Viðskipti innlent

„Það koma alltaf upp lekamál“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá auglýingu Lagnaþjónustunnar á Selfossi.
Hér má sjá auglýingu Lagnaþjónustunnar á Selfossi.
„Já, það er nóg að gera, það koma alltaf upp lekamál,“ segir Ásgeir Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lagnaþjónustunnar á Sefossi. Auglýsing frá fyrirtækinu hefur vakið mikla athygli og farið víða á Facebook.Þar segir: „Við tökum að okkur lekavandamál!“ og er látið líta út fyrir að auglýsingin sé stimpluð sem trúnaðarmál. Greinileg vísun í lekamálið svokallaða.„Þetta er bara létt grín. Góðlátlegtlegur húmor,“ segir Ásgeir framkvæmdastjóri og heldur áfram:„Fyrirtækið Skapandi hugmyndahús gerir auglýsingarnar fyrir okkur. Við fengum þá til þess að henda í þessa. Svo setti ég hana á Facebook í gær. Við höfum fengið fullt af „lækum“ og deilingum í kjölfarið.“ Ásgeir segir þó að auglýsingin hafi ekki enn skilað auknum viðskiptum hingað til, enda ekki búin að vera sólarhring í loftinu.Auglýsingin hefur fengið 21 „læk“ á Facebook-síðu Lagnaþjónustunnar og hefur verið deilt tuttugu og einu sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,48
1
959
ICEAIR
1,12
8
1.266
FESTI
1,04
2
43.800
TM
0,7
2
18.879
VIS
0,58
2
15.570

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,58
1
10.260
MAREL
-0,99
2
198
HAGA
-0,45
5
74.561
ICESEA
-0,35
2
21.690
SYN
0
1
162
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.