Hlutfall kvenna lítið breyst á ári Brjánn Jónasson skrifar 13. janúar 2014 06:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Um 22 prósent aðalmanna voru konur í september 2012. Alls voru tæplega 33 þúsund fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá í desember í fyrra. Samtals sitja rúmlega 50 þúsund aðalmenn í stjórnum þessara fyrirtækja. Af þeim eru um 38.600 karlar en 11.600 konur. Konur eru mun vinsælli varamenn en aðalmenn í stjórnum. Alls eru um 33 þúsund varamenn skráðir í stjórnir íslenskra fyrirtækja, þar af rúmlega 14 þúsund konur, eða um 51 prósent. Konur voru um 10 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum árið 2009, þegar Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð efndu til sérstaks átaks til að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Þeim hefur því fjölgað verulega frá því sem þá var. Samantekt Creditinfo nær til allra fyrirtækja, en lög sem tóku gildi í september á síðasta ári gera þær kröfur að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn sé 40 prósent.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Hún segir að sú þróun sem þó hafi orðið gæti tengst því að fyrirtæki sem falli undir lögin hafi breytt samsetningu sinna stjórna. „Andrúmsloftið og vilji til verka er komið, en það átti enginn von á miklum breytingum strax. Við erum að breyta um stefnu á risavöxnu skipi og það tekur tíma,“ segir Þórdís. Hún segir vitað að stór hluti íslenskra fyrirtækja sé í eigu karlmanna, og í mörgum tilvikum séu eigendurnir einu stjórnarmennirnir. Herferðin til að auka hlut kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum beinist að stærri fyrirtækjum með fleiri stjórnarmenn og stjórnendum. Creditinfo vann samantekt fyrir Fréttablaðið í fyrra byggt á upplýsingum frá september 2012. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu milli samantekta fyrirtækisins hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað um eitt prósentustig. Með hæfilegri einföldun mætti því segja að fjölgi konum með sama hraða á næstu árum muni það taka 32 ár að koma hlutfalli kvenna í stjórnum í um það bil 50 prósent. Þegar einstakir hópar fyrirtækja eru skoðaðir má sjá að hjá Félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta í stjórnum, og eru rúmlega 54 prósent aðalmanna í stjórnum. Hlutfallið er líka talsvert yfir meðaltali hjá fyrirtækjum sem sinna fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu og rekstri veitingastaða og veitingareksturs, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Um 22 prósent aðalmanna voru konur í september 2012. Alls voru tæplega 33 þúsund fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá í desember í fyrra. Samtals sitja rúmlega 50 þúsund aðalmenn í stjórnum þessara fyrirtækja. Af þeim eru um 38.600 karlar en 11.600 konur. Konur eru mun vinsælli varamenn en aðalmenn í stjórnum. Alls eru um 33 þúsund varamenn skráðir í stjórnir íslenskra fyrirtækja, þar af rúmlega 14 þúsund konur, eða um 51 prósent. Konur voru um 10 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum árið 2009, þegar Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð efndu til sérstaks átaks til að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Þeim hefur því fjölgað verulega frá því sem þá var. Samantekt Creditinfo nær til allra fyrirtækja, en lög sem tóku gildi í september á síðasta ári gera þær kröfur að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn sé 40 prósent.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Hún segir að sú þróun sem þó hafi orðið gæti tengst því að fyrirtæki sem falli undir lögin hafi breytt samsetningu sinna stjórna. „Andrúmsloftið og vilji til verka er komið, en það átti enginn von á miklum breytingum strax. Við erum að breyta um stefnu á risavöxnu skipi og það tekur tíma,“ segir Þórdís. Hún segir vitað að stór hluti íslenskra fyrirtækja sé í eigu karlmanna, og í mörgum tilvikum séu eigendurnir einu stjórnarmennirnir. Herferðin til að auka hlut kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum beinist að stærri fyrirtækjum með fleiri stjórnarmenn og stjórnendum. Creditinfo vann samantekt fyrir Fréttablaðið í fyrra byggt á upplýsingum frá september 2012. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu milli samantekta fyrirtækisins hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað um eitt prósentustig. Með hæfilegri einföldun mætti því segja að fjölgi konum með sama hraða á næstu árum muni það taka 32 ár að koma hlutfalli kvenna í stjórnum í um það bil 50 prósent. Þegar einstakir hópar fyrirtækja eru skoðaðir má sjá að hjá Félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta í stjórnum, og eru rúmlega 54 prósent aðalmanna í stjórnum. Hlutfallið er líka talsvert yfir meðaltali hjá fyrirtækjum sem sinna fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu og rekstri veitingastaða og veitingareksturs, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira