Viðurkenna ekki kjör nýs formanns 7. febrúar 2014 11:10 Miklar deilur hafa spunnist upp í tengslum við formannskjör í málfundafélaginu Óðinn. GVA Ólafur Hrólfsson, sem titlar sig sem formann málfundafélagsins Óðins í yfirlýsingu til fréttastofu, neitar að viðurkenna kjör nýs formanns sem var kjörinn á fundi í gærkvöldi. Ólafur segir Eirík Ingvarsson, sem hlaut kjör á fundinum, ekki vera löglega kjörinn og segir allar venjur og reglur Sjálfstæðisflokksins hafa verið þverbrotnar í kjörinu. Hið sama gildi um átta manna stjórn sem var kjörin til að starfa með Eiríki. Óeining ríkir því um hver sé formaður félagsins og hverjir skipi stjórn þess. „Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar,“ segir í yfirlýsingu sem lögmaður Ólafs sendi frá sér nú í morgun. „Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa,“ segir þar að auki.Vildi ekki tjá sig um hvers vegna fundinum var frestað Fundurinn var boðaður klukkan 17.30 í gær, þann 6. febrúar, með viku fyrirvara. Fundarmönnum barst síðan klukkan 16.25 tölvupóstur þar sem eftirfarandi kom fram:„Aðalfundi Málfundafélagsins Óðins sem vera átti í dag, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17.30 er frestað af óviðráðanlegum ástæðum um óákveðinn tíma. Til nýs fundar verður boðað með auglýsingu.Stjórnin“Í samtali við fréttastofu neitaði Ólafur að tjá sig um hvers vegna fundinum hafi verið frestað. „Það er ekki fyrir alla að vita," segir Ólafur. Hér má sjá yfirlýsingu Ólafs í heild sinni:„Í samræmi við lög Óðins, málfundafélags í Verkalýðsráði Sjálfstæðisflokksins, auglýsti stjórn aðalfund félagsins með viku fyrirvara og skyldi halda fundinn í gær, 6. febrúar.Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út án þess að framboð bærust stjórn félagsins.Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar.Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa.Stóð stjórn Óðins þá frammi fyrir því annars vegar að lýsa framboðið sem þannig hafði borist stjórninni ólögmætt og halda fundinn eða fresta fundi hins vegar þannig að öllum sem áhuga hafa á að gegna trúnaðarstörfum gefist færi á að skila inn löglegu framboði.Með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi valdi stjórnin seinni kostinn og verður aðalfundur Óðins boðaður á ný á allra næstu dögum.Stjórn Óðins bindur vonir við allir viðkomandi dragi lærdóm af mistökum framangreindra starfsmanna Sjálfstæðisflokksins svo að uppákoma á borð við þá sem varð í gær endurtaki sig ekki í flokksstarfinu.Ólafur Hrólfsson, formaður stjórnar Óðins, málfundafélags." Tengdar fréttir Aðalfundi Óðins frestað: „Léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti“ Nýr formaður Málfundafélagsins Óðins var kosinn á fundi í kvöld, sem haldinn var þrátt fyrir að hafa verið frestað fyrr í dag. 6. febrúar 2014 18:31 „Það heldur enginn fund í nafni félags nema stjórn félagsins“ Ólafur Ingi Hrólfsson, meðlimur Málfundafélagsins Óðins, segist enn vera formaður félagsins. Hann segir fund félagsins í kvöld, þar sem kjörinn var nýr formaður, vera ólöglegan. 6. febrúar 2014 23:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ólafur Hrólfsson, sem titlar sig sem formann málfundafélagsins Óðins í yfirlýsingu til fréttastofu, neitar að viðurkenna kjör nýs formanns sem var kjörinn á fundi í gærkvöldi. Ólafur segir Eirík Ingvarsson, sem hlaut kjör á fundinum, ekki vera löglega kjörinn og segir allar venjur og reglur Sjálfstæðisflokksins hafa verið þverbrotnar í kjörinu. Hið sama gildi um átta manna stjórn sem var kjörin til að starfa með Eiríki. Óeining ríkir því um hver sé formaður félagsins og hverjir skipi stjórn þess. „Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar,“ segir í yfirlýsingu sem lögmaður Ólafs sendi frá sér nú í morgun. „Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa,“ segir þar að auki.Vildi ekki tjá sig um hvers vegna fundinum var frestað Fundurinn var boðaður klukkan 17.30 í gær, þann 6. febrúar, með viku fyrirvara. Fundarmönnum barst síðan klukkan 16.25 tölvupóstur þar sem eftirfarandi kom fram:„Aðalfundi Málfundafélagsins Óðins sem vera átti í dag, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17.30 er frestað af óviðráðanlegum ástæðum um óákveðinn tíma. Til nýs fundar verður boðað með auglýsingu.Stjórnin“Í samtali við fréttastofu neitaði Ólafur að tjá sig um hvers vegna fundinum hafi verið frestað. „Það er ekki fyrir alla að vita," segir Ólafur. Hér má sjá yfirlýsingu Ólafs í heild sinni:„Í samræmi við lög Óðins, málfundafélags í Verkalýðsráði Sjálfstæðisflokksins, auglýsti stjórn aðalfund félagsins með viku fyrirvara og skyldi halda fundinn í gær, 6. febrúar.Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út án þess að framboð bærust stjórn félagsins.Skömmu áður en fundurinn átti að hefjast, kom í ljós að fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og starfsmaður hans höfðu veitt viðtöku framboði frá hópi félagsmanna án þess að greina stjórn félagsins frá eða koma framboðstilkynningu til hennar.Eru þessi vinnubrögð fráfarandi framkvæmdastjóra án fordæma í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þau eru brot á öllum reglum og venjum sem í flokksstarfinu gilda. Er þetta einsdæmi í sögu flokksins og hafa engar skýringar verið veittar vegna þessa.Stóð stjórn Óðins þá frammi fyrir því annars vegar að lýsa framboðið sem þannig hafði borist stjórninni ólögmætt og halda fundinn eða fresta fundi hins vegar þannig að öllum sem áhuga hafa á að gegna trúnaðarstörfum gefist færi á að skila inn löglegu framboði.Með sanngirnissjónarmið að leiðarljósi valdi stjórnin seinni kostinn og verður aðalfundur Óðins boðaður á ný á allra næstu dögum.Stjórn Óðins bindur vonir við allir viðkomandi dragi lærdóm af mistökum framangreindra starfsmanna Sjálfstæðisflokksins svo að uppákoma á borð við þá sem varð í gær endurtaki sig ekki í flokksstarfinu.Ólafur Hrólfsson, formaður stjórnar Óðins, málfundafélags."
Tengdar fréttir Aðalfundi Óðins frestað: „Léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti“ Nýr formaður Málfundafélagsins Óðins var kosinn á fundi í kvöld, sem haldinn var þrátt fyrir að hafa verið frestað fyrr í dag. 6. febrúar 2014 18:31 „Það heldur enginn fund í nafni félags nema stjórn félagsins“ Ólafur Ingi Hrólfsson, meðlimur Málfundafélagsins Óðins, segist enn vera formaður félagsins. Hann segir fund félagsins í kvöld, þar sem kjörinn var nýr formaður, vera ólöglegan. 6. febrúar 2014 23:13 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Aðalfundi Óðins frestað: „Léleg vinnubrögð að koma fram við fólk með þessum hætti“ Nýr formaður Málfundafélagsins Óðins var kosinn á fundi í kvöld, sem haldinn var þrátt fyrir að hafa verið frestað fyrr í dag. 6. febrúar 2014 18:31
„Það heldur enginn fund í nafni félags nema stjórn félagsins“ Ólafur Ingi Hrólfsson, meðlimur Málfundafélagsins Óðins, segist enn vera formaður félagsins. Hann segir fund félagsins í kvöld, þar sem kjörinn var nýr formaður, vera ólöglegan. 6. febrúar 2014 23:13