Hlutfall kvenna lítið breyst á ári Brjánn Jónasson skrifar 13. janúar 2014 06:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Um 22 prósent aðalmanna voru konur í september 2012. Alls voru tæplega 33 þúsund fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá í desember í fyrra. Samtals sitja rúmlega 50 þúsund aðalmenn í stjórnum þessara fyrirtækja. Af þeim eru um 38.600 karlar en 11.600 konur. Konur eru mun vinsælli varamenn en aðalmenn í stjórnum. Alls eru um 33 þúsund varamenn skráðir í stjórnir íslenskra fyrirtækja, þar af rúmlega 14 þúsund konur, eða um 51 prósent. Konur voru um 10 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum árið 2009, þegar Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð efndu til sérstaks átaks til að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Þeim hefur því fjölgað verulega frá því sem þá var. Samantekt Creditinfo nær til allra fyrirtækja, en lög sem tóku gildi í september á síðasta ári gera þær kröfur að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn sé 40 prósent.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Hún segir að sú þróun sem þó hafi orðið gæti tengst því að fyrirtæki sem falli undir lögin hafi breytt samsetningu sinna stjórna. „Andrúmsloftið og vilji til verka er komið, en það átti enginn von á miklum breytingum strax. Við erum að breyta um stefnu á risavöxnu skipi og það tekur tíma,“ segir Þórdís. Hún segir vitað að stór hluti íslenskra fyrirtækja sé í eigu karlmanna, og í mörgum tilvikum séu eigendurnir einu stjórnarmennirnir. Herferðin til að auka hlut kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum beinist að stærri fyrirtækjum með fleiri stjórnarmenn og stjórnendum. Creditinfo vann samantekt fyrir Fréttablaðið í fyrra byggt á upplýsingum frá september 2012. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu milli samantekta fyrirtækisins hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað um eitt prósentustig. Með hæfilegri einföldun mætti því segja að fjölgi konum með sama hraða á næstu árum muni það taka 32 ár að koma hlutfalli kvenna í stjórnum í um það bil 50 prósent. Þegar einstakir hópar fyrirtækja eru skoðaðir má sjá að hjá Félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta í stjórnum, og eru rúmlega 54 prósent aðalmanna í stjórnum. Hlutfallið er líka talsvert yfir meðaltali hjá fyrirtækjum sem sinna fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu og rekstri veitingastaða og veitingareksturs, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Konur eru um 23 prósent aðalmanna í stjórnum íslenskra fyrirtækja, og hefur hlutfall kvenna hækkað lítillega á síðasta ári, samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Um 22 prósent aðalmanna voru konur í september 2012. Alls voru tæplega 33 þúsund fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá í desember í fyrra. Samtals sitja rúmlega 50 þúsund aðalmenn í stjórnum þessara fyrirtækja. Af þeim eru um 38.600 karlar en 11.600 konur. Konur eru mun vinsælli varamenn en aðalmenn í stjórnum. Alls eru um 33 þúsund varamenn skráðir í stjórnir íslenskra fyrirtækja, þar af rúmlega 14 þúsund konur, eða um 51 prósent. Konur voru um 10 prósent stjórnarmanna í fyrirtækjum árið 2009, þegar Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Viðskiptaráð efndu til sérstaks átaks til að hvetja fyrirtæki til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. Þeim hefur því fjölgað verulega frá því sem þá var. Samantekt Creditinfo nær til allra fyrirtækja, en lög sem tóku gildi í september á síðasta ári gera þær kröfur að hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn sé 40 prósent.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir það ekki koma á óvart að svo litlar breytingar hafi orðið á síðasta ári. Hún segir að sú þróun sem þó hafi orðið gæti tengst því að fyrirtæki sem falli undir lögin hafi breytt samsetningu sinna stjórna. „Andrúmsloftið og vilji til verka er komið, en það átti enginn von á miklum breytingum strax. Við erum að breyta um stefnu á risavöxnu skipi og það tekur tíma,“ segir Þórdís. Hún segir vitað að stór hluti íslenskra fyrirtækja sé í eigu karlmanna, og í mörgum tilvikum séu eigendurnir einu stjórnarmennirnir. Herferðin til að auka hlut kvenna í stjórnum og stjórnendastöðum beinist að stærri fyrirtækjum með fleiri stjórnarmenn og stjórnendum. Creditinfo vann samantekt fyrir Fréttablaðið í fyrra byggt á upplýsingum frá september 2012. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu milli samantekta fyrirtækisins hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað um eitt prósentustig. Með hæfilegri einföldun mætti því segja að fjölgi konum með sama hraða á næstu árum muni það taka 32 ár að koma hlutfalli kvenna í stjórnum í um það bil 50 prósent. Þegar einstakir hópar fyrirtækja eru skoðaðir má sjá að hjá Félagasamtökum og annarri þjónustustarfsemi eru konur í meirihluta í stjórnum, og eru rúmlega 54 prósent aðalmanna í stjórnum. Hlutfallið er líka talsvert yfir meðaltali hjá fyrirtækjum sem sinna fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu og rekstri veitingastaða og veitingareksturs, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira