Viðskipti innlent

„Það koma alltaf upp lekamál“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá auglýingu Lagnaþjónustunnar á Selfossi.
Hér má sjá auglýingu Lagnaþjónustunnar á Selfossi.

„Já, það er nóg að gera, það koma alltaf upp lekamál,“ segir Ásgeir Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lagnaþjónustunnar á Sefossi. Auglýsing frá fyrirtækinu hefur vakið mikla athygli og farið víða á Facebook.

Þar segir: „Við tökum að okkur lekavandamál!“ og er látið líta út fyrir að auglýsingin sé stimpluð sem trúnaðarmál. Greinileg vísun í lekamálið svokallaða.

„Þetta er bara létt grín. Góðlátlegtlegur húmor,“ segir Ásgeir framkvæmdastjóri og heldur áfram:

„Fyrirtækið Skapandi hugmyndahús gerir auglýsingarnar fyrir okkur. Við fengum þá til þess að henda í þessa. Svo setti ég hana á Facebook í gær. Við höfum fengið fullt af „lækum“ og deilingum í kjölfarið.“ Ásgeir segir þó að auglýsingin hafi ekki enn skilað auknum viðskiptum hingað til, enda ekki búin að vera sólarhring í loftinu.

Auglýsingin hefur fengið 21 „læk“ á Facebook-síðu Lagnaþjónustunnar og hefur verið deilt tuttugu og einu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.