Stefán dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2014 15:28 Stefán þarf að greiða 50 milljóna króna skuld við Landsbankann. vísir/gva Stefán Kjærnested var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna. Málið er komið til vegna sjálfskuldarábyrgðar er Stefán tókst á hendur gagnvart Landsbanka Íslands hf. vegna láns bankans til Húsaleigu ehf. að upphæð 80 milljónum króna. Félagið var í eigu Stefáns en það var úrskurðað gjaldþrota í febrúar. Lánið var svokallað fjölmyntalán til fimm ára og sagði í lánssamningi, sem undirritaður var 30. ágúst 2007 að lánið væri veitt í eftirgreindum myntum og hlutföllum: CHF 70% og JPY 30%. Lánið átti að greiðast með 60 mánaðarlegum afborgunum með lokagjalddaga 10. september 2012. Eins og fyrr segir þarf Stefán að greiða bankanum 50 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Einnig þarf hann að greiða bankanum 500 þúsund krónur í málskostnað. Sjá einnig: Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Vörn Stefáns í málinu snéri að því að krafa bankans yrði látin niður falla vegna fyrningar, að öllu leyti eða hluta, enda reiknist fyrningarfrestur krafna sem stofnist vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningur sé vanefndur, en ekki hafi verið greitt af kröfu stefnanda síðan í september 2008 og almennur frestur kröfuréttinda sé fjögur ár. Fram kemur einnig í vörn Stefáns að rekstur fyrirtækisins Húsaleiga ehf. hafi hrunið í október 2008 og þá hafi hann orðið eignalaus. Stefán hafi því ekki haft neitt svigrúm til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni. Því fór hann fram á það að verða sýknaður af kröfu Landsbankans.Í apríl 2007 hótaði Stefán því að fara í mál við Ísland í dag vegna umfjöllunar um aðbúnað erlendra verkamanna hér á landi og leiguhúsnæði sem þeir bjuggu í á vegum Húsaleigu ehf. Var skorað á ritstjóra Íslands í dag að hætta áframhaldandi umfjöllun um Húsaleigu ehf og forsvarsmenn til að baka sér ekki auknar refs- og skaðabótakröfur í fyrirhuguðu dómsmáli. Dómsmálið var aldrei höfðað. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. 10. júlí 2006 20:11 Ætlar í mál við Ísland í dag Stefán Kjærnested, forsvarsmaður Húsaleigu ehf., sendi í gær frá sér tilkynningu um að félagið hefði falið lögmönnum sínum að höfða mál á hendur dægurþættinum Íslandi í dag vegna meiðyrða. 25. apríl 2007 06:00 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Stefán Kjærnested var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir króna. Málið er komið til vegna sjálfskuldarábyrgðar er Stefán tókst á hendur gagnvart Landsbanka Íslands hf. vegna láns bankans til Húsaleigu ehf. að upphæð 80 milljónum króna. Félagið var í eigu Stefáns en það var úrskurðað gjaldþrota í febrúar. Lánið var svokallað fjölmyntalán til fimm ára og sagði í lánssamningi, sem undirritaður var 30. ágúst 2007 að lánið væri veitt í eftirgreindum myntum og hlutföllum: CHF 70% og JPY 30%. Lánið átti að greiðast með 60 mánaðarlegum afborgunum með lokagjalddaga 10. september 2012. Eins og fyrr segir þarf Stefán að greiða bankanum 50 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Einnig þarf hann að greiða bankanum 500 þúsund krónur í málskostnað. Sjá einnig: Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Vörn Stefáns í málinu snéri að því að krafa bankans yrði látin niður falla vegna fyrningar, að öllu leyti eða hluta, enda reiknist fyrningarfrestur krafna sem stofnist vegna vanefnda frá þeim degi þegar samningur sé vanefndur, en ekki hafi verið greitt af kröfu stefnanda síðan í september 2008 og almennur frestur kröfuréttinda sé fjögur ár. Fram kemur einnig í vörn Stefáns að rekstur fyrirtækisins Húsaleiga ehf. hafi hrunið í október 2008 og þá hafi hann orðið eignalaus. Stefán hafi því ekki haft neitt svigrúm til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni. Því fór hann fram á það að verða sýknaður af kröfu Landsbankans.Í apríl 2007 hótaði Stefán því að fara í mál við Ísland í dag vegna umfjöllunar um aðbúnað erlendra verkamanna hér á landi og leiguhúsnæði sem þeir bjuggu í á vegum Húsaleigu ehf. Var skorað á ritstjóra Íslands í dag að hætta áframhaldandi umfjöllun um Húsaleigu ehf og forsvarsmenn til að baka sér ekki auknar refs- og skaðabótakröfur í fyrirhuguðu dómsmáli. Dómsmálið var aldrei höfðað.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. 10. júlí 2006 20:11 Ætlar í mál við Ísland í dag Stefán Kjærnested, forsvarsmaður Húsaleigu ehf., sendi í gær frá sér tilkynningu um að félagið hefði falið lögmönnum sínum að höfða mál á hendur dægurþættinum Íslandi í dag vegna meiðyrða. 25. apríl 2007 06:00 Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Nauðsynlegt að grípa til aðgerða í húsnæðismálum erlends verkafólks Þrettán Pólverjar búa við nöturlegar aðstæður á svokölluðu gistiheimili í Hafnarfirði. Vinnuveitandi mannanna lét siga lögreglu á fréttamann sem kom til að taka myndir. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar fylgdi fréttamanni á staðinn og segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða í málum sem þessum. 10. júlí 2006 20:11
Ætlar í mál við Ísland í dag Stefán Kjærnested, forsvarsmaður Húsaleigu ehf., sendi í gær frá sér tilkynningu um að félagið hefði falið lögmönnum sínum að höfða mál á hendur dægurþættinum Íslandi í dag vegna meiðyrða. 25. apríl 2007 06:00
Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. 6. júlí 2006 12:20