San Antonio byrjaði leikinn betur og var sjö stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta, 26-17.
Miami náði áttum í öðrum leikhluta og staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 43-43.
James tók svo yfir í þriðja leikhluta þar sem hann setti niður hvert skotið á fætur öðru. San Antonio hafði þó eins stigs forystu, 78-77, eftir þriðja leikhlutann.
Miami tryggði sér svo sigurinn í fjórða leikhluta, en miklu munaði um slaka vítanýtingu heimamanna í leiknum, en hún var aðeins 60%.
Lokatölur 98-96, Miami í vil. Næsti leikur liðanna fer fram í Miami aðfaranótt miðvikudags.
James var sem áður sagði stigahæstur í liði Miami, en næstur kom Chris Bosh með 18 stig. Rashard Lewis og Dwayne Wade skoruðu 14 stig hvor, en sá síðarnefndi tók einnig sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio, en hann skoraði 21 stig og gaf sjö stoðsendingar. Tim Duncan stóð einnig fyrir sínu með 18 stig og 15 fráköst.
Argentínumaðurinn Manu Ginobili skilaði 19 stigum af bekknum og þá átti Boris Diaw fínan leik með sjö stig, tíu fráköst og fimm stoðsendingar á 32 mínútum.