Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Haraldur Guðmundsson skrifar 3. mars 2014 13:19 Fokker-vélarnar eru aðallega notaðar í innanlandsflug. Vísir/Stefán Stjórnendur Flugfélags Íslands skoða nú hvort Fokker 50-vélum félagsins verði skipt út fyrir vélar frá kanadíska fyrirtækinu Bombardier Aerospace. Engin ákvörðun hefur verið tekin um kaup en koma kanadísku vélanna gæti fjölgað ferðum í millilandaflugi. „Þetta hefur í rauninni alltaf legið fyrir og við erum að velta fyrir okkur hvenær eða hvort við munum skipta Fokker-vélunum út. Einhvern tímann kemur að því að vélarnar fara úr rekstri en þær voru framleiddar á árunum 1991-1992,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Félagið á fimm fimmtíu sæta Fokker 50-farþegavélar og tvær 37 sæta vélar af gerðinni Bombardier Q200. Bombardier-vélarnar voru framleiddar árið 1996 en Flugfélag Íslands keypti þær árið 2012. Þær eru að sögn Árna hentugar til lendingar á stuttum flugbrautum og því kjörnar í áætlunarflug fyrirtækisins til Grænlands. „Frá því við tókum inn þessar 37 sæta vélar hefur það alltaf legið fyrir að það væri skynsamlegt að horfa til stærri útgáfunnar af þessum Bombardier-vélum sem eru af gerðinni Q400, þar sem Fokkerinn er ekki framleiddur lengur,“ segir Árni. Hann segir það einnig inni í myndinni að nota Fokker-vélarnar áfram næstu fimm til tíu árin. Þær henta að hans sögn vel til innanlandsflugs því þær eyða tiltölulega litlu eldsneyti miðað við aldur. Kaup á Bombardier-vélunum gætu hins vegar leitt til þess að fyrirtækið bjóði aftur upp á millilandaflug. „Við erum fyrst og fremst að horfa á innanlandsmarkaðinn en auðvitað myndi þetta opna á ýmsa möguleika. Við höfum svo sem áður flogið Fokkerunum til Noregs og Glasgow í áætlunarflugi en það eru reyndar um tuttugu ár síðan. Þessi Q400-vél er hraðfleygari en Fokkerinn og því gætu opnast auknir möguleikar á millilandaflugi.“ Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stjórnendur Flugfélags Íslands skoða nú hvort Fokker 50-vélum félagsins verði skipt út fyrir vélar frá kanadíska fyrirtækinu Bombardier Aerospace. Engin ákvörðun hefur verið tekin um kaup en koma kanadísku vélanna gæti fjölgað ferðum í millilandaflugi. „Þetta hefur í rauninni alltaf legið fyrir og við erum að velta fyrir okkur hvenær eða hvort við munum skipta Fokker-vélunum út. Einhvern tímann kemur að því að vélarnar fara úr rekstri en þær voru framleiddar á árunum 1991-1992,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Félagið á fimm fimmtíu sæta Fokker 50-farþegavélar og tvær 37 sæta vélar af gerðinni Bombardier Q200. Bombardier-vélarnar voru framleiddar árið 1996 en Flugfélag Íslands keypti þær árið 2012. Þær eru að sögn Árna hentugar til lendingar á stuttum flugbrautum og því kjörnar í áætlunarflug fyrirtækisins til Grænlands. „Frá því við tókum inn þessar 37 sæta vélar hefur það alltaf legið fyrir að það væri skynsamlegt að horfa til stærri útgáfunnar af þessum Bombardier-vélum sem eru af gerðinni Q400, þar sem Fokkerinn er ekki framleiddur lengur,“ segir Árni. Hann segir það einnig inni í myndinni að nota Fokker-vélarnar áfram næstu fimm til tíu árin. Þær henta að hans sögn vel til innanlandsflugs því þær eyða tiltölulega litlu eldsneyti miðað við aldur. Kaup á Bombardier-vélunum gætu hins vegar leitt til þess að fyrirtækið bjóði aftur upp á millilandaflug. „Við erum fyrst og fremst að horfa á innanlandsmarkaðinn en auðvitað myndi þetta opna á ýmsa möguleika. Við höfum svo sem áður flogið Fokkerunum til Noregs og Glasgow í áætlunarflugi en það eru reyndar um tuttugu ár síðan. Þessi Q400-vél er hraðfleygari en Fokkerinn og því gætu opnast auknir möguleikar á millilandaflugi.“
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira