Almenningur fái skattaafslátt fyrir að fjárfesta í nýsköpun Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. janúar 2014 19:42 Auðvelda þarf almenningi að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir einn af stofnendum íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical. Þingmaður Framsóknarflokks vill rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Skortur er á fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi og verða mörg fyrirtæki undir í baráttunni um fjárfestingu. Sveinbjörn Höskuldsson, einn af stofendum nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical, kallar eftir því að almenningi verði veittur skattaafláttur fyrir að kaupa hlutabréf í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. „Það er klárlega eitthvað að fjárfestingarumhverfinu á Íslandi. Það þarf að auðvelda verulega almenningi að fjárfesta í sprotafyrirtækjum, jafnvel með skattaafslætti líkt og var veittur á tíunda áratugnum,“ segir Sveinbjörn.Lífeyrissjóðirnir taki þáttFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Sveinbirni. Hann telur að fjárfesting af hálfu almennings og sérstaklega lífeyrissjóða geti breytt miklu fyrir nýsköpun á Íslandi. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við veltum fyrir okkur þeirri spurningu hvort að lífeyrissjóðirnir, sem fjárfesta 100 - 120 milljarða á ári, afhverju þeir fjárfesta ekkert í nýsköpun. Það er mikilvægt að lífeyrissjóðir setji líka niður kartöflur til að byggja upp öflugt hagkerfi. Það er öllum lífeyrisþegum í hag,“ segir Frosti. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að stuðningur sé innan ríkisstjórnarinnar með að koma málinu í framkvæmd fyrir þinglok. „Ef að lífeyrissjóðir myndu setja, þó ekki nema eitt prósent - 1,2 milljarða á ári í fjárfestingu í nýsköpunarsjóð - þá geta þeir tekið þátt í því að byggja upp mjög öflugt hagkerfi og myndu ávaxta fé sitt mjög vel að mínu mati,“ bætir Frosti við. Málið er nú í höndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Starfshópur sem fjallaði um málið skilaði skýrslu til ráðherra seint á síðasta ári. Ráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi á næstu mánuðum þar sem almenningi verði veittur skattaafsláttur fyrir að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Auðvelda þarf almenningi að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir einn af stofnendum íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical. Þingmaður Framsóknarflokks vill rýmka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Skortur er á fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi og verða mörg fyrirtæki undir í baráttunni um fjárfestingu. Sveinbjörn Höskuldsson, einn af stofendum nýsköpunarfyrirtækisins Nox Medical, kallar eftir því að almenningi verði veittur skattaafláttur fyrir að kaupa hlutabréf í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. „Það er klárlega eitthvað að fjárfestingarumhverfinu á Íslandi. Það þarf að auðvelda verulega almenningi að fjárfesta í sprotafyrirtækjum, jafnvel með skattaafslætti líkt og var veittur á tíunda áratugnum,“ segir Sveinbjörn.Lífeyrissjóðirnir taki þáttFrosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Sveinbirni. Hann telur að fjárfesting af hálfu almennings og sérstaklega lífeyrissjóða geti breytt miklu fyrir nýsköpun á Íslandi. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við veltum fyrir okkur þeirri spurningu hvort að lífeyrissjóðirnir, sem fjárfesta 100 - 120 milljarða á ári, afhverju þeir fjárfesta ekkert í nýsköpun. Það er mikilvægt að lífeyrissjóðir setji líka niður kartöflur til að byggja upp öflugt hagkerfi. Það er öllum lífeyrisþegum í hag,“ segir Frosti. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að stuðningur sé innan ríkisstjórnarinnar með að koma málinu í framkvæmd fyrir þinglok. „Ef að lífeyrissjóðir myndu setja, þó ekki nema eitt prósent - 1,2 milljarða á ári í fjárfestingu í nýsköpunarsjóð - þá geta þeir tekið þátt í því að byggja upp mjög öflugt hagkerfi og myndu ávaxta fé sitt mjög vel að mínu mati,“ bætir Frosti við. Málið er nú í höndum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Starfshópur sem fjallaði um málið skilaði skýrslu til ráðherra seint á síðasta ári. Ráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi á næstu mánuðum þar sem almenningi verði veittur skattaafsláttur fyrir að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum.
Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira