„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2014 15:41 Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans við aðalmeðferð Imon málsins í dag. Vísir/Stefán „Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku. Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
„Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku.
Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira