lækna séu 850.000 kr. á mánuði. Áður hafði verið samsvörun milli launaliðar kjarasamnings LÍ og hins reiknaða endurgjalds sjálfstætt starfandi lækna. Miðað við núverandi launaliði í kjarasamningi LÍ og ráðuneytisins þurfa grunnlaun lækna að hækka umtalsvert svo þessari viðmiðun sé náð. Halda ber til haga að læknar á kjarasamningi LÍ greiða ekki í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og njóta því lakari lífeyristrygginga en aðrir opinberir starfsmenn.Óviðunandi staða Það þarf ekki lengi að skoða launaþróun og kjör hinna ýmsu starfsstétta, þó ekki skuli gert lítið úr mikilvægi þeirra eða ábyrgð, til að sjá óviðunandi stöðu sem læknum er búin og geta ekki lengur setið undir. Grunnlaun nýútskrifaðs læknis eru um 340.000 kr. og læknis með lækningaleyfi 370.000 kr. Byrjunargrunnlaun sérfræðilæknis er 530.000 kr. og fara hæst í 595.000 kr. eftir 14 ára starf. Þetta eru þau launakjör sem í boði eru á heilbrigðisstofnunum ríkisins á Íslandi. Heildartekjur einstaklinga geta verið breytilegar og hærri en þar ræður mestu um fjöldi sólarhringsvakta sem viðkomandi tekur í hverjum mánuði. Vaktafyrirkomulag byggist í flestum tilfellum á gæsluvöktum og vinnulotum samfellt í 24 klst. eða jafnvel lengri. Vinnudagar lækna eru oft langir og viðfangsefnin flókin og ekki í alla staði auðveld. Kröfur um þekkingu, reynslu og nákvæmni í vinnubrögðum eru gífurleg og mistök dýrkeypt og ekki liðin.Stjórnvöld daufheyrast Til samanburðar má skoða þróun meðallauna ýmissa starfstétta hjá VR í launakönnun þess 2014 sem aðgengileg eru á heimasíðu félagsins. Þar má sjá að meðaltalsgrunnlaun bílstjóra eru nú 304.000 kr., móttökuritara við símavörslu 335.000 kr., gjaldkera við innheimtustörf 411.000 kr. Bókarar hafa 465.000 kr., sérhæfðir tryggingastarfsmenn 500.000 kr., fjármálastjórar 682.000 kr. og hag- og viðskiptafræðingar 620.000 kr. Himinn og haf er milli menntunarkostnaðar og tímalengdar náms lækna og þessara ágætu starfsstétta sem einnig þjóna mikilvægu hlutverki í klukkuverki samfélagsins. Starfsævi lækna er stutt í samanburði við allar aðrar stéttir. Algengt er að sérfræðingar snúi heim til starfa á fertugsaldri eftir að hafa verið í framhaldsnámi erlendis. Læknir lýkur námi 26-27 ára, fær lækningaleyfi 28-30 ára og sérfræðiviðurkenningu fjórum til sex árum síðar. Læknar hafa nú í fyrsta sinn nýtt sér verkfallsrétt. Aðgerðir eru boðaðar fram í desember hafi samningar ekki náðst. Það þykir læknum miður og þeir sinna öllum bráða- og neyðartilvikum þrátt fyrir að vera í verkfalli. Ástæða aðgerðanna er að núverandi launakjör eru ekki það dráttarafl sem dugar til að standa að endurnýjun í röðum sérmenntaðra lækna. Undanfarin misseri heyrir til undantekninga ef sérfræðilæknir flyst heim. Straumurinn er út. Mönnunarvandinn er raunverulegur. Með óviðunandi vinnuálagi og skertu aðgengi þurfandi sjúklinga. Þessu þarf að snúa við. Samtök lækna geta ekki horft aðgerðarlaus á þessa þróun. Stjórnvöld daufheyrast og sinna í engu aðvörunarorðum. Læknar eru orðvör stétt en enginn skyldi ætla að þeim sé ekki fullkomin alvara í aðgerðum sínum. Læknar vænta leiðréttinga á grunnlaunum í núverandi kjaradeilu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar