Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Haraldur Guðmundsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Athafnasvæðið á Grundartanga. Vísir/Pjetur. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu 77 milljarða króna sólarkísilverksmiðju bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials á Grundartanga. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá nefnd ríkisins um ívilnanir vegna nýfjárfestinga þar sem kemur fram að bandaríska fyrirtækið hafi óskað eftir ívilnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Ívilnanir fela í sér afslætti af ýmsum opinberum gjöldum og sköttum. „Við höfum nú tekið jákvætt í veitingu ívilnana til fyrirtækisins en við byrjuðum á því að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar til að koma verksmiðjunni fyrir,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Laufey segir að nefndin muni nú fara með formlegt erindi bandaríska fyrirtækisins til ríkisstjórnarinnar þar sem ákvörðun verði tekin um hvort fjárfestingarsamningur verði gerður. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, segir að fulltrúar Silicor Materials séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku. „Þeir hafa verið að ræða við orkufyrirtækin og bankana og fleiri og það verður væntanlega framhald á því. En þeir eru ekki endanlega búnir að taka ákvörðun um hvar verksmiðjan gæti risið. Þeir stefna að framkvæmdum í haust, og þá vonandi á Íslandi, og því ætti að fara að draga til tíðinda fljótlega,“ segir Gísli. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Skipulagsstofnun ákvað nýverið að fyrirhuguð framleiðsla fyrirtækisins yrði ekki háð umhverfismati.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira