Körfubolti

San Antonio vann fyrsta leikinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
San Antonio Spurs er komið 1-0 yfir gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur í fyrsta leiknum á heimavelli sínum í nótt, 110-95.

Spurs tók á mikinn sprett í fjórða leikhlutanum sem það vann, 36-17, en heimamenn skoruðu 31 stig á móti níu stigum Miami á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggðu sér sigurinn.

Tim Duncan var frábær í liði Spurs en hann skoraði 21 stig og tók 10 fráköst. Hann hitti úr níu af tíu skotum sínum í teignum og þremur af fjórum vítaskotum. Hreint mögnuð skotnýting.

Tony Parker skilaði 19 stigum og 8 stoðsendingum en eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skilaði sigrinum hjá Spurs. Sjö leikmenn skoruðu níu stig eða meira.

LeBron James skoraði 25 stig fyrir Miami, Dwayne Wade 19 stig og Chris Bosh 18 stig. Ray Allen kom einnig sterkur inn af bekknum að vanda og skoraði 16 stig en hann hitti úr þremur af átta þriggja stiga skotum sínum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×