Róbert maður ársins hjá Frjálsri verslun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2014 10:48 Í álitinu segir að markmið Róberts sé að Siglufjörður verði með þá breidd í atvinnulífi, menntun, þekkingu og bæjarlífi sem geri kaupstaðinn eftirsóknarverðari fyrir aðra til að hefja þar starfsemi sem krefst þekkingar og menntunar – og dragi þannig til sín menntaða einstaklinga í auknum mæli. Vísir/Arnþór Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Róbert hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð í heimabyggð sinni á Siglufirði í líftækni og ferðaþjónustu, að mestu fyrir eigið fé sem hann hefur flutt til landsins og er afrakstur af erlendri starfsemi hans í sjávarútvegi og fiskeldi. Hann fær viðurkenninguna í veglegu hófi sem Frjáls verslun heldur honum til heiðurs í dag á Radisson Blu Hótel Sögu. „Í mati sínu lagði dómnefndin til grundvallar stórhug og framsæknar fjárfestingar hans í siglfirsku samfélagi sem tengjast fjárfestingarstefnu um sameiginleg verðmæti og samfélagslega ábyrgð til góðs fyrir íslenskt samfélag, þekkingu og menningu. Róbert fjárfestir bæði í innviðum siglfirsks samfélags samhliða einkafjárfestingum sínum – og styðja þær fjárfestingar vel við hvor aðra. Það er fjárfestingarstefna sem kennd hefur verið við sameiginleg verðmæti í stjórnun,“ segir í tilkynningunni. Markmið hans sé að Siglufjörður verði með þá breidd í atvinnulífi, menntun, þekkingu og bæjarlífi sem geri kaupstaðinn eftirsóknarverðari fyrir aðra til að hefja þar starfsemi sem krefst þekkingar og menntunar – og dragi þannig til sín menntaða einstaklinga í auknum mæli. „Hann hefur fjárfest í líftækni; byggir nýja líftækniverksmiðju, auk þess sem hann hefur keypt gömlu SR-mjöls verksmiðjurnar á Siglufirði undir þá starfsemi. Hann opnar nýtt hótel á komandi sumri við smábátahöfnina. Hann rekur þegar tvo veitingastaði við hafnarbakkann í gömlum húsum sem hann gerði upp af myndarskap. Þá hefur hann lagt fé í byggingu nýs golfvallar og skíðasvæði bæjarins. Auk þess að snyrta til í kringum smábátahöfnina og gert þar svæði, sem áður var moldarsvað, að blakvelli og minigolfvelli.“ Þetta er í 27 sinn sem Frjáls verslun útnefnir mann ársins í atvinnulífinu og eru þetta elstu viðskiptaverðlaun á Íslandi. Tilgangur verðlaunanna er sagður að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnulífi á Íslandi og hvetja með þeim hætti til aukins framtaks í viðskiptum og athafnasemi á meðal landsmanna. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, tók hús á Róberti í þættinum „Um land allt“ síðastliðið vor. Innslög úr þáttunum má sjá hér að ofan. Fjallabyggð Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjálsri verslun. Róbert hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð í heimabyggð sinni á Siglufirði í líftækni og ferðaþjónustu, að mestu fyrir eigið fé sem hann hefur flutt til landsins og er afrakstur af erlendri starfsemi hans í sjávarútvegi og fiskeldi. Hann fær viðurkenninguna í veglegu hófi sem Frjáls verslun heldur honum til heiðurs í dag á Radisson Blu Hótel Sögu. „Í mati sínu lagði dómnefndin til grundvallar stórhug og framsæknar fjárfestingar hans í siglfirsku samfélagi sem tengjast fjárfestingarstefnu um sameiginleg verðmæti og samfélagslega ábyrgð til góðs fyrir íslenskt samfélag, þekkingu og menningu. Róbert fjárfestir bæði í innviðum siglfirsks samfélags samhliða einkafjárfestingum sínum – og styðja þær fjárfestingar vel við hvor aðra. Það er fjárfestingarstefna sem kennd hefur verið við sameiginleg verðmæti í stjórnun,“ segir í tilkynningunni. Markmið hans sé að Siglufjörður verði með þá breidd í atvinnulífi, menntun, þekkingu og bæjarlífi sem geri kaupstaðinn eftirsóknarverðari fyrir aðra til að hefja þar starfsemi sem krefst þekkingar og menntunar – og dragi þannig til sín menntaða einstaklinga í auknum mæli. „Hann hefur fjárfest í líftækni; byggir nýja líftækniverksmiðju, auk þess sem hann hefur keypt gömlu SR-mjöls verksmiðjurnar á Siglufirði undir þá starfsemi. Hann opnar nýtt hótel á komandi sumri við smábátahöfnina. Hann rekur þegar tvo veitingastaði við hafnarbakkann í gömlum húsum sem hann gerði upp af myndarskap. Þá hefur hann lagt fé í byggingu nýs golfvallar og skíðasvæði bæjarins. Auk þess að snyrta til í kringum smábátahöfnina og gert þar svæði, sem áður var moldarsvað, að blakvelli og minigolfvelli.“ Þetta er í 27 sinn sem Frjáls verslun útnefnir mann ársins í atvinnulífinu og eru þetta elstu viðskiptaverðlaun á Íslandi. Tilgangur verðlaunanna er sagður að vekja athygli á því sem vel er gert í atvinnulífi á Íslandi og hvetja með þeim hætti til aukins framtaks í viðskiptum og athafnasemi á meðal landsmanna. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, tók hús á Róberti í þættinum „Um land allt“ síðastliðið vor. Innslög úr þáttunum má sjá hér að ofan.
Fjallabyggð Tengdar fréttir Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00 Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45 Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. 7. apríl 2014 19:00
Allaballinn sem gerðist alþjóðlegur áhættufjárfestir Maðurinn sem umbreytir Siglufirði segist ekki ætla að tapa þeim peningum sem hann leggur til bæjarins. 9. apríl 2014 11:45
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00