Sparifé 30 þúsund Íslendinga úr hættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2014 15:29 Höfuðstöðvar Allianz. Vísir/AFP Seðlabanki Íslands hefur gert samkomulag varðandi samninga sem Allianz á Íslandi hefur boðið viðskiptavinum sínum hér á landi. Samkomulagið gerir erlenda tryggingafélaginu og viðskiptavinum þess hér á landi kleift að viðhalda óbreyttu samningssambandi. Er þannig komið í veg fyrir mögulegt tjón neytenda samhliða því að draga úr neikvæðum áhrifum samninganna á greiðslujöfnuð Íslands. Með því er stuðlað að frekari stöðugleika í greiðslujafnaðar- og gengismálum hér á landi, í samræmi við markmið laga um gjaldeyrismál og reglna settra á grundvelli þeirra að því er segir í tilkynningu frá Seðalbankanum. Fyrr í sumar var fjallað um áhyggjur Allianz og viðskiptavina tryggingafélagsins vegna fyrirhugaðra reglubreytinga hjá Seðlabankanum. Áttu þær að fela í sér að greiðslur til erlendra tryggingafélaga yrðu ekki lengur heimilar. Taldi Seðlabankinn að starfsemi erlendra tryggingafyrirtækja á borð við Allianz væri brot á lögum um gjaldeyrismál. Var talið að sparnaður um 30 þúsund Íslendinga gæti verið í hættu að því er Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sagði við fréttastofu. „Þá er markmiðið enn fremur að stuðla að jafnræði meðal aðila á sama markaði en reiknað er með að sá rammi, sem liggur til grundvallar samkomulaginu, verði hafður til hliðsjónar varðandi möguleika á hliðstæðu fyrirkomulagi fyrir innlenda aðila sem vilja bjóða sambærilegar afurðir. Þó er ljóst að tekið gæti einhvern tíma að vinda að fullu ofan af því ójafnræði sem skapast hafði,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Til að draga úr neikvæðum áhrifum á greiðslujöfnuð Íslands felist í samkomulaginu að tryggingafyrirtæki komi með til landsins erlendan gjaldeyri til mótvægis við yfir helming framtíðariðgjaldagreiðslna sem fari úr landi á grundvelli núgildandi samninga yfir gildistíma samkomulagsins. „Geri tryggingafélag nýja samninga kemur það með til landsins erlendan gjaldeyri til mótvægis við framtíðariðgjaldagreiðslur sem fara úr landi á grundvelli þeirra samninga yfir gildistíma samkomulagsins.“ Seðlabankinn væntir þess að með samkomulaginu í dag verði stigið stórt skref til að eyða þeirri óvissu sem fjöldi neytenda hefur búið við síðustu mánuði, jafnframt því sem stuðlað er að jákvæðum áhrifum á greiðslujöfnuð landsmanna og þar með auknum stöðugleika í efnahagslífi í landinu. Tengdar fréttir Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21 Í höftum þurfa sömu reglur að gilda fyrir alla Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða vonast til þess að umræðan um breyttar reglur Seðlabankans varðandi lífeyrissparnað almennings í útlöndum verði til þess að raunhæfar tillögur að afnámi gjaldeyrishafta komi fram. 20. júní 2014 13:32 Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Sparifé 30.000 Íslendinga í hættu „Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 18. júní 2014 18:30 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur gert samkomulag varðandi samninga sem Allianz á Íslandi hefur boðið viðskiptavinum sínum hér á landi. Samkomulagið gerir erlenda tryggingafélaginu og viðskiptavinum þess hér á landi kleift að viðhalda óbreyttu samningssambandi. Er þannig komið í veg fyrir mögulegt tjón neytenda samhliða því að draga úr neikvæðum áhrifum samninganna á greiðslujöfnuð Íslands. Með því er stuðlað að frekari stöðugleika í greiðslujafnaðar- og gengismálum hér á landi, í samræmi við markmið laga um gjaldeyrismál og reglna settra á grundvelli þeirra að því er segir í tilkynningu frá Seðalbankanum. Fyrr í sumar var fjallað um áhyggjur Allianz og viðskiptavina tryggingafélagsins vegna fyrirhugaðra reglubreytinga hjá Seðlabankanum. Áttu þær að fela í sér að greiðslur til erlendra tryggingafélaga yrðu ekki lengur heimilar. Taldi Seðlabankinn að starfsemi erlendra tryggingafyrirtækja á borð við Allianz væri brot á lögum um gjaldeyrismál. Var talið að sparnaður um 30 þúsund Íslendinga gæti verið í hættu að því er Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sagði við fréttastofu. „Þá er markmiðið enn fremur að stuðla að jafnræði meðal aðila á sama markaði en reiknað er með að sá rammi, sem liggur til grundvallar samkomulaginu, verði hafður til hliðsjónar varðandi möguleika á hliðstæðu fyrirkomulagi fyrir innlenda aðila sem vilja bjóða sambærilegar afurðir. Þó er ljóst að tekið gæti einhvern tíma að vinda að fullu ofan af því ójafnræði sem skapast hafði,“ segir í tilkynningu Seðlabankans. Til að draga úr neikvæðum áhrifum á greiðslujöfnuð Íslands felist í samkomulaginu að tryggingafyrirtæki komi með til landsins erlendan gjaldeyri til mótvægis við yfir helming framtíðariðgjaldagreiðslna sem fari úr landi á grundvelli núgildandi samninga yfir gildistíma samkomulagsins. „Geri tryggingafélag nýja samninga kemur það með til landsins erlendan gjaldeyri til mótvægis við framtíðariðgjaldagreiðslur sem fara úr landi á grundvelli þeirra samninga yfir gildistíma samkomulagsins.“ Seðlabankinn væntir þess að með samkomulaginu í dag verði stigið stórt skref til að eyða þeirri óvissu sem fjöldi neytenda hefur búið við síðustu mánuði, jafnframt því sem stuðlað er að jákvæðum áhrifum á greiðslujöfnuð landsmanna og þar með auknum stöðugleika í efnahagslífi í landinu.
Tengdar fréttir Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21 Í höftum þurfa sömu reglur að gilda fyrir alla Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða vonast til þess að umræðan um breyttar reglur Seðlabankans varðandi lífeyrissparnað almennings í útlöndum verði til þess að raunhæfar tillögur að afnámi gjaldeyrishafta komi fram. 20. júní 2014 13:32 Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58 Sparifé 30.000 Íslendinga í hættu „Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 18. júní 2014 18:30 Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30 Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Gjaldeyrisviðskipti tryggingafélaga brjóti gegn lögum Fjármagnsflutningar á fjórða tug þúsunda Íslendinga í tengslum við sparnað hjá erlendum tryggingafélögum verða stöðvaðir og verður þeim gert skylt að spara í íslenskum krónum á Íslandi í staðinn. Seðlabankinn telur að gjaldeyrisviðskipti þriggja íslenskra tryggingamiðlara sem selja þjónustu erlendra tryggingafélaga hér á landi brjóti gegn lögum um gjaldeyrismál. 17. júní 2014 13:21
Í höftum þurfa sömu reglur að gilda fyrir alla Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða vonast til þess að umræðan um breyttar reglur Seðlabankans varðandi lífeyrissparnað almennings í útlöndum verði til þess að raunhæfar tillögur að afnámi gjaldeyrishafta komi fram. 20. júní 2014 13:32
Allianz ekki tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft Allianz furðulostið yfir fregnum. Enginn frá Seðlabankanum hafði samband við félagið. 17. júní 2014 18:58
Sparifé 30.000 Íslendinga í hættu „Það eru gífurlegir hagsmunir í húfi,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 18. júní 2014 18:30
Þurfa að færa sparnaðinn í krónur vegna haftanna Starfsemi erlendra tryggingafélaga og sala þeirra á sparnaðarleiðum til einstaklinga hérlendis brýtur gegn lögum um gjaldeyrismál. Þrjátíu þúsund Íslendingar sem hafa safnað sparnaði erlendis gegnum umboðsmenn erlendra tryggingafélaga hér á landi eftir að höftum var komið á, þurfa að hætta því og færa sparnaðinn í krónur. 17. júní 2014 18:30
Nýjar reglur um gjaldeyrishöft vekja furðu Seðlabankinn ætlar að setja nýjar reglur sem feli í sér að greiðslur iðgjalda til erlendra tryggingafélaga verði ekki lengur heimilar. 18. júní 2014 06:59