Fríverslun við Kína hefst í dag Össur Skarphéðinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun