Jón Arnór í viðtali á FIBA.com: Eins og dagur og nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2014 21:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður ársins og einn af þeim tíu sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu FIBA þar sem íslenski landsliðsmaðurinn ræðir meðal annars EM-ævintýri íslenska landsliðsins sem og hlutverk sitt hjá toppliði Unicaja Malaga á Spáni. Jón Arnór spilaði ekki fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppninni en var stigahæstur í sigurleiknum út í Bretlandi þegar íslenska liðið fór langleiðina með að tryggja sér sæti á EM. Hann setti meðal annars niður eitt stærsta skot sitt á ferlinum þegar þriggja stiga skot hans rataði rétta leið 44 sekúndum fyrir leikslok. „Það var alveg að fara með mig að vera ekki með. Það var stór áhætta fyrir mig að spila án þess að vera með samning en ég hélt aldrei að ég þyrfti að bíða svona lengi eftir nýjum samningi. Þegar ég sá styrkleika breska liðsins sem við unnum sannfærandi á Íslandi, þá stökk ég upp á vagninn eins og klappstýra eða svo sögðu liðsfélagarnir allavega," sagði Jón Arnór. „Ég tek því alveg. Úti í Bretlandi þurftum við meiri vopn og þetta gekk upp. Þetta er ótrúlegt en við erum komnir í úrslitakeppni EM. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Jón Arnór. „Ég og Hlynur erum búnir að vera svo lengi í landsliðinu þannig að þetta er mjög sérstakt fyrir okkur. Okkur hefur vantað svona til að toppa landsliðsferilinn," sagði Jón Arnór. „Þetta mun án vafa hjálpa íslenskum körfubolta. Þetta er orðinn hluti að íslenskri íþróttasögu og vonandi getum við haft góð áhrif á krakkana," sagði Jón Arnór. „Við munum berjast til síðasta blóðdropa í öllum leikjunum. Þannig er okkar nálgun á þessa leiki," sagði Jón Arnór um riðil íslenska liðsins sem er talinn vera sá erfiðasti í keppninni. Fjögur af sex liðum komast áfram í sextán liða úrslitin. Blaðamaður FIBA.com spyr Jón Arnór næst út í lífið hjá Unicaja Malaga en liðið er nú í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er frábær staða fyrir mig og það er gott að vera kominn aftur í Euroleague og vera aftur farinn að spila fyrir stórt félag. Ég gat ekki beðið eftir því að fá að spila aftur í Euroleague og loksins gekk það upp," sagði Jón Arnór. „Það var frábært tækifæri fyrir mig að fara til Malaga sem er frábært félag í frábærri borg. Ég tel að við séum með mjög gott lið með góðum liðsanda. Við höfum sýnt hvað við getum með því að vinna öflug lið á útivelli í úrvalsdeildinni," sagði Jón Arnór. Jón Arnór er að koma inn af bekknum hjá Unicaja Malaga og hann talar um það hversu ólíkt hlutverk hans er hjá Unicaja og íslenska landsliðinu. „Ég þarf að koma inn með mikla orku og ég verð að setja niður opnu skotin. Það koma dagar þar sem ég hitti en stundum hitti ég ekki. Ég reyni samt alltaf að gefa liðinu eitthvað," sagði Jón Arnór. „Ég þarf fyrst og fremst að standa mig í varnarleiknum og vera grimmur þar. Ég þarf að vera límið í liðinu, bæði innan og utan vallar. Ég sætti mig við það og geri mér grein fyrir því að það er mitt starf hér á Spáni," sagði Jón Arnór. „Hlutverk mitt hjá Unicaja og hjá íslenska landsliðinu er eins ólíkt og dagur og nótt. Á báðum stöðum þarf ég að gera það sem liðið þarf mest á að halda. Ef ég skora ekki með íslenska landsliðinu þá vinnum við ekki. Það er því mitt hlutverk hjá íslenska landsliðinu að vera „agressívur“ í sókninni og skjóta mikið," sagði Jón Arnór. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Jón Arnór inn á heimasíðu FIBA.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira