Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. júlí 2014 20:19 Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Fulltrúar frá bandaríska smásölurisanum Costco hafa verið hér á landi undanfarna daga en fyrirtækið hefur áhuga á að reisa verslun hér á landi. Costco hefur einnig áhuga á að hefja rekstur bensínstöðva, svokallaðra fjölorkustöðva, sem munu selja bensín, rafmagn og jafnvel metan. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tók á fundi sínum í gær jákvætt í fyrirspurn þess efnis að fyrirtækið fengi að opna eina slíka við Korputorg. Forsvarsmenn þess hafa fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og ráðuneyta undanfarna daga en óskað er eftir undanþágum frá lögum og reglum til þess meðal annars að flytja inn og selja ferskt bandarískt kjöt auk lyfja og áfengis. Ljóst er að full alvara er að baki þessum fyrirætlunum Costco en fyrirtækið hefur samkvæmt heimildum fréttastofu ráðið til starfa hér á landi meðal annars lögmannsstofur, fasteignasala og verkfræðistofur. Samtök verslunar- og þjónustu fagna þessum hugmyndum fyrirtækisins. „Áherslur Costco eru í samræmi við áherslur Samtaka verslunar og þjónustu undanfarin ár. Þá erum við að tala um kröfur varðandi áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf, merkingarlöggjöf, matvælalöggjöf og ekki síst landbúnaðarkerfið,“ segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Ætli Costco að hefja starfsemi hér á landi, með þeim hætti sem fyrirtækið starfar í Bandaríkjunum, er ljóst að málið þarf að koma hér fyrir Alþingi. Þar þarf að breyta áfengislögum, lyfjalögum og reglum um innflutning á fersku kjöti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, hefur tekið jákvætt í þessar breytingar en hvað segir samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn? „Ég er ekki algjörlega sammála henni, enda eru þetta tveir mismunandi flokkar og Sjálfstæðisflokkurinn er nú meiri frjálshyggjuflokkur heldur en við Framsóknarmenn og ég myndi svona, setja lappirnar aðeins fyrir. Það er að segja, ég vil að þetta verði rætt heildstætt,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún segir langlífi Íslendinga byggjast á góðu mataræði. „Viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni. Ég segi nei takk.“En eigum við ekki bara að leyfa íslenskum neytendum að dæma um það?„Nei. Eða sko, kannski virkar það sem ákveðin forræðishyggja en ég vil að við stöndum vörð um það sem við eigum, þegar að það er vottað bæði hérlendis og erlendis sem gæðavara,“ segir Sigrún.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent