„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2014 15:41 Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans við aðalmeðferð Imon málsins í dag. Vísir/Stefán „Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku. Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
„Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku.
Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira