102 ára á 320 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2014 08:45 Edith Pittenger og Mario Andretti eftir bíltúrinn. Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður
Það eru ekki allar 102 ára konur sem hafa setið í bíl á 320 km hraða, hvað þá með hinn goðsagnarkennda keppnisökumann Mario Andretti við stýrið. Það gerði þó Edith Pittenger um daginn á Indianapolis Motor Speedway og óku þau tveggja sæta IndyCar kappakstursbíl. Andretti náði 320 km hraða í bíltúrnum með þá gömlu og var hún algjörlega í skýjunum með ökuferðina og vildi strax fara annan hring. Þessi atburður var einn af mörgum skemmtilegum á Memorial day Weekend hátíð sem haldin var í Indianapolis fyrir stuttu. Fyrir 6 árum fékk Edith Pittenger líka að aka um brautina með Arie Luyendyk við stýrið, en það var jólagjöf til hennar er hún hélt uppá 96 ára afmæli sitt. Það var þá met í aldri á brautinni, en nú hefur hún semsagt bætt það um 6 ár.Gamlingjarnir á fullu í brautinni.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður