Frikki Stefáns: Stoltur af mörgu sem ég hef gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2014 07:00 Friðrik Stefánsson gaf aldrei neitt eftir í vörninni og þekktar eru viðureignir hans við miklu stærri menn. Hér er hann í leik með Njarðvík. Vísir/Valli Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Njarðvíkingar heimsóttu nágranna sína í Keflavík í Dominos-deild karla í gærkvöldi en án reynsluboltans Friðriks Stefánssonar. Hann gaf það út í aðdraganda leiksins að skórnir væru komnir upp í hillu. „Ég ætlaði að klára þetta tímabil en bensínið er búið. Þegar maður er farinn að skakklappast í vinnunni þá þarf maður að taka stórar ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Ég skil ótrúlega sáttur við þetta og er stoltur af mörgu sem ég hef gert. Það er fínt miðað við það að hafa eiginlega aldrei spilað í yngri flokkum,“ segir Friðrik en hann kom seint inn í körfuboltann. „Titlarnir eru hápunktarnir og svo flottir sigrar með landsliðinu. Ég man eftir þeim. Ég hafði alltaf gaman af því að glíma við stærri menn í leikjum með landsliðinu. Manni gekk oft vel með þessa gæja en oft var manni líka alveg pakkað saman,“ segir Friðrik. Menn hafa farið fögrum orðum um Friðrik á samfélagsmiðlum og ekki að ástæðulausu. Logi Gunnarsson, einn reyndasti atvinnumaður Íslands, átti ein eftirminnileg á fésbókinni: „Besti varnarmiðherji sem ég hef spilað með, þó ég hafi spilað með fjöldanum öllum af liðum í Evrópu,“ skrifaði Logi. „Þetta er svolítið eins og minningargreinar og það eru því oft blendnar tilfinningar í þessu sérstaklega af því að þetta er í annað skiptið sem ég hætti. Ég var alveg góður að vera hættur í fyrra skiptið en félagarnir gátu verið ansi sannfærandi þegar þeir voru að reyna að fá mig inn aftur.“ Friðrik segist alltaf hafa verið fínn varnarmaður og var aldrei frekur á skotin í sókninni. „Það er bara einn bolti inn á vellinum í einu og ég þarf ekki að skora til að mér líði vel,“ segir Friðrik og bætir við: „Það voru ótrúleg forréttindi þegar ég kom fyrst til Njarðvíkur að vera í liði með Teiti (Örlygssyni), Brenton (Birmingham), Frikka (Friðriki Ragnarssyni) og Palla (Páli Kristinssyni). Þetta eru allt strákar sem voru frábærir varnarmenn. Maður var því fljótt skólaður til í þessu,“ segir Friðrik. Friðrik segist vera orðinn grænn í gegn þótt hann hafi ekki komið í Njarðvík fyrr en hann var 22 ára. En af hverju fór Friðrik í Njarðvík? „Við Palli (Páll Kristinsson) erum búnir að vera bestu vinir síðan við vorum í drengjalandsliðinu. Ég ætlaði að fara í háskóla úti en svo klikkaði það. Það var því eiginlega gefið að ég myndi fara í Njarðvík. Ég hafði alltaf haldið með Njarðvík síðan ég var polli,“ segir Friðrik. Hann og Páll Kristinsson voru báðir hættir á sínum tíma. „Við hættum saman. Svo ákvað hann að taka miðherjastöðuna eitt tímabil og síðan ákvað ég að leysa hann af í þessu. Það var svona smá uppklapp hjá okkur í lokin,“ segir Friðrik.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn