Vettel inn og Alonso út hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 16:20 Vettel og Alonso á góðri stundu. Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent
Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent