Barnaréttur – umgengni – dagsektir Leifur Runólfsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Ein af meginreglum barnaréttar er að hafa skal það að leiðarljósi sem er barninu er fyrir bestu en menn geta vissulega deilt um það hverju sinni. Hér verður fjallað í stuttu máli um rétt barns til umgengni við það foreldri sem það býr ekki hjá og beitingu dagsekta vegna tálmana. Með tálmun er almennt vísað til atferlis foreldris sem er fólgið í því að koma í veg fyrir að barn fái notið umgengnisréttar við hitt foreldriðHvernig er umgengni komið á Þegar foreldrar barns búa ekki saman þá þarf að ákvarða hvernig umgengni barnsins verður við það foreldri sem það býr ekki hjá. Það eru í raun fjórar leiðir til að ákvarða umgengni. Í fyrsta lagi geta foreldrar komist að samkomulagi sín á milli. Í öðru lagi geta foreldrar gert með sér staðfestan samning hjá sýslumanni. Í þriðja lagi getur annað foreldrið krafist úrskurðar sýslumanns um umgengni og loks í fjórða lagi geta aðilar fengið dóm eða dómssátt um umgengni samhliða forsjármáli sem rekið er fyrir dómstól.Umgengni Mikilvægt er að huga vel að inntaki og framkvæmd varðandi umgengni. Með umgengni er ekki aðeins átt við samveru foreldris og barns heldur er þar einnig átt við önnur samskipti svo sem símtöl. Grunnreglan er sú að barn á rétt á að umgangast það foreldri sem það býr ekki hjá með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Það er mikilvægt að foreldrar sem búa ekki saman komist að samkomulagi um hvernig umgengni verður háttað. Sé umgengnissamningurinn ekki staðfestur af sýslumanni, ekki hefur verið úrskurðað um umgengnina eða fallið dómur eða dómssátt varðandi umgengnina er ekki hægt að fara fram á að sýslumaður úrskurði dagsektir vegna umgengnistálmana.Sáttarmeðferð Áður en hægt er að krefjast úrskurðar um að lögheimilisforeldri verði beitt dagsektum fyrir að tálma umgengni er aðilum skylt að leita sátta, skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003, því verður ekki úrskurðað um dagsektir nema að lagt verði fram gilt sáttarvottorð. Eitt af markmiðum sáttarmeðferðar skv. 33. gr. a barnalaga er að hjálpa foreldrum að finna upp á eigin spýtur þá sátt sem er barninu fyrir bestu. Sáttarmaður skal vera hlutlaus og leiða ferlið en hann ber ekki ábyrgð á lausn málsins. Þá er gert ráð fyrir því að barni gefist kostur á að tjá sig við sáttarmeðferðina hafi barnið aldur og þroska til þess nema að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust. Komist sáttarmaður að þeirri niðurstöðu að foreldrar muni ekki ná sáttum þá gefur sáttarmaður út sáttarvottorð þess efnis.Dagsektir Forsenda fyrir beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni er að lögheimilisforeldrið hafi tálmað umgengni. Dagsektir eru ákvarðaðar fyrir hvern dag sem líður frá uppkvaðningu úrskurðar þar til látið er af tálmunum. Þess skal getið að dagsektir renna í ríkissjóð en ekki í vasa hins foreldrisins. Áður en úrskurðað er um hvort dagsektir skuli lagðar á þarf sýslumaður að gæta að málsmeðferðarreglum. Honum ber að gefa báðum foreldrum kost á að koma að sínum sjónarmiðum og ljóst er að sýslumaður á ekki að leggja á dagsektir nema að hann telji alveg ljóst að tálmunum hafi verið beitt án málefnalegra ástæðna. „Mörgum kann að þykja undarlegt að ekki sé hægt að beita foreldri sem sinnir ekki umgengni við barn sitt dagsektum. Ástæða þess er að löggjafinn telur að umgengni sem komið er á gegn vilja foreldris, sem barn býr ekki hjá, með beinum þvingunarúrræðum, sé ekki barni til góðs.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ein af meginreglum barnaréttar er að hafa skal það að leiðarljósi sem er barninu er fyrir bestu en menn geta vissulega deilt um það hverju sinni. Hér verður fjallað í stuttu máli um rétt barns til umgengni við það foreldri sem það býr ekki hjá og beitingu dagsekta vegna tálmana. Með tálmun er almennt vísað til atferlis foreldris sem er fólgið í því að koma í veg fyrir að barn fái notið umgengnisréttar við hitt foreldriðHvernig er umgengni komið á Þegar foreldrar barns búa ekki saman þá þarf að ákvarða hvernig umgengni barnsins verður við það foreldri sem það býr ekki hjá. Það eru í raun fjórar leiðir til að ákvarða umgengni. Í fyrsta lagi geta foreldrar komist að samkomulagi sín á milli. Í öðru lagi geta foreldrar gert með sér staðfestan samning hjá sýslumanni. Í þriðja lagi getur annað foreldrið krafist úrskurðar sýslumanns um umgengni og loks í fjórða lagi geta aðilar fengið dóm eða dómssátt um umgengni samhliða forsjármáli sem rekið er fyrir dómstól.Umgengni Mikilvægt er að huga vel að inntaki og framkvæmd varðandi umgengni. Með umgengni er ekki aðeins átt við samveru foreldris og barns heldur er þar einnig átt við önnur samskipti svo sem símtöl. Grunnreglan er sú að barn á rétt á að umgangast það foreldri sem það býr ekki hjá með reglubundnum hætti, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Það er mikilvægt að foreldrar sem búa ekki saman komist að samkomulagi um hvernig umgengni verður háttað. Sé umgengnissamningurinn ekki staðfestur af sýslumanni, ekki hefur verið úrskurðað um umgengnina eða fallið dómur eða dómssátt varðandi umgengnina er ekki hægt að fara fram á að sýslumaður úrskurði dagsektir vegna umgengnistálmana.Sáttarmeðferð Áður en hægt er að krefjast úrskurðar um að lögheimilisforeldri verði beitt dagsektum fyrir að tálma umgengni er aðilum skylt að leita sátta, skv. 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003, því verður ekki úrskurðað um dagsektir nema að lagt verði fram gilt sáttarvottorð. Eitt af markmiðum sáttarmeðferðar skv. 33. gr. a barnalaga er að hjálpa foreldrum að finna upp á eigin spýtur þá sátt sem er barninu fyrir bestu. Sáttarmaður skal vera hlutlaus og leiða ferlið en hann ber ekki ábyrgð á lausn málsins. Þá er gert ráð fyrir því að barni gefist kostur á að tjá sig við sáttarmeðferðina hafi barnið aldur og þroska til þess nema að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust. Komist sáttarmaður að þeirri niðurstöðu að foreldrar muni ekki ná sáttum þá gefur sáttarmaður út sáttarvottorð þess efnis.Dagsektir Forsenda fyrir beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni er að lögheimilisforeldrið hafi tálmað umgengni. Dagsektir eru ákvarðaðar fyrir hvern dag sem líður frá uppkvaðningu úrskurðar þar til látið er af tálmunum. Þess skal getið að dagsektir renna í ríkissjóð en ekki í vasa hins foreldrisins. Áður en úrskurðað er um hvort dagsektir skuli lagðar á þarf sýslumaður að gæta að málsmeðferðarreglum. Honum ber að gefa báðum foreldrum kost á að koma að sínum sjónarmiðum og ljóst er að sýslumaður á ekki að leggja á dagsektir nema að hann telji alveg ljóst að tálmunum hafi verið beitt án málefnalegra ástæðna. „Mörgum kann að þykja undarlegt að ekki sé hægt að beita foreldri sem sinnir ekki umgengni við barn sitt dagsektum. Ástæða þess er að löggjafinn telur að umgengni sem komið er á gegn vilja foreldris, sem barn býr ekki hjá, með beinum þvingunarúrræðum, sé ekki barni til góðs.“
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun