Keflvíkingar hafa fengið miðherjann Davíð Pál Hermannsson frá Haukum. Þetta kemur fram á karfan.is.
Davíð, sem er 29 ára, skoraði 7,2 stig og tók 3,3 fráköst að meðaltali í leik með Haukum í deildarkeppninni í fyrra.
Davíð lék með Grindavík til ársins 2009 og gekk svo í raðir Hauka fyrir tímabilið 2010-11.
Keflvíkingar, sem leika undir stjórn Helga Jónasar Guðfinssonar á næstu leiktíð, hefja leik í Domino's deildinni gegn Skallagrími í Borgarnesi 9. október næstkomandi.
Keflavík þéttir raðirnar
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn


KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn


Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn

