Hvernig skilgreinum við farsæld og góðan árangur? 26. nóvember 2014 07:00 Fyrr í mánuðinum sat ég fund með hópi stjórnenda sem saman hafa náð miklum árangri í að byggja upp sitt fyrirtæki. Það er að segja ef við skilgreinum góðan árangur sem það að sexfalda veltu og fimmfalda fjölda starfsmanna á fimm árum. Örum vexti hafa fylgt hinar ýmsu áskoranir og má segja að þessum stjórnendahópi finnist hann oft vera að eltast við skottið á sjálfum sér. Sjaldnar finna þau orðið tíma til að hittast og staldra nægilega lengi við til þess að taka stöðuna á hvert þau eru komin og hvert þau eru að stefna.Farið yfir stöðunaÞó eiga slíkir fundardagar sér stað hjá þeim tvisvar á ári þar sem ég hef það skemmtilega verkefni að aðstoða þau við stíga upp úr daglegu keyrslunni og fara yfir núverandi stöðu, framtíðarmarkmið, forgangsröðun og aðgerðaplön. Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með dýnamísku teymi ítrekað fara fram úr eigin væntingum og á síðasta fundi var ljóst að fyrirtækið var komið á stað sem þau hefði aldrei dreymt um fyrir aðeins þremur árum. Þrátt fyrir þetta var hópurinn ekki endilega á því að skilgreina þennan mikla uppgang sem góðan árangur. Umsvif og velta höfðu aukist til muna en það sama mátti segja um flækjustigin. Yfirsýnin var minni, erfiðara reyndist að finna fólk til að vinna sérhæfðari störf, samskipti voru stopulli, álagið og stressið meira, þjónusta við viðskiptavini ekki jafn góð, flókið var að innleiða ný kerfi og ferla sem stærri rekstur krafðist og mótstaða við breytingum áskorun sem þau voru öll að takast á við. Árlegur hagnaður hafði ekki heldur verið í samræmi við aukna veltu enda aukinn kostnaður fylgt auknum umsvifum.Mikill sannleikurVeltu teymið fyrir sér hvort þau ættu óhikað að stefna að frekari vexti eða hvort þau ættu að taka í taumana. Upp kom þá spurningin; hvað er það sem við í rauninni skilgreinum sem farsæld og góðan árangur? Um stund rak þau í rogastans því þeim varð ljóst að þau höfðu í raun aldrei skilgreint sín á milli hvað farsæld og árangur merktu. Í kjölfar umræðu sem skapaðist frá einfaldri spurningu breyttist ýmislegt, djarfar ákvarðanir voru teknar og stefnan varð mun skýrari. Hefur þessi spurning setið í mér síðan og mæli ég eindregið með að fólk prófi hana á sjálfu sér og öðrum. Mikill sannleikur getur leynst þarna á bak við en án þess að spyrja gætum við verið að draga úr skýrri sýn og getu eða jafnvel endað á að fara langt fram úr okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum sat ég fund með hópi stjórnenda sem saman hafa náð miklum árangri í að byggja upp sitt fyrirtæki. Það er að segja ef við skilgreinum góðan árangur sem það að sexfalda veltu og fimmfalda fjölda starfsmanna á fimm árum. Örum vexti hafa fylgt hinar ýmsu áskoranir og má segja að þessum stjórnendahópi finnist hann oft vera að eltast við skottið á sjálfum sér. Sjaldnar finna þau orðið tíma til að hittast og staldra nægilega lengi við til þess að taka stöðuna á hvert þau eru komin og hvert þau eru að stefna.Farið yfir stöðunaÞó eiga slíkir fundardagar sér stað hjá þeim tvisvar á ári þar sem ég hef það skemmtilega verkefni að aðstoða þau við stíga upp úr daglegu keyrslunni og fara yfir núverandi stöðu, framtíðarmarkmið, forgangsröðun og aðgerðaplön. Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með dýnamísku teymi ítrekað fara fram úr eigin væntingum og á síðasta fundi var ljóst að fyrirtækið var komið á stað sem þau hefði aldrei dreymt um fyrir aðeins þremur árum. Þrátt fyrir þetta var hópurinn ekki endilega á því að skilgreina þennan mikla uppgang sem góðan árangur. Umsvif og velta höfðu aukist til muna en það sama mátti segja um flækjustigin. Yfirsýnin var minni, erfiðara reyndist að finna fólk til að vinna sérhæfðari störf, samskipti voru stopulli, álagið og stressið meira, þjónusta við viðskiptavini ekki jafn góð, flókið var að innleiða ný kerfi og ferla sem stærri rekstur krafðist og mótstaða við breytingum áskorun sem þau voru öll að takast á við. Árlegur hagnaður hafði ekki heldur verið í samræmi við aukna veltu enda aukinn kostnaður fylgt auknum umsvifum.Mikill sannleikurVeltu teymið fyrir sér hvort þau ættu óhikað að stefna að frekari vexti eða hvort þau ættu að taka í taumana. Upp kom þá spurningin; hvað er það sem við í rauninni skilgreinum sem farsæld og góðan árangur? Um stund rak þau í rogastans því þeim varð ljóst að þau höfðu í raun aldrei skilgreint sín á milli hvað farsæld og árangur merktu. Í kjölfar umræðu sem skapaðist frá einfaldri spurningu breyttist ýmislegt, djarfar ákvarðanir voru teknar og stefnan varð mun skýrari. Hefur þessi spurning setið í mér síðan og mæli ég eindregið með að fólk prófi hana á sjálfu sér og öðrum. Mikill sannleikur getur leynst þarna á bak við en án þess að spyrja gætum við verið að draga úr skýrri sýn og getu eða jafnvel endað á að fara langt fram úr okkur sjálfum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun