Á morgun, laugardag fer fram árlegur þjónustudagur Chevrolet. Chevrolet eigendur, sem tök hafa á, eru hvattir til að koma með bílana sína til Bílabúðar Benna við Tangarhöfða 8 í Reykjavík eða á Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ.
Fram kemur í tilkynningu frá Bílabúð Benna að starfsmenn fyrirtækisins muni standa vaktina á laugardag, milli kl. 11:00 og 16:00, og bjóða ókeypis vetrarskoðun, sértilboð og glaðning fyrir alla fjölskylduna.
Þjónustudagur Chevrolet á morgun
