Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2014 20:30 Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Norðfjarðarhöfn taldist í fyrra stærsta fiskihöfn landsins, talið í lönduðum afla, og sístækkandi fiskiskip kalla á enn stærri höfn. Byrjað var í fyrra á að færa hafnargarðana í botni Norðfjarðar lengra út til að skapa meira rými innan hafnar. „Hún var bara orðin alltof lítil, - það mikil umsvif í henni að það þurfti að stækka hana,“ segir bæjarstjórinn. Viðlegukantur var lengdur um 60 metra, höfnin dýpkuð og ný smábátahöfn gerð ásamt nýrri löndunaraðstöðu. „Þannig að þetta eru miklar framkvæmdir og þeim er ekki lokið enn.“Síld landað úr Beiti NK á Norðfirði. Nýja smábátahöfnin fyrir aftan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Áætlað er að um fjórðungur af útflutningstekjum þjóðarinnar skapist í höfnum Fjarðabyggðar, þar vega þyngst Norðfjarðarhöfn og Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. „Já, það eru alveg gríðarleg verðmæti sem eru að koma,“ segir Páll Björgvin og bætir við að höfninni fylgi jafnframt miklir flutningar um Oddsskarð. Ný Norðfjarðargöng muni því hjálpa til að koma vörum úr Neskaupstað en hluta þeirra er skipað út frá Reyðarfirði. Þetta eru raunar mestu hafnarframkvæmdir sem standa yfir á landinu, ef frá eru taldar Faxaflóahafnir. Venjulega greiðir ríkissjóður 80% af hafnargerð, nema í tilviki þeirra hafna sem hafa nægilegar tekjur til að standa sjálfar undir slíkum framkvæmdum, og það gildir um hafnir Fjarðabyggðar. Bæjarstjórinn áætlar að kostnaður verði um 800 milljónir króna, þegar framkvæmdum lýkur vð höfnina. „Reyndar er þróunin svo mikil að það er strax farið að tala um hvernig við munum stækka hana enn frekar.“Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Tengdar fréttir Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00