Erlent

Geimskot Orion heppnaðist

Samúel Karl Ólason skrifar
Orion á skotpalli í gær.
Orion á skotpalli í gær. Vísir/AFP
Geimferðastofnun Bandaríkjanna mun reyna að skjóta Orion á loft aftur í hádeginu í dag, eftir að skotinu var frestað í gær. Helmingslíkur eru taldar á því að NASA gefi grænt ljós á að skjóta þessu nýja geimfari á loft.

Skotinu var frestað þrívegis í gær, meðal annars vegna vinds og bilana, en veður er líklegt til að stöðva skotið í dag.

Farið mun fara tvo hringi umhverfis jörðina og lenda í Kyrrahafinu fjórum og hálfum tíma eftir lofttak. Farið mun fara lengra frá jörðinni en nokkuð annað geimfar hefur farið frá því að tunglferðum var hætt.

Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá skotinu sem og ýmis kynningarmyndbönd og fleira.

„Orion er könnunarfar NASA, og með SLS flauginni, mun það gera okkur kleift að kanna sólkerfið,“ segir Mark Geyer, yfirmaður verkefnisins, á heimasíðu NASA.

Hér má sjá frekari upplýsingar um geimfarið og þróun þess.

Tilraunaflugið mun gera NASA kleift að hanna nýja eldflaug sem ætlað er að skjóta Orion á loft og flytja farið á ferð um tunglið. Eftir það er áætlað að senda menn lengra en í sporbraut um jörðu í fyrsta sinn í rúmlega 40 ár.

Þessar ferðir munu leggja jarðveginn fyrir mannaðar geimferðir til smástirna og Mars. Á heimasíðu NASA má sjá frekari upplýsingar um ætlanir stofnunarinnar um mannaðar ferðir til Mars.

Hér má einnig sjá útsendinguna og hér einnig, en einhver vandræði virðast vera á útsendingunni.


Broadcast live streaming video on Ustream Blaðamannafundur um frestunina í gær.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×