Volkswagen tilbúið í vetnisvæðingu Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 10:34 Volkswagen Golf vetnisbíll býður eftir fleiri áfyllingarstöðvum. Nú þegar japönsku bílaframleiðendurnir tilkynna í röðum um nýja vetnisbíla sína býður Volkswagen á kantinum tilbúið með vetnisútfærslu af Golf bíl sínum, en ætlar ekki að setja hann á markað fyrr en innviðir vetnisbílavæðingar eru komnir lengra á veg. Það skortir fleiri áfyllingarstöðvar að mati Volkswagen og á meðan sé lítið vit í því að framleiða mikið magn slíkra bíla. Vetnisútgáfa Golf bílsins er hinsvegar alveg tilbúin til framleiðslu og Volkswagen þarf ekki að breyta framleiðslulínu sinni til að pumpa út vetnisútgáfu Golf samhliða öðrum útfærslum hans. Það er að þakka framsýnni hönnum MQB undirvagnsins sem er nú kominn í nær allar gerðir Volkswagen bíla. Hann gerir ráð fyrir allskonar drifrásum í bílana og þar er vetnisútfærsla ekki undanskilin. Golf vetnisbíllinn er 134 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 10 sekúndum sléttum. Bíllinn er einnig með rafmagnsmótorum og hleður inná þá við hemlun. Þannig sameinar Volkswagen kosti rafmagnsbíls og vetnisbíls í afar hagkvæmum bíl sem mengar ekkert. Volkswagen á ekki von á að margir vetnisbílar verði á götunum þennan áratuginn. Fyrr þurfi áfyllingarstöðvum að fjölga mikið. Allt er þó til staðar hjá Volkswagen ef þetta breytist hratt. Það er ekki að spyrja að framsýni Þjóðverja. Vetnisdrifrás og rafmótorar knýja nýjan Golf Hydrogen. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent
Nú þegar japönsku bílaframleiðendurnir tilkynna í röðum um nýja vetnisbíla sína býður Volkswagen á kantinum tilbúið með vetnisútfærslu af Golf bíl sínum, en ætlar ekki að setja hann á markað fyrr en innviðir vetnisbílavæðingar eru komnir lengra á veg. Það skortir fleiri áfyllingarstöðvar að mati Volkswagen og á meðan sé lítið vit í því að framleiða mikið magn slíkra bíla. Vetnisútgáfa Golf bílsins er hinsvegar alveg tilbúin til framleiðslu og Volkswagen þarf ekki að breyta framleiðslulínu sinni til að pumpa út vetnisútgáfu Golf samhliða öðrum útfærslum hans. Það er að þakka framsýnni hönnum MQB undirvagnsins sem er nú kominn í nær allar gerðir Volkswagen bíla. Hann gerir ráð fyrir allskonar drifrásum í bílana og þar er vetnisútfærsla ekki undanskilin. Golf vetnisbíllinn er 134 hestöfl og tekur sprettinn í hundraðið á 10 sekúndum sléttum. Bíllinn er einnig með rafmagnsmótorum og hleður inná þá við hemlun. Þannig sameinar Volkswagen kosti rafmagnsbíls og vetnisbíls í afar hagkvæmum bíl sem mengar ekkert. Volkswagen á ekki von á að margir vetnisbílar verði á götunum þennan áratuginn. Fyrr þurfi áfyllingarstöðvum að fjölga mikið. Allt er þó til staðar hjá Volkswagen ef þetta breytist hratt. Það er ekki að spyrja að framsýni Þjóðverja. Vetnisdrifrás og rafmótorar knýja nýjan Golf Hydrogen.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent