Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2014 20:30 Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00