Lexus dregur á BMW og Benz í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 15:15 Lexus NX. Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent
Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent