Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2014 19:45 Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15