Viðskipti innlent

Hanna nýja kísilmálmverksmiðju

Eva Bjarnadóttir skrifar
Helguvík.
Helguvík. Mynd/GVA
Rúmlega þrjú hundruð manns munu starfa við byggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Þá er talið að 160 ný störf skapist þegar framleiðsla verksmiðjunnar hefst, auk afleiddra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Thorsil ehf.

Thorsil ehf. gekk á föstudag frá samningi við verkfræðistofuna Mannvit um hönnun kísilmálmverksmiðjunnar sem reisa á í Helguvík. Mannvit mun í samstarfi við norsku verkfræðistofuna Norconsult AS hafa umsjón með hönnun, útboðum og byggingu verksmiðjunnar. Verðmæti samningsins er metið á 508 milljónir.

Vinna við umhverfismat vegna verksmiðjunnar stendur yfir og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Áætluð framleiðslugeta verksmiðjunnar er 54 þúsund tonn af kísilmálmi.

Samkomulag hefur verið gert við Landsvirkjun um kaup á 87 MW af raforku og unnið er að samningum um sölu framleiðslunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×