United Airlines og Orbitz stefna ungum karlmanni sem nýtti sér galla í bókunarkerfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 12:10 Aktarer Zaman stofnaði vefsíðuna Skiplagged.com. 22 ára Bandaríkjamaður hefur verið stefnt af flugfélaginu United Airlines og bókunarfyrirtækinu Orbitz. Ástæðan er að maðurinn fann leið til að bóka ódýrara flug og stofnaði vefsíðu til þess að deila aðferðinni með öðrum. Aktarer Zaman stofnaði vefsíðuna Skiplagged.com. Á vefsíðunni eru leiðbeiningar um hvernig fólk getur bókað ódýr flug með aðferðarfræði sem gengur út á að bóka flug með millilendingu þar sem áfangastaðurinn er í raun þar sem millilent er. Viðkomandi mætir einfaldlega ekki í síðari legg flugsins. Sem dæmi má nefna að einhver ætli frá New York á austurströndinni til San Francisco á vesturströndinni. Þá gæti reynst ódýrara að bóka flug frá New York til Lake Tahoe með millilendingu í San Francisco. Þar ferðu frá borði og sætið í fluginu til Lake Tahoe verður óskipað.Átti alltaf von á stefnu Bókunin virkar aðeins þegar um er að ræða flug aðra leið auk þess sem ekki er hægt að innrita farangur. Farangurinn væri nefnilega bókaður alla leið á áfangastað. Ekki er svo að skilja að alltaf sé hægt að fá ódýrari miða á þennan hátt en þó er það algengt. United Airlines og Orbitz krefjast 75 þúsund dala eða tæplega tíu milljóna króna í skaðabætur. Zaman segist í samtali við CNN hafa átt von á stefnu en segir ekkert ólöglegt við vefsíðu sína. Þá hafi hann ekki haft neinar tekjur af vefsíðunni heldur aðeins hjálpað ferðalöngum að kaupa flugmiða á besta mögulega verði. Um sé að ræða galla í bókunarkerfi sem fólk hafi verið meðvitað um í lengri tíma. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
22 ára Bandaríkjamaður hefur verið stefnt af flugfélaginu United Airlines og bókunarfyrirtækinu Orbitz. Ástæðan er að maðurinn fann leið til að bóka ódýrara flug og stofnaði vefsíðu til þess að deila aðferðinni með öðrum. Aktarer Zaman stofnaði vefsíðuna Skiplagged.com. Á vefsíðunni eru leiðbeiningar um hvernig fólk getur bókað ódýr flug með aðferðarfræði sem gengur út á að bóka flug með millilendingu þar sem áfangastaðurinn er í raun þar sem millilent er. Viðkomandi mætir einfaldlega ekki í síðari legg flugsins. Sem dæmi má nefna að einhver ætli frá New York á austurströndinni til San Francisco á vesturströndinni. Þá gæti reynst ódýrara að bóka flug frá New York til Lake Tahoe með millilendingu í San Francisco. Þar ferðu frá borði og sætið í fluginu til Lake Tahoe verður óskipað.Átti alltaf von á stefnu Bókunin virkar aðeins þegar um er að ræða flug aðra leið auk þess sem ekki er hægt að innrita farangur. Farangurinn væri nefnilega bókaður alla leið á áfangastað. Ekki er svo að skilja að alltaf sé hægt að fá ódýrari miða á þennan hátt en þó er það algengt. United Airlines og Orbitz krefjast 75 þúsund dala eða tæplega tíu milljóna króna í skaðabætur. Zaman segist í samtali við CNN hafa átt von á stefnu en segir ekkert ólöglegt við vefsíðu sína. Þá hafi hann ekki haft neinar tekjur af vefsíðunni heldur aðeins hjálpað ferðalöngum að kaupa flugmiða á besta mögulega verði. Um sé að ræða galla í bókunarkerfi sem fólk hafi verið meðvitað um í lengri tíma.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira