Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil Haraldur Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 13:09 Skrifað var undir samninginn í atvinnuvegaráðuneytinu í morgun. Mynd/Atvinnuvegaráðuneytið Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlað er að framkvæmdir við verksmiðju Thorsil hefjist á þessu ári og miðað er við að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur í byrjun árs 2017. Áætluð ársframleiðslugeta verður 54.000 tonn af kísilmálmi og orkuþörfin er um 87 megavött. Áformað er að framleiðslan verði seld á erlendum mörkuðum sem og þær aukaafurðir sem myndast við framleiðsluna. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 252 milljónir USD, eða um 38 milljarðar króna. Félagið er í eigu tveggja íslenskra félaga, Northsil ehf (69%) og Strokkur Energy ehf. (31%). Gert er ráð fyrir að yfir 100 manns starfi við uppbyggingu á verksmiðjunni og að 150 starfsmenn verði ráðnir til starfa við framleiðsluna þegar rekstur er hafinn. Verkefnið á sér langan aðdraganda og má nefna að í lok árs 2010 var gerður fjárfestingarsamningur við sama félag vegna sams konar verkefnis í Þorlákshöfn, en sá samningur kom aldrei til framkvæmda. Fyrr í vikunni undirrituðu Thorsil ehf. og Hunter Douglas Metals í Bandaríkjunum samning um sölu og dreifingu á 24.000 tonnum af kísilmálmi á ári í átta ár. Thorsil mun hefja afhendingu á málminum árið 2017. Verðmæti viðskiptanna, sem samningurinn nær til, er um 67 milljarðar króna. Thorsil er með í undirbúningi langtímasamninga við fleiri erlenda stórnotendur á kísilmálmi. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Áætlað er að framkvæmdir við verksmiðju Thorsil hefjist á þessu ári og miðað er við að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur í byrjun árs 2017. Áætluð ársframleiðslugeta verður 54.000 tonn af kísilmálmi og orkuþörfin er um 87 megavött. Áformað er að framleiðslan verði seld á erlendum mörkuðum sem og þær aukaafurðir sem myndast við framleiðsluna. Heildarfjárfesting verkefnisins er um 252 milljónir USD, eða um 38 milljarðar króna. Félagið er í eigu tveggja íslenskra félaga, Northsil ehf (69%) og Strokkur Energy ehf. (31%). Gert er ráð fyrir að yfir 100 manns starfi við uppbyggingu á verksmiðjunni og að 150 starfsmenn verði ráðnir til starfa við framleiðsluna þegar rekstur er hafinn. Verkefnið á sér langan aðdraganda og má nefna að í lok árs 2010 var gerður fjárfestingarsamningur við sama félag vegna sams konar verkefnis í Þorlákshöfn, en sá samningur kom aldrei til framkvæmda. Fyrr í vikunni undirrituðu Thorsil ehf. og Hunter Douglas Metals í Bandaríkjunum samning um sölu og dreifingu á 24.000 tonnum af kísilmálmi á ári í átta ár. Thorsil mun hefja afhendingu á málminum árið 2017. Verðmæti viðskiptanna, sem samningurinn nær til, er um 67 milljarðar króna. Thorsil er með í undirbúningi langtímasamninga við fleiri erlenda stórnotendur á kísilmálmi.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira