Setti ríkið tóninn fyrir launaleiðréttingu lækna? Reynir Arngrímsson skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í upphafi árs 2014 um það leyti sem kjarasamningur Læknafélags Íslands rann sitt skeið birti fjármálaráðuneytið/RSK auglýsingu um viðmiðunarupphæðir reiknaðs endurgjalds vegna sjálfstætt starfandi lækna. Voru læknar þá fluttir upp um flokk og færðir úr flokki annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og viðmiðunarupphæðir hækkaðar. Þar er gert er ráð fyrir að lágmarkslaun lækna séu 850.000 kr. á mánuði. Áður hafði verið samsvörun milli launaliðar kjarasamnings LÍ og hins reiknaða endurgjalds sjálfstætt starfandi lækna. Miðað við núverandi launaliði í kjarasamningi LÍ og ráðuneytisins þurfa grunnlaun lækna að hækka umtalsvert svo þessari viðmiðun sé náð. Halda ber til haga að læknar á kjarasamningi LÍ greiða ekki í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og njóta því lakari lífeyristrygginga en aðrir opinberir starfsmenn.Óviðunandi staða Það þarf ekki lengi að skoða launaþróun og kjör hinna ýmsu starfsstétta, þó ekki skuli gert lítið úr mikilvægi þeirra eða ábyrgð, til að sjá óviðunandi stöðu sem læknum er búin og geta ekki lengur setið undir. Grunnlaun nýútskrifaðs læknis eru um 340.000 kr. og læknis með lækningaleyfi 370.000 kr. Byrjunargrunnlaun sérfræðilæknis er 530.000 kr. og fara hæst í 595.000 kr. eftir 14 ára starf. Þetta eru þau launakjör sem í boði eru á heilbrigðisstofnunum ríkisins á Íslandi. Heildartekjur einstaklinga geta verið breytilegar og hærri en þar ræður mestu um fjöldi sólarhringsvakta sem viðkomandi tekur í hverjum mánuði. Vaktafyrirkomulag byggist í flestum tilfellum á gæsluvöktum og vinnulotum samfellt í 24 klst. eða jafnvel lengri. Vinnudagar lækna eru oft langir og viðfangsefnin flókin og ekki í alla staði auðveld. Kröfur um þekkingu, reynslu og nákvæmni í vinnubrögðum eru gífurleg og mistök dýrkeypt og ekki liðin.Stjórnvöld daufheyrast Til samanburðar má skoða þróun meðallauna ýmissa starfstétta hjá VR í launakönnun þess 2014 sem aðgengileg eru á heimasíðu félagsins. Þar má sjá að meðaltalsgrunnlaun bílstjóra eru nú 304.000 kr., móttökuritara við símavörslu 335.000 kr., gjaldkera við innheimtustörf 411.000 kr. Bókarar hafa 465.000 kr., sérhæfðir tryggingastarfsmenn 500.000 kr., fjármálastjórar 682.000 kr. og hag- og viðskiptafræðingar 620.000 kr. Himinn og haf er milli menntunarkostnaðar og tímalengdar náms lækna og þessara ágætu starfsstétta sem einnig þjóna mikilvægu hlutverki í klukkuverki samfélagsins. Starfsævi lækna er stutt í samanburði við allar aðrar stéttir. Algengt er að sérfræðingar snúi heim til starfa á fertugsaldri eftir að hafa verið í framhaldsnámi erlendis. Læknir lýkur námi 26-27 ára, fær lækningaleyfi 28-30 ára og sérfræðiviðurkenningu fjórum til sex árum síðar. Læknar hafa nú í fyrsta sinn nýtt sér verkfallsrétt. Aðgerðir eru boðaðar fram í desember hafi samningar ekki náðst. Það þykir læknum miður og þeir sinna öllum bráða- og neyðartilvikum þrátt fyrir að vera í verkfalli. Ástæða aðgerðanna er að núverandi launakjör eru ekki það dráttarafl sem dugar til að standa að endurnýjun í röðum sérmenntaðra lækna. Undanfarin misseri heyrir til undantekninga ef sérfræðilæknir flyst heim. Straumurinn er út. Mönnunarvandinn er raunverulegur. Með óviðunandi vinnuálagi og skertu aðgengi þurfandi sjúklinga. Þessu þarf að snúa við. Samtök lækna geta ekki horft aðgerðarlaus á þessa þróun. Stjórnvöld daufheyrast og sinna í engu aðvörunarorðum. Læknar eru orðvör stétt en enginn skyldi ætla að þeim sé ekki fullkomin alvara í aðgerðum sínum. Læknar vænta leiðréttinga á grunnlaunum í núverandi kjaradeilu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs 2014 um það leyti sem kjarasamningur Læknafélags Íslands rann sitt skeið birti fjármálaráðuneytið/RSK auglýsingu um viðmiðunarupphæðir reiknaðs endurgjalds vegna sjálfstætt starfandi lækna. Voru læknar þá fluttir upp um flokk og færðir úr flokki annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og viðmiðunarupphæðir hækkaðar. Þar er gert er ráð fyrir að lágmarkslaun lækna séu 850.000 kr. á mánuði. Áður hafði verið samsvörun milli launaliðar kjarasamnings LÍ og hins reiknaða endurgjalds sjálfstætt starfandi lækna. Miðað við núverandi launaliði í kjarasamningi LÍ og ráðuneytisins þurfa grunnlaun lækna að hækka umtalsvert svo þessari viðmiðun sé náð. Halda ber til haga að læknar á kjarasamningi LÍ greiða ekki í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og njóta því lakari lífeyristrygginga en aðrir opinberir starfsmenn.Óviðunandi staða Það þarf ekki lengi að skoða launaþróun og kjör hinna ýmsu starfsstétta, þó ekki skuli gert lítið úr mikilvægi þeirra eða ábyrgð, til að sjá óviðunandi stöðu sem læknum er búin og geta ekki lengur setið undir. Grunnlaun nýútskrifaðs læknis eru um 340.000 kr. og læknis með lækningaleyfi 370.000 kr. Byrjunargrunnlaun sérfræðilæknis er 530.000 kr. og fara hæst í 595.000 kr. eftir 14 ára starf. Þetta eru þau launakjör sem í boði eru á heilbrigðisstofnunum ríkisins á Íslandi. Heildartekjur einstaklinga geta verið breytilegar og hærri en þar ræður mestu um fjöldi sólarhringsvakta sem viðkomandi tekur í hverjum mánuði. Vaktafyrirkomulag byggist í flestum tilfellum á gæsluvöktum og vinnulotum samfellt í 24 klst. eða jafnvel lengri. Vinnudagar lækna eru oft langir og viðfangsefnin flókin og ekki í alla staði auðveld. Kröfur um þekkingu, reynslu og nákvæmni í vinnubrögðum eru gífurleg og mistök dýrkeypt og ekki liðin.Stjórnvöld daufheyrast Til samanburðar má skoða þróun meðallauna ýmissa starfstétta hjá VR í launakönnun þess 2014 sem aðgengileg eru á heimasíðu félagsins. Þar má sjá að meðaltalsgrunnlaun bílstjóra eru nú 304.000 kr., móttökuritara við símavörslu 335.000 kr., gjaldkera við innheimtustörf 411.000 kr. Bókarar hafa 465.000 kr., sérhæfðir tryggingastarfsmenn 500.000 kr., fjármálastjórar 682.000 kr. og hag- og viðskiptafræðingar 620.000 kr. Himinn og haf er milli menntunarkostnaðar og tímalengdar náms lækna og þessara ágætu starfsstétta sem einnig þjóna mikilvægu hlutverki í klukkuverki samfélagsins. Starfsævi lækna er stutt í samanburði við allar aðrar stéttir. Algengt er að sérfræðingar snúi heim til starfa á fertugsaldri eftir að hafa verið í framhaldsnámi erlendis. Læknir lýkur námi 26-27 ára, fær lækningaleyfi 28-30 ára og sérfræðiviðurkenningu fjórum til sex árum síðar. Læknar hafa nú í fyrsta sinn nýtt sér verkfallsrétt. Aðgerðir eru boðaðar fram í desember hafi samningar ekki náðst. Það þykir læknum miður og þeir sinna öllum bráða- og neyðartilvikum þrátt fyrir að vera í verkfalli. Ástæða aðgerðanna er að núverandi launakjör eru ekki það dráttarafl sem dugar til að standa að endurnýjun í röðum sérmenntaðra lækna. Undanfarin misseri heyrir til undantekninga ef sérfræðilæknir flyst heim. Straumurinn er út. Mönnunarvandinn er raunverulegur. Með óviðunandi vinnuálagi og skertu aðgengi þurfandi sjúklinga. Þessu þarf að snúa við. Samtök lækna geta ekki horft aðgerðarlaus á þessa þróun. Stjórnvöld daufheyrast og sinna í engu aðvörunarorðum. Læknar eru orðvör stétt en enginn skyldi ætla að þeim sé ekki fullkomin alvara í aðgerðum sínum. Læknar vænta leiðréttinga á grunnlaunum í núverandi kjaradeilu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun