Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2014 20:15 Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15
Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45