Ferrari kynnti nýja bílinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2014 22:15 Alonso og Raikkonen við nýja bílinn. Mynd/Ferrari Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso og Kimi Raikkonen voru að sjálfsögðu rauðklæddir þegar ítalski risinn Ferrari kynnti F14 T bílinn sem kapparnir munu notast við á tímabilinu sem senn fer í hönd. Bíllinn sem sá sextándi sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu 1 en hann hefur verið í hönnun undanfarin tvö ár. Kosning um nafn á bílinn fór fram á heimasíðu félagsins. Nýi bíllinn er með 1,6 lítra túrbó V6 vél og með nýtt nef í takt við breytingar á reglum keppninnar. McLaren kynnti einmitt nýjan bíl sinn í gær með öðruvísi útfærslu á nefinu. Nýju reglurnar miða að því að auka öryggi ökuþóra. Illa hefur gengið hjá Ferrari undanfarin ár. Alonso hefur mátt sætta sig við að hafna þrívegis í öðru sæti og einu sinni í fjórða sæti á árum sínum fjórum hjá Ferrari. Hann tók sæti Raikkonen árið 2010 en Finninn er nú mættur aftur í herbúðir ítalska félagsins.Hér má sjá myndband sem Ferrari sendi frá sér í tilefni dagsins. Það er skyggnst á bak við tjöldin í hönnunarferli nýja ökutækisins.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira