Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Haraldur Guðmundsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Athafnasvæðið á Grundartanga. Vísir/Pjetur. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati. Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati.
Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira