Hafnaði Hollywood fyrir Borgarleikhúsið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2014 00:01 "Mig langar einnig að miðla leiklistinni einhvern veginn í kennslu og það er í pípunum,“ segir Þorvaldur. Vísir/Pjetur „Ég byrjaði mjög ungur í þessum bransa. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að ég hafi komist tiltölulega óskaddaður í gegnum það að vera áberandi, ungur drengur. Ég held að ástæðan fyrir því að mörgu leyti sé mamma. Hún var alltaf á bremsunni,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Hann leikur aðalhlutverkið í leikritinu Furðulegt háttalag hunds um nótt sem frumsýnt verður 8. mars í Borgarleikhúsinu.Fékk gjafir og bréf frá unglingsstúlkum Þorvaldur sló fyrst í gegn sem rödd Simba í íslenskri talsetningu á The Lion King og steig í kjölfarið á svið í ýmsum uppfærslum, til dæmis í Bugsy Malone. Hann er án efa ein vinsælasta barnastjarna sem Ísland hefur alið og á tímabili var hann afar vinsæll meðal stúlknanna. Hann fór ekki varhluta af þeim vinsældum. „Ég fékk mörg bréf og símhringingar. Ég fékk líka hótanir frá unglingsstrákum vegna þess að einhverjar stelpur í skólanum þeirra sendu mér bréf. Það komu líka margar stúlkur heim til mín og mér bárust gjafir. Það var mjög sérstakt að upplifa þetta en líka gaman. Ég man eftir einu skipti þegar vinur minn var hjá mér og það komu nokkrar stelpur heim. Hann tók upp á því að elta þær út götuna með kökukefli því honum fannst það fyndið. Mér fannst það frekar leiðinlegt en ekkert ofbeldi átti sér stað heldur var bara hlegið,“ segir Þorvaldur. Þótt hann hafi verið viðloðandi leikhúsið frá blautu barnsbeini segir hann að leiklistin hafi ekki alltaf verið takmarkið. „Ég var mjög hvatvís krakki og er enn að einhverju leyti. Ég hikaði ekki við það að fara á staði og biðja um vinnu ef mig langaði að vinna einhvers staðar. Pabbi vann hjá Útvarpinu og ég sótti um vinnu þar. Mér var rétt bók og las upp úr henni og allt í einu var ég komin inn í stúdíó. Þaðan fór boltinn að rúlla. Ég hef oft hugsað með mér af hverju ég geri ekki eitthvað allt annað. Hvað er ég að hugsa? Af hverju er ég að þræla mér út á lágmarkslaunum og þjást eftir sýningu eða illa heppnaða senu í bíómynd? Svo hef ég alltaf komið að þessu aftur því þetta er einhvers konar ástríða. Ég held líka að leiklistin auki skilning manns á öðru fólki og eykur þar af leiðandi samkennd sem vonandi gerir mann að betri manneskju.“Þorvaldur sló í gegn í Bugsy Malone árið 1998 í leikstjórn Baltasars Kormáks.Byrjaði á núllpunkti Þorvaldur útskrifaðist úr einum virtasta listaskóla heims, Juilliard í New York, árið 2011. En af hverju valdi hann Bandaríkin? „Ætli ég sé ekki af VHS-kynslóðinni. Ég fór út á vídeóleigu og horfði á bandarískar bíómyndir eins og Tango and Cash og fleiri góðar. Það var barnslegur draumur til að byrja með að fara til Ameríku. Það þróaðist í það að ég las mér til um skóla. Ég hafði áhuga á að kynnast ólíkri menningu. Komast burt frá heimahögunum til að læra að meta þá betur. Læra tungumálið nokkuð vel. Þetta var fyrst draumur og síðan meðvituð ákvörðun á faglegum nótum,“ segir Þorvaldur. Hann sótti um sex skóla í Bandaríkjunum og segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka boðinu frá Juilliard enda gífurlega erfitt að komast inn í skólann. Eftir tímafrekt umsóknarferli með nokkrum síum tóku við fjögur ár af krefjandi leiklistarnámi. „Þetta var voðalega lítið gaman. Þetta var að mestu leyti bara erfitt. Þetta voru fjögur ár af erfiðleikum og krefjandi verkefnum. Á þessu tímabili taldi ég að sköpunin færi fram í gegnum þjáninguna en ég hef sem betur fer breyst og er opnari fyrir gleðinni núna. Skóladagarnir voru langir og ég þurfti að yfirstíga það þrep að tjá mig á öðru tungumáli. Ég þurfti að byrja á núllpunkti. Ég hélt að ég væri mjög góður í ensku, skildi allt í bíómyndum og gat vísað útlendingum til vegar, en þegar ég þurfti að tjá mig í gegnum Shakespeare var ég kominn á annað stig. Það kenndi mér að taka engu sem gefnu. Á sama tíma fór ég að bera meiri virðingu fyrir tungumálinu og raunverulegri merkingu orða. Maður tekur orðum sem sjálfgefnum hlut en þegar maður þarf að leita að hverju einasta orði í orðabókinni gerir maður sér grein fyrir því að orðin eru full af merkingu – miklu meiri merkingu en maður gerði sér grein fyrir,“ segir Þorvaldur. Hann segir það hafa komið fyrir oftar en einu sinni að honum hafi fallist hendur og íhugað að hætta í náminu. „Það komu augnablik þar sem ég var svolítið einmana. Það var stundum erfitt. En maður lærir af erfiðleikunum. Ef eitthvað er erfitt þá veit maður allavega að maður er að takast á við eitthvað. Ef það er ekki barátta getur engin framför átt sér stað. Í öllum sögum þarf aðalsöguhetjan að lenda í hrakförum til að sagan verði spennandi og hann læri eitthvað á ferðalaginu. Ég held að það sama eigi við um okkur.“ Leikur einhverfan dreng Þorvaldur lék í myndinni Svartur á leik strax eftir útskrift. Þar lék hann fíkniefnaneytandann Stebba sækó og var hann tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir frammistöðu sína. Í Furðulegu háttalagi hunds um nótt leikur hann Kristófer, fimmtán ára dreng með einhverfuröskun. Báðar þessar persónur eru talsvert ólíkar Þorvaldi enda vílar hann ekki fyrir sér að taka áskorunum. „Stundum sé ég fyrir mér hvernig ég get klárað verkefni. Stundum sé ég ekki fyrir mér hvernig ég get klárað það en þá sé ég samt sem áður að ég get lært rosalega mikið af því. Í miðju ferlinu spyr ég mig stundum hvað ég hafi verið að hugsa þegar ég tók það að mér en svo heldur maður áfram og eitthvað kemur út úr því. Þá er það rannsóknin og ferðalagið sem skiptir máli. Ekki endilega niðurstaðan þó maður vilji náttúrulega alltaf fá góða niðurstöðu. Áskoranirnar eru mismunandi og hlutverk Kristófers er mjög krefjandi áskorun. Ég reyni að gera mitt besta. Ef ég verð óöruggur og veit ekki hvað ég á að gera hika ég ekki við að spyrja spurninga og leita til þeirra sem eru nálægt mér. Auðvitað verð ég stundum hræddur og miður mín og stundum verð ég ofboðslega glaður og allt þar á milli. Þetta er ferli eins og allt annað,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa náð nokkrum augnablikum þar sem hann hefur tengst þessum unga, einhverfa dreng á sviðinu. „Það kemur fyrir að ég hef fundið hann á sviðinu. En maður má ekki festast í því. Þetta er fag og manni er kennt að horfa á sjálfan sig utan frá. Maður á að hafa stjórn á hlutunum. En stundum dettur maður inn í eitthvað sem er sérstakt. Það er það sem gerir þetta fag svo áhugavert. Stundum nær maður að setja sig algjörlega í spor einhvers annars. Ég lít á Kristófer sem sérstakan dreng en stimpla hann ekki sem eitthvað ákveðið þó það sé kannski augljóst,“ segir Þorvaldur og vísar þar í þroskaröskun sem karakterinn er haldinn.Þorvaldur útskrifaðist úr Julliard árið 2011.Prívat persóna að eðlisfari Þorvaldur er mjög metnaðarfullur og útsjónasamur en á sama tíma jarðbundinn og ferkantaður í hugsun að eigin sögn. Hann leggur líka mikið upp úr því að bera einkalíf sitt ekki á torg. „Ég er frekar prívat persóna að eðlisfari sem er sérstakt í þessu fagi sem er mjög áberandi. Með útsjónarsemina þá held ég að maður verði að reyna að sjá fyrir sér hlutina. Metnaðurinn tekur þig í eitthvað ferðalag. Ef metnaðurinn er mikill og heppnin fylgir þér upplifir þú sigra. Svo er eitthvað til sem heitir hamingja, fegurð, augnablik og löng augnablik. Hlutir sem maður verður að skoða og leyfa þeim að taka mann með sér,“ segir Þorvaldur. Hann stefnir nú á ný mið. Hann keypti réttinn að þremur bókum Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, Myrknætti og Rofi og ætlar að gera sjónvarpsþætti upp úr þeim. Þá sest hann í framleiðandastólinn í fyrsta sinn. „Ég fór í samstarf við framleiðslufyrirtæki sem leitar nú að fjármagni í Þýskalandi og sjónvarpsstöð er búin að tryggja sér réttinn af seríunni. Ég er að einbeita mér mest að Snjóblindu núna og mig langar að vera framleiðandi sem tekur þátt í handritaskrifum, ráðningarferlinu og fjármögnun. Mig langar að fylgjast með og læra þá þætti í gegnum framleiðslufyrirtækið sem ég er í samstarfi við,“ segir Þorvaldur. Hann segir þennan bransa erfiðan á Íslandi því lítið sé til af peningum. Hann telur að hægt sé að framleiða gott sjónvarpsefni og kvikmyndir fyrir lægri upphæðir en áður. „Myndir þurfa ekki að kosta eins mikið og fólk heldur. Það fer náttúrulega eftir því hvernig sögu þú vilt segja. Ef þú vilt taka bíómynd á Everest og fljúga þangað með stórstjörnur og stórt tökulið þá auðvitað kostar það. En ef þú vilt segja einfalda sögu með fáum leikurum, sem við mættum gera meira af á Íslandi, þarf það ekki að kosta mikið. Mig langar að fara inn á þá braut að finna sögur sem mig langar til að segja og reyna að finna leiðir til að koma þeim áfram sjálfur. Mig langar að stíga aðeins út fyrir það sem ég hef verið að gera síðastliðin tuttugu ár en leika líka meðfram því. Mig langar að setjast hinum megin við borðið, þó ég viti ekki nákvæmlega hvar það verður. Mig langar að spyrja spurninga um hvað fólk gerir, læra af leikstjórum og sjá hvernig þeir vinna og þreifa fyrir mér.“ Þegar verkefninu í Borgarleikhúsinu lýkur taka aðrar áskoranir við. „Ég lék í myndinni Vonarstræti sem verður frumsýnd í vor og ég fylgi henni eftir. Síðan er búið að bjóða mér þrjú kvikmyndaverkefni sem ég er að skoða. Mig langar einnig að miðla leiklistinni einhvern veginn í kennslu og það er í pípunum. Svo ætla ég í meira nám. Mig langar að fara í eitthvað hagnýtt nám sem nýtist mér í þeim verkefnum sem ég er með í kollinum. Ég veit ekki hvert ég stefni og á þessum tímapunkti er ég að reyna að finna út úr því.“Hafnaði Hollywood-mynd Þorvaldur er búsettur á Íslandi en með alla anga úti á erlendri grundu. Hann er með umboðsmenn í Bretlandi og Bandaríkjunum og fær reglulega tilboð erlendis frá. Í fyrra lék hann í kvikmyndinni Dracula Untold ásamt Dominic Cooper og Samönthu Barks. Þá fékk hann nýlega tilboð sem hann þurfti að hafna. „Ég fékk tilboð um að leika í Hollywood-mynd en var búinn að taka að mér hlutverk í Furðulegu háttalagi hunds um nótt. Þegar maður er kominn í mitt ferli klárar maður sitt. Það er bara prinsippmál. Ég gat ekki gert hvort tveggja. En þetta var stórt verkefni sem skartar stórleikurum sem mig hefur alltaf langað til að vinna með. Vonandi fæ ég svipað tækifæri seinna. Það er allavega góðs viti að nafnið mitt er einhvers staðar þarna úti,“ segir Þorvaldur, en vill ekki gefa upp frekari upplýsingar um verkefnið sem hann hafnaði. Hann ætlar ekki að flytja aftur út í nánustu framtíð. „Mér líður best á Íslandi. Ég tek upp áheyrnarprufurnar mínar og sendi til umboðsmannanna og á sama tíma get ég verið hér, andað að mér fersku lofti og verið í kringum ástvini,“ segir Þorvaldur sem er hamingjusamur með lífið í dag. „Já, ég er það. Maður þarf að leita að hamingjunni. Sumir þurfa að leita meira að henni en aðrir. Sumum er eðlislægt að vera alltaf hamingjusamir en ég er ekki þannig. Ég þarf að sækjast eftir hamingjunni.“ Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
„Ég byrjaði mjög ungur í þessum bransa. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að ég hafi komist tiltölulega óskaddaður í gegnum það að vera áberandi, ungur drengur. Ég held að ástæðan fyrir því að mörgu leyti sé mamma. Hún var alltaf á bremsunni,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Hann leikur aðalhlutverkið í leikritinu Furðulegt háttalag hunds um nótt sem frumsýnt verður 8. mars í Borgarleikhúsinu.Fékk gjafir og bréf frá unglingsstúlkum Þorvaldur sló fyrst í gegn sem rödd Simba í íslenskri talsetningu á The Lion King og steig í kjölfarið á svið í ýmsum uppfærslum, til dæmis í Bugsy Malone. Hann er án efa ein vinsælasta barnastjarna sem Ísland hefur alið og á tímabili var hann afar vinsæll meðal stúlknanna. Hann fór ekki varhluta af þeim vinsældum. „Ég fékk mörg bréf og símhringingar. Ég fékk líka hótanir frá unglingsstrákum vegna þess að einhverjar stelpur í skólanum þeirra sendu mér bréf. Það komu líka margar stúlkur heim til mín og mér bárust gjafir. Það var mjög sérstakt að upplifa þetta en líka gaman. Ég man eftir einu skipti þegar vinur minn var hjá mér og það komu nokkrar stelpur heim. Hann tók upp á því að elta þær út götuna með kökukefli því honum fannst það fyndið. Mér fannst það frekar leiðinlegt en ekkert ofbeldi átti sér stað heldur var bara hlegið,“ segir Þorvaldur. Þótt hann hafi verið viðloðandi leikhúsið frá blautu barnsbeini segir hann að leiklistin hafi ekki alltaf verið takmarkið. „Ég var mjög hvatvís krakki og er enn að einhverju leyti. Ég hikaði ekki við það að fara á staði og biðja um vinnu ef mig langaði að vinna einhvers staðar. Pabbi vann hjá Útvarpinu og ég sótti um vinnu þar. Mér var rétt bók og las upp úr henni og allt í einu var ég komin inn í stúdíó. Þaðan fór boltinn að rúlla. Ég hef oft hugsað með mér af hverju ég geri ekki eitthvað allt annað. Hvað er ég að hugsa? Af hverju er ég að þræla mér út á lágmarkslaunum og þjást eftir sýningu eða illa heppnaða senu í bíómynd? Svo hef ég alltaf komið að þessu aftur því þetta er einhvers konar ástríða. Ég held líka að leiklistin auki skilning manns á öðru fólki og eykur þar af leiðandi samkennd sem vonandi gerir mann að betri manneskju.“Þorvaldur sló í gegn í Bugsy Malone árið 1998 í leikstjórn Baltasars Kormáks.Byrjaði á núllpunkti Þorvaldur útskrifaðist úr einum virtasta listaskóla heims, Juilliard í New York, árið 2011. En af hverju valdi hann Bandaríkin? „Ætli ég sé ekki af VHS-kynslóðinni. Ég fór út á vídeóleigu og horfði á bandarískar bíómyndir eins og Tango and Cash og fleiri góðar. Það var barnslegur draumur til að byrja með að fara til Ameríku. Það þróaðist í það að ég las mér til um skóla. Ég hafði áhuga á að kynnast ólíkri menningu. Komast burt frá heimahögunum til að læra að meta þá betur. Læra tungumálið nokkuð vel. Þetta var fyrst draumur og síðan meðvituð ákvörðun á faglegum nótum,“ segir Þorvaldur. Hann sótti um sex skóla í Bandaríkjunum og segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka boðinu frá Juilliard enda gífurlega erfitt að komast inn í skólann. Eftir tímafrekt umsóknarferli með nokkrum síum tóku við fjögur ár af krefjandi leiklistarnámi. „Þetta var voðalega lítið gaman. Þetta var að mestu leyti bara erfitt. Þetta voru fjögur ár af erfiðleikum og krefjandi verkefnum. Á þessu tímabili taldi ég að sköpunin færi fram í gegnum þjáninguna en ég hef sem betur fer breyst og er opnari fyrir gleðinni núna. Skóladagarnir voru langir og ég þurfti að yfirstíga það þrep að tjá mig á öðru tungumáli. Ég þurfti að byrja á núllpunkti. Ég hélt að ég væri mjög góður í ensku, skildi allt í bíómyndum og gat vísað útlendingum til vegar, en þegar ég þurfti að tjá mig í gegnum Shakespeare var ég kominn á annað stig. Það kenndi mér að taka engu sem gefnu. Á sama tíma fór ég að bera meiri virðingu fyrir tungumálinu og raunverulegri merkingu orða. Maður tekur orðum sem sjálfgefnum hlut en þegar maður þarf að leita að hverju einasta orði í orðabókinni gerir maður sér grein fyrir því að orðin eru full af merkingu – miklu meiri merkingu en maður gerði sér grein fyrir,“ segir Þorvaldur. Hann segir það hafa komið fyrir oftar en einu sinni að honum hafi fallist hendur og íhugað að hætta í náminu. „Það komu augnablik þar sem ég var svolítið einmana. Það var stundum erfitt. En maður lærir af erfiðleikunum. Ef eitthvað er erfitt þá veit maður allavega að maður er að takast á við eitthvað. Ef það er ekki barátta getur engin framför átt sér stað. Í öllum sögum þarf aðalsöguhetjan að lenda í hrakförum til að sagan verði spennandi og hann læri eitthvað á ferðalaginu. Ég held að það sama eigi við um okkur.“ Leikur einhverfan dreng Þorvaldur lék í myndinni Svartur á leik strax eftir útskrift. Þar lék hann fíkniefnaneytandann Stebba sækó og var hann tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir frammistöðu sína. Í Furðulegu háttalagi hunds um nótt leikur hann Kristófer, fimmtán ára dreng með einhverfuröskun. Báðar þessar persónur eru talsvert ólíkar Þorvaldi enda vílar hann ekki fyrir sér að taka áskorunum. „Stundum sé ég fyrir mér hvernig ég get klárað verkefni. Stundum sé ég ekki fyrir mér hvernig ég get klárað það en þá sé ég samt sem áður að ég get lært rosalega mikið af því. Í miðju ferlinu spyr ég mig stundum hvað ég hafi verið að hugsa þegar ég tók það að mér en svo heldur maður áfram og eitthvað kemur út úr því. Þá er það rannsóknin og ferðalagið sem skiptir máli. Ekki endilega niðurstaðan þó maður vilji náttúrulega alltaf fá góða niðurstöðu. Áskoranirnar eru mismunandi og hlutverk Kristófers er mjög krefjandi áskorun. Ég reyni að gera mitt besta. Ef ég verð óöruggur og veit ekki hvað ég á að gera hika ég ekki við að spyrja spurninga og leita til þeirra sem eru nálægt mér. Auðvitað verð ég stundum hræddur og miður mín og stundum verð ég ofboðslega glaður og allt þar á milli. Þetta er ferli eins og allt annað,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa náð nokkrum augnablikum þar sem hann hefur tengst þessum unga, einhverfa dreng á sviðinu. „Það kemur fyrir að ég hef fundið hann á sviðinu. En maður má ekki festast í því. Þetta er fag og manni er kennt að horfa á sjálfan sig utan frá. Maður á að hafa stjórn á hlutunum. En stundum dettur maður inn í eitthvað sem er sérstakt. Það er það sem gerir þetta fag svo áhugavert. Stundum nær maður að setja sig algjörlega í spor einhvers annars. Ég lít á Kristófer sem sérstakan dreng en stimpla hann ekki sem eitthvað ákveðið þó það sé kannski augljóst,“ segir Þorvaldur og vísar þar í þroskaröskun sem karakterinn er haldinn.Þorvaldur útskrifaðist úr Julliard árið 2011.Prívat persóna að eðlisfari Þorvaldur er mjög metnaðarfullur og útsjónasamur en á sama tíma jarðbundinn og ferkantaður í hugsun að eigin sögn. Hann leggur líka mikið upp úr því að bera einkalíf sitt ekki á torg. „Ég er frekar prívat persóna að eðlisfari sem er sérstakt í þessu fagi sem er mjög áberandi. Með útsjónarsemina þá held ég að maður verði að reyna að sjá fyrir sér hlutina. Metnaðurinn tekur þig í eitthvað ferðalag. Ef metnaðurinn er mikill og heppnin fylgir þér upplifir þú sigra. Svo er eitthvað til sem heitir hamingja, fegurð, augnablik og löng augnablik. Hlutir sem maður verður að skoða og leyfa þeim að taka mann með sér,“ segir Þorvaldur. Hann stefnir nú á ný mið. Hann keypti réttinn að þremur bókum Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, Myrknætti og Rofi og ætlar að gera sjónvarpsþætti upp úr þeim. Þá sest hann í framleiðandastólinn í fyrsta sinn. „Ég fór í samstarf við framleiðslufyrirtæki sem leitar nú að fjármagni í Þýskalandi og sjónvarpsstöð er búin að tryggja sér réttinn af seríunni. Ég er að einbeita mér mest að Snjóblindu núna og mig langar að vera framleiðandi sem tekur þátt í handritaskrifum, ráðningarferlinu og fjármögnun. Mig langar að fylgjast með og læra þá þætti í gegnum framleiðslufyrirtækið sem ég er í samstarfi við,“ segir Þorvaldur. Hann segir þennan bransa erfiðan á Íslandi því lítið sé til af peningum. Hann telur að hægt sé að framleiða gott sjónvarpsefni og kvikmyndir fyrir lægri upphæðir en áður. „Myndir þurfa ekki að kosta eins mikið og fólk heldur. Það fer náttúrulega eftir því hvernig sögu þú vilt segja. Ef þú vilt taka bíómynd á Everest og fljúga þangað með stórstjörnur og stórt tökulið þá auðvitað kostar það. En ef þú vilt segja einfalda sögu með fáum leikurum, sem við mættum gera meira af á Íslandi, þarf það ekki að kosta mikið. Mig langar að fara inn á þá braut að finna sögur sem mig langar til að segja og reyna að finna leiðir til að koma þeim áfram sjálfur. Mig langar að stíga aðeins út fyrir það sem ég hef verið að gera síðastliðin tuttugu ár en leika líka meðfram því. Mig langar að setjast hinum megin við borðið, þó ég viti ekki nákvæmlega hvar það verður. Mig langar að spyrja spurninga um hvað fólk gerir, læra af leikstjórum og sjá hvernig þeir vinna og þreifa fyrir mér.“ Þegar verkefninu í Borgarleikhúsinu lýkur taka aðrar áskoranir við. „Ég lék í myndinni Vonarstræti sem verður frumsýnd í vor og ég fylgi henni eftir. Síðan er búið að bjóða mér þrjú kvikmyndaverkefni sem ég er að skoða. Mig langar einnig að miðla leiklistinni einhvern veginn í kennslu og það er í pípunum. Svo ætla ég í meira nám. Mig langar að fara í eitthvað hagnýtt nám sem nýtist mér í þeim verkefnum sem ég er með í kollinum. Ég veit ekki hvert ég stefni og á þessum tímapunkti er ég að reyna að finna út úr því.“Hafnaði Hollywood-mynd Þorvaldur er búsettur á Íslandi en með alla anga úti á erlendri grundu. Hann er með umboðsmenn í Bretlandi og Bandaríkjunum og fær reglulega tilboð erlendis frá. Í fyrra lék hann í kvikmyndinni Dracula Untold ásamt Dominic Cooper og Samönthu Barks. Þá fékk hann nýlega tilboð sem hann þurfti að hafna. „Ég fékk tilboð um að leika í Hollywood-mynd en var búinn að taka að mér hlutverk í Furðulegu háttalagi hunds um nótt. Þegar maður er kominn í mitt ferli klárar maður sitt. Það er bara prinsippmál. Ég gat ekki gert hvort tveggja. En þetta var stórt verkefni sem skartar stórleikurum sem mig hefur alltaf langað til að vinna með. Vonandi fæ ég svipað tækifæri seinna. Það er allavega góðs viti að nafnið mitt er einhvers staðar þarna úti,“ segir Þorvaldur, en vill ekki gefa upp frekari upplýsingar um verkefnið sem hann hafnaði. Hann ætlar ekki að flytja aftur út í nánustu framtíð. „Mér líður best á Íslandi. Ég tek upp áheyrnarprufurnar mínar og sendi til umboðsmannanna og á sama tíma get ég verið hér, andað að mér fersku lofti og verið í kringum ástvini,“ segir Þorvaldur sem er hamingjusamur með lífið í dag. „Já, ég er það. Maður þarf að leita að hamingjunni. Sumir þurfa að leita meira að henni en aðrir. Sumum er eðlislægt að vera alltaf hamingjusamir en ég er ekki þannig. Ég þarf að sækjast eftir hamingjunni.“
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið