Viðskipti erlent

Gosdrykkja minnkar

Freyr Bjarnason skrifar
Gosið á undir högg að sækja.
Gosið á undir högg að sækja. Mynd/GettyImages
Sala Coca-Cola, stærsta drykkjarvöruframleiðanda heims, á gosdrykkjum féll á heimsvísu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er í fyrsta sinn sem gosdrykkjasalan fellur í fimmtán ár. Hins vegar jókst sala fyrirtækisins á goslausum drykkjum á sama tíma.

Hagnaður Coca-Cola á fyrsta ársfjórðungi lækkaði úr 1,75 milljörðum dala á síðasta ári í 1,62 milljarða. Margir gjaldmiðlar hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar sem skýrir samdráttinn að einhverju leyti.

Fjármálastjóri Coca-Cola, Gary Fayard, kennir tímasetningu páskanna um fallið, en þeir lenda á öðrum fjórðungi þessa árs í stað hins fyrsta.

Gosdrykkja hefur átt undir högg að sækja í þróaðri löndum eins og Bandaríkjunum árum saman, þar sem talið er að hún ýti undir þyngdaraukningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×