Tim Duncan náði merkum áfanga í nótt þegar hann jafnaði met Magic Johnson yfir flestar tvöfaldar tvennur (þ.e. þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í tveimur tölfræðiþáttum) í úrslitakeppni NBA deildarinnar.
Hinn 38 ára gamli Duncan skoraði 18 stig og tók 15 fráköst þegar San Antonio Spurs tapaði, 98-96, fyrir Miami í öðrum leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar. Þetta var í 157. sinn sem hann er með tvöfalda tvennu í leik í úrslitakeppni.
Hann náði sinni fyrstu tvennu í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 1998, þegar hann skoraði 32 stig og tók tíu fráköst í sigri San Antonio á Pheonix Suns.
Flestar tvennur í úrslitakeppni NBA deildarinnar:
Tim Duncan - 157
Magic Johnson - 157
Wilt Chamberlain - 143
Shaquille O'Neal - 142
Bill Russell - 137
