Framleiðslustopp hjá Saab vegna fjárskorts Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2014 14:30 Í verksmiðju Saab í Trollhattan í Svíþjóð. Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent
Það ætlar ekki af Saab að ganga. Í desember síðastliðnum hófst aftur framleiðsla Saab bíla í höfuðstöðvunum í Trollhattan í Svíþjóð og var þar framleiddur óbreyttur Saab 9-3 fólksbíllinn, en meiningin var svo að breyta framleiðslunni í rafmagnsbíla. Nú hefur framleiðslunni verið hætt vegna þess að nýir eigendur Saab eru ekki viljugir til að halda áfram að dæla peningum í fyrirtækið. Það eru kínversku fyrirtækin Qingbo Investments og National Modern Energy Holdings sem nú eiga Saab og stofnuðu National Electric Vehicle Sweden AB (NEVS) utan um nýjan rekstur Saab. Þau hafa nú hikstað í viðreisninni á Saab og lokað buddum sínum. Fyrstu bílarnir sem fullframleiddir voru fóru á markað í síðasta mánuði. NEVS er að reyna að fá tvo aðra ónefnda bílaframleiðendur til að taka þátt í viðreisn Saab, leggja fé til rekstrarins og auk þess leggja til íhluti til framleiðslunnar. Vonandi gengur það allt eftir svo ekki þurfi að loka hurðunum enn og aftur hjá Saab, með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks þar.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent