Arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja Haukur Þór Hauksson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Ef Ísland ætlar að halda samkeppnishæfni sinni í sjávarútvegi á erlendum mörkuðum er mikilvægt að fyrirtæki í sjávarútvegi séu vel fjármögnuð, fjárfesti mikið og skili góðri afkomu. Ef ekki verður hægt að gera samkeppnishæfar arðsemiskröfur á sjávarútvegsfyrirtæki leita fjárfestingar og fjármagn í aðra valkosti og samkeppnishæfni greinarinnar minnkar. Af umræðunni að undanförnu að dæma má ætla að einhverjum þyki það tortryggilegt að sjávarútvegsfyrirtæki greiði út arð til hluthafa sinna. Í umræðunni er fjárhæðum arðgreiðslna nokkurra stórra sjávarútvegsfyrirtækja slegið fram og svo dregnar af þeim sterkar ályktanir um atvinnugreinina í heild án nokkurrar frekari greiningar á samhengi hlutanna.Forðumst fullyrðingar Það er varasamt að fullyrða eitthvað um öll sjávarútvegsfyrirtæki út frá afkomu nokkurra. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi eru mörg hundruð talsins og eru mjög mismunandi að stærð og gerð víðsvegar um land allt. Fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa mikið fjármagn til starfseminnar, nauðsynleg fjárbinding í fastafjármunum í sjávarútvegi er sérstaklega mikil í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Hjá sumum fyrirtækjum gengur vel á meðan önnur berjast í bökkum og á því eru margar skýringar. Maður myndi til dæmis fara varlega í að fullyrða að auðvelt sé að reka smásöluverslun á Íslandi með góðum árangri þótt Hagar hf. hafi verið reknir með myndarlegum hagnaði undanfarin ár og skilað mjög hárri ávöxtun eigin fjár. Þegar einstaklingar eða félög leitast við að ávaxta fjármuni koma til greina ýmsir valkostir. Sumir freista þess að fara út í eigin atvinnurekstur á meðan aðrir setja fjármuni í eitthvað sem þeir hafa trú á, án þess að fást endilega sjálfir við fyrirtækjarekstur. Þannig er hægt að leggja fjármuni inn á banka og fá fyrir það vaxtatekjur eða kaupa skuldabréf, verðtryggð eða óverðtryggð, sem gefa vaxtatekjur. Þá er einnig hægt að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum.Á að gera lægri ávöxtunarkröfur? Af fjárfestingu í hlutabréfum fást ekki vaxtatekjur, líkt og af bankainnstæðum og skuldabréfum, heldur arðgreiðslur. Arðgreiðslur geta hlutafjáreigendur þó aðeins fengið ef fyrirtækin sem hluthafarnir eiga hluti í eru rekin með hagnaði. Í einföldu máli takmarkast mögulegt umfang arðgreiðslna við uppsafnaðan hagnað fyrirtækjanna. Í Kauphöll Íslands eru skráð fjölmörg fyrirtæki sem hægt er að kaupa hluti í. Fyrirtækin eru mismunandi að stærð og starfa á mismunandi sviðum. Má þar nefna: Marel hf. (tæknifyrirtæki), N1 hf. (olíufélag), Össur hf. (stoðtækjaframleiðandi), Haga hf. (smásöluverslun), Nýherja hf. (tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki), Icelandair Group hf. (flugfélag) og HB Granda hf. (sjávarútvegsfyrirtæki). Fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöll Íslands eiga það öll sameiginlegt að keppast við að skila góðri afkomu til að hluthafarnir fái arð af fjárfestingu sinni. Sum fyrirtækjanna hafa sett sér arðgreiðslustefnu þar sem gjarnan er miðað við að arðgreiðslur nemi ákveðnu hlutfalli af hagnaði eftir skatta og ákveðið hlutfall hagnaðar sé notað til uppbyggingar og vaxtar. Af hverju ætti sá sem setur fjármuni í hlutabréf í stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, HB Granda hf., að gera lægri ávöxtunarkröfu til fjármunanna en hann myndi gera til fjárfestinga í hlutabréfum annarra fyrirtækja í Kauphöllinni – sem hann metur af svipaðri áhættu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Ísland ætlar að halda samkeppnishæfni sinni í sjávarútvegi á erlendum mörkuðum er mikilvægt að fyrirtæki í sjávarútvegi séu vel fjármögnuð, fjárfesti mikið og skili góðri afkomu. Ef ekki verður hægt að gera samkeppnishæfar arðsemiskröfur á sjávarútvegsfyrirtæki leita fjárfestingar og fjármagn í aðra valkosti og samkeppnishæfni greinarinnar minnkar. Af umræðunni að undanförnu að dæma má ætla að einhverjum þyki það tortryggilegt að sjávarútvegsfyrirtæki greiði út arð til hluthafa sinna. Í umræðunni er fjárhæðum arðgreiðslna nokkurra stórra sjávarútvegsfyrirtækja slegið fram og svo dregnar af þeim sterkar ályktanir um atvinnugreinina í heild án nokkurrar frekari greiningar á samhengi hlutanna.Forðumst fullyrðingar Það er varasamt að fullyrða eitthvað um öll sjávarútvegsfyrirtæki út frá afkomu nokkurra. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi eru mörg hundruð talsins og eru mjög mismunandi að stærð og gerð víðsvegar um land allt. Fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa mikið fjármagn til starfseminnar, nauðsynleg fjárbinding í fastafjármunum í sjávarútvegi er sérstaklega mikil í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Hjá sumum fyrirtækjum gengur vel á meðan önnur berjast í bökkum og á því eru margar skýringar. Maður myndi til dæmis fara varlega í að fullyrða að auðvelt sé að reka smásöluverslun á Íslandi með góðum árangri þótt Hagar hf. hafi verið reknir með myndarlegum hagnaði undanfarin ár og skilað mjög hárri ávöxtun eigin fjár. Þegar einstaklingar eða félög leitast við að ávaxta fjármuni koma til greina ýmsir valkostir. Sumir freista þess að fara út í eigin atvinnurekstur á meðan aðrir setja fjármuni í eitthvað sem þeir hafa trú á, án þess að fást endilega sjálfir við fyrirtækjarekstur. Þannig er hægt að leggja fjármuni inn á banka og fá fyrir það vaxtatekjur eða kaupa skuldabréf, verðtryggð eða óverðtryggð, sem gefa vaxtatekjur. Þá er einnig hægt að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum.Á að gera lægri ávöxtunarkröfur? Af fjárfestingu í hlutabréfum fást ekki vaxtatekjur, líkt og af bankainnstæðum og skuldabréfum, heldur arðgreiðslur. Arðgreiðslur geta hlutafjáreigendur þó aðeins fengið ef fyrirtækin sem hluthafarnir eiga hluti í eru rekin með hagnaði. Í einföldu máli takmarkast mögulegt umfang arðgreiðslna við uppsafnaðan hagnað fyrirtækjanna. Í Kauphöll Íslands eru skráð fjölmörg fyrirtæki sem hægt er að kaupa hluti í. Fyrirtækin eru mismunandi að stærð og starfa á mismunandi sviðum. Má þar nefna: Marel hf. (tæknifyrirtæki), N1 hf. (olíufélag), Össur hf. (stoðtækjaframleiðandi), Haga hf. (smásöluverslun), Nýherja hf. (tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki), Icelandair Group hf. (flugfélag) og HB Granda hf. (sjávarútvegsfyrirtæki). Fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöll Íslands eiga það öll sameiginlegt að keppast við að skila góðri afkomu til að hluthafarnir fái arð af fjárfestingu sinni. Sum fyrirtækjanna hafa sett sér arðgreiðslustefnu þar sem gjarnan er miðað við að arðgreiðslur nemi ákveðnu hlutfalli af hagnaði eftir skatta og ákveðið hlutfall hagnaðar sé notað til uppbyggingar og vaxtar. Af hverju ætti sá sem setur fjármuni í hlutabréf í stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, HB Granda hf., að gera lægri ávöxtunarkröfu til fjármunanna en hann myndi gera til fjárfestinga í hlutabréfum annarra fyrirtækja í Kauphöllinni – sem hann metur af svipaðri áhættu?
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun