Almenningur fái skattaafslátt fyrir að fjárfesta í nýsköpun Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. janúar 2014 19:42 Auðvelda þarf almenningi að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir einn af stofnendum íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical. Þingmaður Framsóknarflokks vill rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Skortur er á fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi og verða mörg fyrirtæki undir í baráttunni um fjárfestingu. Sveinbjörn Höskuldsson, einn af stofendum nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical, kallar eftir því að almenningi verði veittur skattaafláttur fyrir að kaupa hlutabréf í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. „Það er klárlega eitthvað að fjárfestingarumhverfinu á Íslandi. Það þarf að auðvelda verulega almenningi að fjárfesta í sprotafyrirtækjum, jafnvel með skattaafslætti líkt og var veittur á tíunda áratugnum,“ segir Sveinbjörn.Lífeyrissjóðirnir taki þáttFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Sveinbirni. Hann telur að fjárfesting af hálfu almennings og sérstaklega lífeyrissjóða geti breytt miklu fyrir nýsköpun á Íslandi. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við veltum fyrir okkur þeirri spurningu hvort að lífeyrissjóðirnir, sem fjárfesta 100 - 120 milljarða á ári, afhverju þeir fjárfesta ekkert í nýsköpun. Það er mikilvægt að lífeyrissjóðir setji líka niður kartöflur til að byggja upp öflugt hagkerfi. Það er öllum lífeyrisþegum í hag,“ segir Frosti. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að stuðningur sé innan ríkisstjórnarinnar með að koma málinu í framkvæmd fyrir þinglok. „Ef að lífeyrissjóðir myndu setja, þó ekki nema eitt prósent - 1,2 milljarða á ári í fjárfestingu í nýsköpunarsjóð - þá geta þeir tekið þátt í því að byggja upp mjög öflugt hagkerfi og myndu ávaxta fé sitt mjög vel að mínu mati,“ bætir Frosti við. Málið er nú í höndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Starfshópur sem fjallaði um málið skilaði skýrslu til ráðherra seint á síðasta ári. Ráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi á næstu mánuðum þar sem almenningi verði veittur skattaafsláttur fyrir að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Auðvelda þarf almenningi að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir einn af stofnendum íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical. Þingmaður Framsóknarflokks vill rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Skortur er á fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi og verða mörg fyrirtæki undir í baráttunni um fjárfestingu. Sveinbjörn Höskuldsson, einn af stofendum nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical, kallar eftir því að almenningi verði veittur skattaafláttur fyrir að kaupa hlutabréf í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. „Það er klárlega eitthvað að fjárfestingarumhverfinu á Íslandi. Það þarf að auðvelda verulega almenningi að fjárfesta í sprotafyrirtækjum, jafnvel með skattaafslætti líkt og var veittur á tíunda áratugnum,“ segir Sveinbjörn.Lífeyrissjóðirnir taki þáttFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Sveinbirni. Hann telur að fjárfesting af hálfu almennings og sérstaklega lífeyrissjóða geti breytt miklu fyrir nýsköpun á Íslandi. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við veltum fyrir okkur þeirri spurningu hvort að lífeyrissjóðirnir, sem fjárfesta 100 - 120 milljarða á ári, afhverju þeir fjárfesta ekkert í nýsköpun. Það er mikilvægt að lífeyrissjóðir setji líka niður kartöflur til að byggja upp öflugt hagkerfi. Það er öllum lífeyrisþegum í hag,“ segir Frosti. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að stuðningur sé innan ríkisstjórnarinnar með að koma málinu í framkvæmd fyrir þinglok. „Ef að lífeyrissjóðir myndu setja, þó ekki nema eitt prósent - 1,2 milljarða á ári í fjárfestingu í nýsköpunarsjóð - þá geta þeir tekið þátt í því að byggja upp mjög öflugt hagkerfi og myndu ávaxta fé sitt mjög vel að mínu mati,“ bætir Frosti við. Málið er nú í höndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Starfshópur sem fjallaði um málið skilaði skýrslu til ráðherra seint á síðasta ári. Ráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi á næstu mánuðum þar sem almenningi verði veittur skattaafsláttur fyrir að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira