Straumsvík heldur fast í 40 MW úr Búðarhálsi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2014 18:45 Orka sem dugar í heilt kísilver er afgangs frá hinni nýgangsettu Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun getur hins vegar ekki ráðstafað orkunni vegna samnings við Rio Tinto Alcan. Viðræður fyrirtækjanna um breytingar hafa ekki skilað niðurstöðu. Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fyrir fjórum árum var forsenda þess að ráðist var í smíði Búðarhálsvirkjunar en megnið af orkunni átti að fara til framleiðsluaukningar í álverinu. Fyrir ári var skýrt var því að hún hefði aðeins náðst að hluta; stefnt var á 20% framleiðsluaukningu en reyndin varð 8%.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Arnar.Af 95 megavöttum Búðarhálsvirkjunar ætlaði Straumsvíkurálverið að taka 75 megavött en miðað við fréttir í fyrra er það vart að nýta nema rúmlega 30 megavött. En þýðir þá þetta að heilmikið er afgangs af raforku til ráðstöfunar fyrir aðra? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali við Stöð 2 að það sé rétt að Alcan í Straumsvík sé ekki að nýta um 40 megavött af því sem það áætlaði vegna breyttra áforma um stækkun verksmiðjunnar. „Sú orka er bundin samningi við fyrirtækið og því ekki hægt að nýta hana í önnur verkefni án samþykkis fyrirtækisins,” segir Hörður.Framkvæmdir við kísilver United Silicon hófust í Helguvík í fyrradag.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.Til samanburðar má geta þess kísilver United Silicon í Helguvík hyggst kaupa 35 megavött af Landsvirkjun, eða álíka mikið og álverið er ekki að nýta. Ráðamenn Rio Tinto Alcan vildu ekki svara Stöð 2 í sjónvarpsviðtali um málið í dag. Talsmaður félagsins, Ólafur Teitur Guðnason, tók þó fram að fyrirtækið uppfyllti samninga sína við Landsvirkjun og væri að vinna að því að finna leiðir til að nýta orkuna. Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækin í þreifingum um hvort hægt sé að finna leið sem henti báðum. -En geta þeir þá blokkerað þessa orku af? „Ég get nú ekki tjáð mig um samninginn en það er bindandi samningur milli fyrirtækjanna um að við þurfum að afhenda og þeir þurfa að borga. Þannig að það er með ákveðnum skilmálum um hvaða magn þurfi að taka. Þannig að sá samningur gildir,” svarar Hörður Arnarson. Rannveig Rist , forstjóri Rio Tinto Alcan, sagði í viðtali um málið við Stöð 2 fyrir ári, þegar tilkynnt var um minni framleiðsluaukningu, að orkusamningurinn væri í gildi og rætt yrði við Landsvirkjun um málið. „Og ég býst bara við því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr því,” sagði Rannveig. Nú ári síðar er málið enn í lausu lofti. En telur forstjóri Landsvirkjunar að hægt verði að ráðstafa þessari orku í önnur verkefni? „Það er of snemmt að segja til um það.” -En það eru þreifingar í gangi? „Við erum í viðræðum við fyrirtækið um samninginn í heild sinni, já.” Tengdar fréttir Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. 30. maí 2014 13:09 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Orka sem dugar í heilt kísilver er afgangs frá hinni nýgangsettu Búðarhálsvirkjun. Landsvirkjun getur hins vegar ekki ráðstafað orkunni vegna samnings við Rio Tinto Alcan. Viðræður fyrirtækjanna um breytingar hafa ekki skilað niðurstöðu. Samningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan fyrir fjórum árum var forsenda þess að ráðist var í smíði Búðarhálsvirkjunar en megnið af orkunni átti að fara til framleiðsluaukningar í álverinu. Fyrir ári var skýrt var því að hún hefði aðeins náðst að hluta; stefnt var á 20% framleiðsluaukningu en reyndin varð 8%.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Arnar.Af 95 megavöttum Búðarhálsvirkjunar ætlaði Straumsvíkurálverið að taka 75 megavött en miðað við fréttir í fyrra er það vart að nýta nema rúmlega 30 megavött. En þýðir þá þetta að heilmikið er afgangs af raforku til ráðstöfunar fyrir aðra? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í viðtali við Stöð 2 að það sé rétt að Alcan í Straumsvík sé ekki að nýta um 40 megavött af því sem það áætlaði vegna breyttra áforma um stækkun verksmiðjunnar. „Sú orka er bundin samningi við fyrirtækið og því ekki hægt að nýta hana í önnur verkefni án samþykkis fyrirtækisins,” segir Hörður.Framkvæmdir við kísilver United Silicon hófust í Helguvík í fyrradag.Stöð 2/Hilmar Bragi Bárðarson.Til samanburðar má geta þess kísilver United Silicon í Helguvík hyggst kaupa 35 megavött af Landsvirkjun, eða álíka mikið og álverið er ekki að nýta. Ráðamenn Rio Tinto Alcan vildu ekki svara Stöð 2 í sjónvarpsviðtali um málið í dag. Talsmaður félagsins, Ólafur Teitur Guðnason, tók þó fram að fyrirtækið uppfyllti samninga sína við Landsvirkjun og væri að vinna að því að finna leiðir til að nýta orkuna. Forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækin í þreifingum um hvort hægt sé að finna leið sem henti báðum. -En geta þeir þá blokkerað þessa orku af? „Ég get nú ekki tjáð mig um samninginn en það er bindandi samningur milli fyrirtækjanna um að við þurfum að afhenda og þeir þurfa að borga. Þannig að það er með ákveðnum skilmálum um hvaða magn þurfi að taka. Þannig að sá samningur gildir,” svarar Hörður Arnarson. Rannveig Rist , forstjóri Rio Tinto Alcan, sagði í viðtali um málið við Stöð 2 fyrir ári, þegar tilkynnt var um minni framleiðsluaukningu, að orkusamningurinn væri í gildi og rætt yrði við Landsvirkjun um málið. „Og ég býst bara við því að við leysum þetta í sameiningu og vinnum út úr því,” sagði Rannveig. Nú ári síðar er málið enn í lausu lofti. En telur forstjóri Landsvirkjunar að hægt verði að ráðstafa þessari orku í önnur verkefni? „Það er of snemmt að segja til um það.” -En það eru þreifingar í gangi? „Við erum í viðræðum við fyrirtækið um samninginn í heild sinni, já.”
Tengdar fréttir Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. 30. maí 2014 13:09 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Undirrituðu fjárfestingarsamning um kísilver Thorsil Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag fjárfestingarsamning við Thorsil ehf. vegna fyrirhugaðrar kísilverksmiðju félagsins í Helguvík á Reykjanesi. 30. maí 2014 13:09
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent