Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2012 19:15 Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. Eyþór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir í viðtali á Stöð 2 að þetta sé vistvænt og grænt og verið sé að byggja upp atvinnu á svæði þar sem atvinnuleysi hafi verið mikið. 25 manna hópur frá verktakanum Jáverki byrjaði fyrir páska að smíða 75 þúsund fermetra fiskeldisstöð þar sem ala á Senegal-flúru. Í fyrsta áfanga 500 tonn og í seinni áfanga fer magnið upp í 2.000 tonn á ári af verðmætum matfiski. Eyþór segir þetta hlýsjávarfisk, sem lifi við strendur Afríku og norður til Frakklandsstranda. "Þetta er vinsæll fiskur, ekki bara í Evrópu heldur um allan heim," segir Eyþór, og verðið út úr búð er um og yfir 3.000 krónur kílóið. Hér ætla menn að vinna rösklega. Fyrstu seiðin eiga að fara í kerin næsta vor og síðan er áformað að hefja slátrun í ársbyrjun 2014. Þeir hjá Stolt Sea Farm fagna því sérstaklega hversu hratt og vel hefur gengið að koma verkefninu af stað. Eyþór segir samstarfið við HS Orku hafa verið mjög gott. Þeir hafi skýra sýn á hvernig þeir geti nýtt auðlindina sem best. Einnig hafi samstarfið verið gott við Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun og aðra sem að málinu koma. "Þetta er fagfólk og hefur sýnt málinu skilning og unnið verkið vel með okkur," segir Eyþór. Nokkurra milljarða erlend fjárfesting skapar þarna kærkomin störf á Suðurnesjum. Í fyrsta áfanga eru áætluð 30-34 störf og 70-75 störf þegar öðrum áfanga er lokið. "Allt í allt, með óbeinum störfum, þá eru þetta 150 störf," segir Eyþór.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira